Leyft verður að veiða 140 bjarndýr á Grænlandi á komandi ári. Kvótinn skiptist þannig að veiða má 67 dýr við Baffinsflóa og sex dýr á svæðinu þar fyrir norðan. Þá er heimilt að veiða þrjú dýr við Davíðssund, og 64 dýr á Austur-Grænlandi.

Einnig kemur fram á vef grænlensku landsstjórnarinnar að leyft verði að veiða 173 rostunga á næsta ári við Grænland, þar af 83 dýr við NV-Grænland, 69 við V-Grænland og 18 við A-Grænland. Kvótunum er skipt milli sveitarfélaga sem ákveða hvernig þeim verður úthlutað.