Þegar togarinn Brimnes RE var að koma inn í Smuguna í Barentshafi í fyrramorgun sáu skipverjar hvítabjörn á ísnum. Bjarki Helgason skipverji lýsir því svo í samtali við vefinn 640.is:

,, Við sigldum fram á ísbjörn rétt áður en við renndum inn í Smuguna. Bangsi gekk lengi þvert fyrir skipið svo við máttum beygja frá honum. Greinlegt er að hann hefur ekki kynnst svona farartæki á lífsleiðinni.”

Ennfremur kemur fram í skeytinu að skipverjarnir á Brimnesi séu ekki einu Íslendingarnir á rækjuveiðum í Smugunni um þessar mundir. Skipstjórinn á togaranum Ontiku, sem Íslendingar koma að útgerð á undir baltneskum fána, er íslenskur og sömuleiðis séu tveir Íslendingar í áhöfn norska rækjutogarans Remö Viking.

Sjá nánar á vefnum 640.is