Mannlíf 2014

Page 1

des

2014

„Í mér er einhver bardagamaður“

– Einar Kárason rithöfundur ræðir við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómara.

Reykjavík – Bogota

– „Reykjavík dagsins í dag er að kafna í dópi“

Leki leggur stjórnmálamann Var Kókaín orsakavaldur í hruninu?

Kippir sér lítið upp við gagnrýni -Sölvi Blöndal í einlægu viðtali.




Ritstjóri: Karl Steinar Óskarsson karl@birtingur.is

BIRTÍNGUR

Efnisyfirlit

8............................................. „Í mér er einhver .................................................. bardagamaður“ – Einar .................................................. Kárason rithöfundur .................................................. ræðir við Jón Steinar .................................................. Gunnlaugsson, fyrrverandi .................................................. Hæstaréttardómara.

útgáfufélag

Lynghási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

8

14

14............................................ Reykjavík - Bogota. 20............................................ Kókaín. 26............................................ Winston churchill. 34............................................ Kippir sér ekki upp við gagnrýni .................................................. – Sölvi Blöndal í einlægu viðtali. 42............................................ James Bond. 44............................................ Leki leggur stjórnmálamann. 50............................................ Heimsókn í höfuðstöðvar Opel. 56............................................ Klaufabárðar í knattspyrnu. 58............................................ Viskí 64............................................ Blórabögglar í átján ár.

4

20

Útgefandi Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar Rut Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Jóhannes Kr. Kristinsson Blaðamenn Jón Kristinn Snæhólm Þórainn Þórarinsson Marta Goðadóttir Nicola Girolami Rafael Pinho Jón Stefánsson Ljósmyndarar Heiða Helgadóttir, Aldís Pálsdóttir, Hákon Davíð Björnsson og Rut Sigurðardóttir Myndvinnsla Guðný Þórarinsdóttir. Auglýsingastjórar: Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Sigrún Kristinsdóttir og Þórdís Una Gunnarsdóttir. Netfang: auglysingar@birtingur.is Próförk Guðrún Nellý Sigurðardóttir, Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild Ólafur Valur Ólafsson Skrifstofa Auður Guðjónsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing Halldór Örn Rúnarsson,

Allur réttur áskilinn varðandi efni ( texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is


leiðari

Árið 2015 verður tímamótaár. Útlit er fyrir að áætlun stjórnvalda um afnám hafta muni líta dagsins ljós í upphafi ársins. Vonir eru bundnar við að framkvæmdin taki mið af jafnræðissjónarmiðum þannig að erlendir kröfuhafar þrotabúanna fái ekki sérmeðferð umfram aðra, einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði, sem einnig eru bundnir innan haftanna og þurfa nauðsynlega að komast út fyrir landsteinana með fjárfestingar sínar. Það er eðlismunur á slíkri gjaldeyrisþörf og hagsmunum erlendu kröfuhafanna sem þurfa að komast yfir sitt fjármagn og koma sér á brott í eitt skipti fyrir öll. Það eru vissulega eðlilegir hagsmunir en erlendar fjárfestingar innlendra aðila eru mikilvægari fyrir þjóðina í heild. Það á t.d. sérstaklega við um lífeyrissjóðina sem verða að fara að fá möguleika á að dreifa áhættunni með fjárfestingum í útlöndum. Kröfuhafarnir eru stór hluti vandans og þeir verða að taka réttmætt tillit til hagsmuna þjóðarinnar í heild. Margt bendir raunar til þess að skynsamlega sé staðið að undirbúningnum af hálfu stjórnvalda og ef eins vel tekst til og við „leiðréttinguna“ á dögunum er ekki ástæða til að örvænta. Þetta er þó mikilvægasta úrlausnarefni ríkisstjórnarinnar og kemur til með að hafa úrslitaáhrif um þróun efnahagsmála í framtíðinni. Því er full ástæða til að fylgjast grannt með framkvæmdinni og hafa hugfast að sígandi lukka er best. Líklega er betra að hafa skrefin fleiri en færri í svo viðamiklu og vandasömu máli. Þegar hafa heyrst hótanir frá talsmönnum kröfuhafanna þess efnis, að svonefndur „útgönguskattur“ verði aldrei samþykktur og að á hann verði látið reyna fyrir dómstólum. Jafnvel hafa komið fram raddir sem telja að slíkur skattur fái ekki staðist gagnvart stjórnarskránni. Ekki er ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af slíkum upphrópunum enda hefur ríkisvaldið víðtækar heimildir til skattlagningar líkt og margoft hefur verið staðfest af íslenskum dómstólum. Nú síðast var ríkinu játaður réttur til að leggja hinn svonefnda „auðlegðarskatt“ á afmarkaðan hóp landsmanna þó að sterk rök hefðu mælt gegn honum, t.d. varðandi eignaupptöku og brot á jafnræðisreglu. Á hinn bóginn var hann tímabundinn og hefur nú verið aflagður. „Útgönguskattur“ á fjármagn, sem leitar út úr höftunum, verður væntanlega útfærður á þann hátt, að hann fái staðist stjórnarskrárbundna vernd eignaréttinda. Hæfir sérfræðingar munu liggja yfir útfærslunni og sérfræðingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa mælt með honum. En allt veltur á útfærslunni og hún hefur ekki enn verið gerð opinber. Meginmarkmiðið er varsla almannahagsmuna með því að koma í veg fyrir kollsiglingu hagkerfisins um leið og komið er á eðlilegu ástandi í gjaldeyrismálunum með afnámi haftanna. Það eru eðlileg og sjálfsögð markmið sem erlendir kröfuhafar verða að virða. Skatturinn yrði væntanlega tímabundinn í nokkur ár og færi hugsanlega stiglækkandi þó að sjálfsagt mætti framlengja hann ef ástæða þætti til síðar meir (auðlegðarskatturinn var t.d. tímabundinn þó að fyrir liggi að hann hefði örugglega verið framlengdur ef fyrri ríkisstjórn hefði

haldið velli). Þá má sjá fyrir sér að það verði lágmark á skattinum, t.d. þannig að ferðagjaldeyrir og smærri fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja féllu utan hans. En árið 2015 verður tímamótaár í mörgum öðrum efnum en hvað varðar íslenskt efnahagslíf og áform um afnám gjaldeyrishaftanna. Á árinu verður minnst margra merkilegra viðburða í sögunni. Þannig verður réttindaskráin enska, Magna Carta, 800 ára í júní. Þá var konungsvaldinu settar skorður m.a. hvað varðar rétt manna til eðlilegrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum dómstólum. Í júní verða einnig 100 ár frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Á árinu verður þess minnst að 50 ár verða liðin frá því Winston Churchill kvaddi þetta jarðlíf og 65 ár frá því að George Orwell hélt á vit feðra sinna. Báðir þessir menn skilja eftir sig mikla arfleifð. Setningar úr bókum Orwells, eins og að „sumir séu jafnari en aðrir“, heyrast oft í pólitískri umræðu og sagnfræðiprófessor í Yale sagði nýlega á opinberum vettvangi: „Til að skilja Putin, lesið þá Orwell!“ Varnaðarorð bókanna „Animal Farm“ og „1984“ eiga við á öllum tímum. Fimmtíu árum eftir andlátið er Winston Churchill enn afar sterk og mikilvæg persóna í pólitískum umræðum, ekki síst í heimalandinu þar sem hann hefur hvað eftir annað verið valinn mætasti eða merkasti einstaklingurinn í sögu Bretlandseyja, í hvers kyns umræðuþáttum og skoðanakönnunum. En það er líka oft vitnað til orða hans við mörg önnur tækifæri og ævi hans er mönnum fyrirmynd um að gefast aldrei upp. Gefast aldrei upp fyrir eigin erfiðleikum, andlegum eða líkamlegum, og að takast á hendur erfiðar áskoranir jafnvel þó að margt hafi áður mistekist eða farið úrskeiðis. Þá er ævi Churchills áminning um að afskrifa helst aldrei nokkurn einstakling jafnvel þó að viðkomandi virðist standa lágt. Flestir töldu að ferli Winston Churchills væri lokið um miðbik fjórða áratugar síðustu aldar. Hann var þá kominn yfir 60 ára aldursmarkið og hafði áorkað miklu. Samt átti hann stærstu afrekin eftir og varð ekki forsætisráðherra fyrr en hann var orðinn 66 ára að aldri. „Velgengni felst í því að gera mistök á mistök ofan án þess að missa eldmóðinn,“ mun hann hafa sagt og einnig: „Ef þér finnst þú vera að fara í gegnum helvíti, haltu þá áfram!“ Ég læt að endingu í ljósi þá von að árið 2015 færi Birtíngi og öllum landsmönnum hagsæld. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á árunum eftir hrun, rétt eins og önnur íslensk fjölmiðlafyrirtæki, og við munum halda baráttunni áfram. Viðskiptavinum, starfsmönnum og velunnurum fyrirtækisins færi ég þakkir fyrir samstarfið á árinu og óska þeim öllum farsældar í framtíðinni. Karl Steinar Óskarsson

5


Einar Kárason: Jón Steinar Gunnlaugsson –

„Í mér

er einhver



Það varð að samkomulagi að ég bankaði uppá hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Á daginn kom að við erum nágrannar, búum báðir í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Þau hjónin Jón og Kristín Pálsdóttir buðu mér glaðlega að ganga í bæinn, Jón fór með mig inn á skrifstofu „JSG-ráðgjöf“ þar í húsinu, „því að það fyrirtæki á kaffivél“ sagði húsbóndinn og lét renna í tvo bolla. Þar hékk ýmislegt persónulegt á veggjum, myndir sem sumar hverjar eru í nýju bókinni hans, „Í krafti sannfæringar“, og líka gamaldags bílnúmersskilti, R-1231, sem hann sagði hafa tilheyrt Gunnlaugi föður sínum og að hann hefði haldið uppá. Tryggð við bílnúmer kannast ég sjálfur vel við, minn eigin faðir átti bágt með að sætta sig við að þurfa að láta af hendi númerið sitt, R-4194, þegar nýja númerakerfið tók gildi. Þegar við Jón vorum sestir inn í stofu með kaffibollana kom í ljós að bakgrunnur okkar er um margt svipaður; báðir ólumst við upp í Hlíðunum, hann að vísu átta árum eldri svo ekki þekktumst við þá; vorum Framarar í Valshverfi og feður okkar beggja leigubílstjórar. Ég bað hann um að segja mér frá barnæskunni.

V

ið fluttum í Blönduhlíð 2 þegar ég var tveggja ára, en það hús var svona samvinnuverkefni fjölskyldunnar; móðurforeldrar mínir voru þar og systkini mömmu; Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður og ritstjóri, oft nefndur Eykon; móðursystir mín Þóra var þar sömuleiðis og átti soninn Baldvin Jónsson sem hefur fengist við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir útlendingum; við erum fæddir á sama árinu og héldum ásamt Gretti bróður mínum mikið hópinn sem strákar. Á jarðhæðinni var búðin hans afa, Jónsbúð, og mjólkurbúð á vegum Samsölunnar. Hverfið var nýtt, verið að byggja blokkirnar við Eskihlíðina og þar léku menn sér á stillönsunum. Pabbi var eldheitur Framari, og ég var skráður í félagið daginn sem ég var skírður, 1. nóv 1947, það varð að vera komið nafn! Átta ára gamall var ég sendur í sveit, foreldrar mínir þekktu ekkert fólkið á bænum, þannig var þetta nú í þá daga, en ég var heppinn; fólkið sem ég lenti hjá á Gili í Svartárdal í Húnaþingi var afbragðsgott. Annars var ég Reykjavíkurstrákur, pabbi var barnfæddur Reykvíkingur en mamma úr Stykkishólmi; hún vann lengst af í búð en var seinna yfir Borgarbókasafninu í Sólheimum. Hjónaband foreldra minna var farsælt, pabbi var sterkur og spengilegur, sund- og íþróttamaður góður. Hann

8

var með skarð í vör, en ég tók ekki eftir því fyrr en ég var orðinn tíu ára. Hann keyrði leigubíl, átti til að skvetta stundum í sig, en heimilisbragurinn var elskulegur. Það voru ekki mikil peningaráð, pabbi fór stundum út að keyra bara til að eiga fyrir matnum þann daginn, og eins fór hann stundum að harka á sunnudagseftirmiðdögum því að buddan var tóm eftir laugardaginn. Mamma var bókmenntasinnuð og las mikið, og pabbi var það líka, hann kunni mikið af vísum og kvæðum. „Illgresi“ eftir Örn Arnarson hafði sérstakan sess á heimilinu og hann þuldi oft uppúr henni. Seinna, þegar við feðgarnir vorum að smakka það saman í stofunni heima þuldum við á víxl ljóð uppúr Illgresi.“ Og nú tók Jón Steinar að fara með perlur upp úr þeirri bók: „Hreppsómagahnokki hírðist inni á palli, ljós á húð og hár. Steig hjá lágum stokki stuttur brókarlalli, var svo vinafár. Líf hans var til fárra fiska metið. Furðanlegt, hvað strákurinn gat étið ...“ – ljóðið „Þá var ég ungur“ þekkja margir. „Þetta var skemmtileg barnæska; ég gekk í Hlíðaskóla þar sem nú er leikskólinn Hlíðaborg við Eskihlíð, aðalkennari okkar var Ármann Kr. Einarsson barnabókahöfundur, og hann prufukeyrði á okkur frægar bækur sínar um „Árna í Hraunkoti“. Svo var það Austurbæjarskóli, Langholtsskóli, og í Vogaskóla varð ég formaður nemendafélagsins þar. Þar tók ég landspróf og varð næsthæstur, en


9


eftir það fóru menn að fá sér í glas og í byrjun menntaskóla fóru einkunnir að dala og þurftum við feðgarnir að eiga um það alvarlegan fund í stofunni heima. Og þá fór þetta að lagast á ný. Í MR var ég í stærðfræðideild og lenti í bekk með öllum bestu námsmönnum árgangsins; Þórarni Hjartarsyni, Páli Ammendrup, Snorra Kjaran, Stefáni Erni Stefánssyni, Karli Tryggvasyni, Hjörleifi Stefánssyni og fleirum. Ég stundaði ekki mikið félagslífið í MR því að frístundum eyddi maður í Glaumbæ, þeim magnaða skemmtistað. Þar hélt ég mig mikið með miklum gleðimönnum sem spiluðu handbolta með ÍR – það voru til dæmis þeir Þórarinn Tyrfingsson, Gústi Svavars, Vilhjálmur Sigurgeirsson og Ásgeir heitinn Elíasson. Þórarinn varð síðar mikill kraftaverkamaður í að losa fólk við áfengisböl eins og allir vita; sjálfur hætti hann 1978, og það fór svo að ég fór að dæmi hans ári síðar, var í viku á Silungapolli og hef ekki bragðað áfengi síðan.“ Ég spurði Jón Steinar um aðra skólafélaga í MR, hélt kannski að þar hefði hann kynnst Matthildingum, þar á meðal Davíð Oddssyni sem hann oft hefur verið tengdur við. „Nei, þannig var það nú ekki, Davíð útskrifaðist held ég þremur árum á eftir mér – við kynntumst ekkert fyrr en síðar, í lögfræðinni. Ég hef nefnt nokkra bekkjarfélaga minna. Aðrir sem ég umgekkst voru Jón Jónasson, sem nú er látinn, Guðmundur Sigurjónsson, Andrés Sigurðsson, Ingvar Guðnason og Alexander Valdimarsson. Þess má geta að skáldið Sigurður Pálsson sem nú er að gefa út minningarbók, aðallega frá árunum í MR, útskrifaðist með mér. Ég fylltist miklum áhuga á líffræði í MR og gekk vel, og var að hugsa um að fara kannski í læknisfræði. En fór svo, kannski fyrir tilviljun, í lögfræði, og það hentaði mér vel. Þar kynntist ég Finni Torfa Stefánssyni, sem síðar varð um hríð alþingismaður fyrir kratana, og við urðum miklir vinir, leigðum saman kjallaraíbúð á Oddagötu. Hann var í hljómsveitinni Óðmönnum og fæst nú við alvarlegar tónsmíðar, vinátta okkar hefur haldist alla tíð. Baldri vini mínum Guðlaugssyni kynntist ég einnig og við opnuðum svo saman lögmannsstofu. Þarna var líka Ólafur Gústafsson, en hann hefur verið vinur minn og stuðningsmaður alla tíð síðan. Svo var Guðmundur Sigurjónsson skákmeistari í vinahópnum og Árni Kolbeinsson, síðar meðdómari í Hæstarétti. Gaukur Jörundsson var kennari við deildina og hann réð okkur Árna Kolbeins til að aðstoða sig við kennsluna. Hann fékk svo leyfi í eitt ár og fékk þá mig til að leysa sig af á meðan, svo að ég varð dósent; það var mér mikils virði og hvatning. Ég var genetískur hægrimaður, foreldrar mínir studdu bæði Sjálfstæðisflokkinn þótt pólitík hafi ekki verið mikið rædd á heimilinu. Á háskólaárunum gekk ég í Heimdall, og fór að aðhyllast hugmyndir um að við sem einstaklingar eigum að taka ábyrgð á gjörðum okkar en að hlutverk ríkisins eigi fyrst og fremst að vera að vernda einstaklingsfrelsi borgaranna.“ Eins og flestir vita er Jón Steinar mælskur maður, svo ég spurði hvort það hefði ekki legið í loftinu að hann sneri sér að stjórnmálum? „Jú, það gerði það nú reyndar, en segja má að ég hafi hafnað því að gerast pólitíkus, kannski skynjaði ég eitthvert fláræði í stjórnmálunum. Eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins 1971 gerði ég upp við mig að ég vildi fást við lögfræði en ekki pólitík. Ég hélt erindi á fundinum og menn vildu styðja mig til framboðs í miðstjórn og svona, en ég hef ekki séð eftir því að hafa ákveðið að einbeita mér að lögfræðinni; því fylgja ákveðin forréttindi að hafa alltaf getað sagt hug sinn án þess að vera bundinn á klafa einhverrar flokkslínu. Enda hef ég oft, þótt margir virðist halda annað, viðrað skoðanir alveg án þess að hafa áhyggjur af því hvort einhver flokksforysta er sammála mér – Davíð Oddsson hefur á sínum ferli stundum tekið þátt í ýmsu sem ég hef ekki verið hrifinn af, og þá hefur vinurinn fengið að heyra það. Í mér er einhver bardagamaður, og því hefur hentað vel að vera málflytjandi. Enda gegndi ég því starfi 1974-2004 og barðist þá fyrir mitt fólk í dómssölum. Tók að mér ýmis óvinsæl mál, þar sem almenningsálitið var á móti, eins og mál Magnúsar Thoroddsen, Hafskipsmálið og hið svokallaða prófessorsmál. Kannski er í dómsmálum frekar leitað til manna þar sem reiknað er með að hjarta þeirra

10

slái með. Og í málum eins og prófessorsmálinu, sem snerist um að hann var sakaður um kynferðislega misnotkun gegn dóttur sinni, sló hjarta mitt með rétti manns til að fá sanngjarna dómsmeðferð, eins og er réttur hvers einstaklings, sama hvað þeir eru ásakaðir um.“ Í hinni nýju bók Jóns Steinars, „Í krafti sannfæringar“, er kafli sem heitir „Grunnviðhorf “ og þar segir meðal annars: „Einnig er sérstök ástæða til að nefna annan þátt, sem að mínum dómi er óaðskiljanlegur hluti af þeirri lífsskoðun sem hér er lýst, en það er virðing fyrir öðru fólki og skilyrðislaus viðurkenning á rétti þess til að haga eigin lífi á þann hátt sem það sjálft kýs, eins lengi og það skaðar ekki aðra. Mannfólkið er fjölbreytilegt og einstakir menn hafa ólíkar kenndir, hvatir og langanir í lífinu. Allir eiga þar að mínum dómi sama rétt. Ekkert okkar hefur heimild til að sitja yfir hlut annarra með því að bjóða og banna, eins og sumir vilja sífellt gera. Sumir vilja flokka mannfólkið eftir þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, gáfum eða hverju því öðru sem greinir einn mann frá öðrum og láta menn njóta misjafns réttar eftir því hverjum þessara „flokka“ þeir tilheyra. Til þess hafa menn ekki heimild af þeirri einföldu ástæðu að einn á ekki að ráða neinu um einkahagi annars. Svo einfalt er það.“ Mörg okkar eru Jóni Steinari ósammála um ýmislegt, en um þetta grunnviðhorf ættu þó flestir sæmilega þenkjandi menn að geta verið sammála. Kynni okkar Jóns Steinars hafa verið allnokkur í gegnum tíðina; stundum höfum við skrifað greinar með andstæðum sjónarmiðum í blöð, en það var jafnan í kurteisi, og ef við hittumst heilsumst við jafnan glaðlega, enda var honum gefin létt lund, eins og hann segir í bókinni. Einu sinni hringdi hann í mig því hann taldi að grein sem ég birti í blaði hefði verið svar við annarri sem hann hafði birt daginn á undan, og hann taldi mig hafa misskilið. Þá var ég staddur í sumarbústað úti á landi og hafði engin blöð séð, heldur ekki grein hans, svo við hlógum að því að hafa tekist að vera ósammála samt. Þó gat maður líka verið rækilega sammála Jóni Steinari. Í bókinni „Deilt á dómarana“ sem út kom 1987 er meðal annars greinargóð umfjöllun um hið svonefnda Spegilsmál, þegar lögregla gerði upptæk öll eintök af gríntímaritinu Speglinum, sem Úlfar Þormóðsson ritstýrði. Við forystufólk í Rithöfundasambandinu – sjálfur var ég varaformaður þegar bókin kom út en varð formaður ári síðar – töldum að í þessu máli hefði verið gerð alvarleg aðför að mál- og prentfrelsi, og okkur þótti mikilsvert að sjá og lesa að mikilsvirtur hæstaréttarlögmaður, og úr sjálfu „establissmentinu“ að flestra áliti, skyldi vera á sama máli og við, og rökstyðja það jafn kröftuglega. Seinna hringdi Jón í mig og bað mig um að halda ræðu á aðalfundi knattspyrnuklúbbsins „Lunch United“. Ég féllst á það með því skilyrði að fá þá líka að koma á knattspyrnuæfingar klúbbsins, og þar með urðum við félagar á þeim vettvangi. Jón Steinar var þá farinn að kenna til í hnjám og sagðist vera með læknisvottorð upp á að þurfa ekki að spila vörn, og sem betur fer var hann lunkinn við mark andstæðinganna og skoraði drjúgt. Svo hætti hann fáeinum árum síðar, og það urðu við það nokkur viðbrigði í búningsklefanum fyrir og eftir æfingar því að hann með sinni kraftmiklu rödd, miklu mælsku, og þar sem hann dró aldrei af sér, hafði lengst af verið frummælandi og málshefjandi í flestum hinum spaklegu samræðum sem fóru fram á nefndum vettvangi. „Já, það var gaman í Lunch United,“ segir Jón Steinar, „enda læt ég þess félags að góðu getið í bókinni. Þar nefni ég af handahófi nokkra menn úr þeim stóra hópi, en gleymdi að minnast á að Ellert Schram var þar þegar ég byrjaði að mæta á æfingar. Sem er óverðskuldað, því að það var ekki lítið gagn af stoðsendingunum frá Ellert. En af því þú nefnir bókina „Deilt á dómarana“, en það hefur lítið tíðkast meðal lögmanna að gagnrýna dóma eftir að þeir hafa verið kveðnir upp, þá verð ég að segja að þótt ég sé stríðsmaður þá hef ég tapað málum, og séð eftir á að það var réttur dómur. Það er eðlilegt að tapa málum, nema þegar maður telur að dómurinn sé augljóslega rangur. Og það er bjargföst skoðun mín að dómsvald sé ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað vald. Dómsvald er auðvitað þýðingarmikill hluti ríkisvalds, og ríkisvald á að þola gagnrýni. Samanber Spegilsmálið.“ (Sem Jón Steinar hafði vel að merkja engin afskipti af á dómsstigi.) „Lögreglan fór og sótti blaðið! Það sem menn skrifa geta þeir þurft að bera ábyrgð á fyrir dómi, en þetta var alger lögleysa!“


11


Í hinni nýju bók Jóns Steinars, „Í krafti sannfæringar“, er einhver lengsti og veigamesti kaflinn um skipun hans í Hæstarétt og veru hans þar. Og ljóst að það mál brennur á honum. Rétt er að vísa til bókarinnar um það málefni, en það blasir við að hann telur, og rökstyður, að þeir dómarar sem sátu í réttinum hafi snúist gegn sér þegar hann sótti um dómarastöðu í Hæstarétti, reynt að fá aðra til að sækja gegn honum og tekið upp nýjar aðferðir við að raða mönnum eftir hæfni í dóminn. Meðal annars voru þættir sem höfðu verið taldir mönnum til tekna er síðast á undan var valið í dóminn, eins og málflutningsreynsla og kunnátta í réttarfari, sem Jón Steinar hafði kennt sem aðalnámsgrein í starfi sínu sem prófessor við Háskólann í Reykjavík árin á undan, ekki taldir Jóni Steinari til neins gagns. Að sama skapi kemur fram að hann taldi sig einangraðan í hópi dómara réttarins og að þeir hafi gert sér far um að sniðganga hann á ýmsan hátt. Í grein eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur sem birtist hér í Mannlífi fyrir tveimur árum er þessi staða í réttinum dregin upp og ég spurði Jón Steinar hvort myndin sem þar birtist væri kannski rétt? „Já, það má segja að hún greini að mörgu leyti rétt frá - að öðru leyti en því að hún stillir þessu upp eins og þarna hafi verið pólitískar andstæður, sem er ekki rétt. Enda mjög sjaldgæft að það reyni á pólitískan ágreining í dómsmálum. Það sem er frekar hægt að segja er að menn hafi greint á um málsmeðferð, ég vildi gera meiri kröfur til réttarheimilda og taldi dómara ekki hafa leyfi til að dæma eftir öðru en gildandi reglum. Já, ég fann fyrir óvild strax og ég sótti um, og ég var hafður utangarðs. Dómarar í réttinum beittu sér meira að segja fyrir því að reglum um skipan forseta réttarins yrði breytt í því skyni að koma í veg fyrir að ég tæki það sæti. En að í þessu hafi verið einhver pólitík er af og frá, enda veit ég ekki um önnur stjórnmálaviðhorf þeirra dómara í réttinum sem ég nafngreini og vildu ekki hafa mig með en að þeir hafi kannski verið taldir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Og því má bæta við að þeir voru allir skipaðir í dóminn af dómsmálaráðherrum úr röðum Sjálfstæðismanna.“ Þú greinir mjög nákvæmlega frá þessum málum í bókinni og manni finnst einhvern veginn eftir að hafa lesið hana að það standi upp á þá sem þar eru nafngreindir að svara fyrir sig. Hefurðu fengið einhver viðbrögð? Eru þeir kannski bundnir þagnarskyldu sem dómarar?

12

„Nei, ég hef engin viðbrögð fengið, ekki snefil. Og það er ekki út af þagnarskyldu, því að allir þeir dómarar sem stóðu að aðgerðunum gegn mér árið 2004 eru á lífi, og hafa að einum undanskildum látið af störfum. Þeir hafa því óskert málfrelsi til að svara mér hafi þeir einhver svör. Ég hef með sjálfum mér ímyndað mér að viðbrögð muni kannski koma seinna, sem árásir á mig, en hef ekki hugmynd um hvað það verður, enda vita bæði þeir og ég, að það sem stendur í bókinni er allt satt og rétt. En ég hef fengið notaleg og jákvæð viðbrögð úr hópi lögmanna og starfandi héraðsdómara; margir hafa hrósað bókinni og lýst sig sammála. Með frægustu málum sem Jón Steinar hefur verið viðriðinn á síðari árum eru Baugsmálin, en margir telja að þar hafi verið um að ræða einhverskonar pólitíska aðför að Baugsfeðgunum og þeirra fyrirtækjum. „Það er af og frá. Ég hafði engin kynni af Baugsfeðgum, nema ég kannaðist við Jóhannes sem athafnamann; hann var kannski dálítið frumstæður, en bara fínn maður. Og ég hafði aldrei verið viðriðinn neina flokkadrætti í viðskiptalífinu. En það var leitað til mín um að taka að mér mál Jóns Sullenberger, og það var mál af því tagi sem hefur alltaf höfðað til mín; þarna var einstaklingur á móti miklu veldi. Annað var það nú ekki. Svo gerist það að Styrmir Gunnarsson fer að hjala um í persónulegum tölvupóstum til Jónínu Benediktsdóttur, sem Fréttablaðið komst einhvern veginn yfir, að ég sé lojal við Davíð Oddsson. Sem kom málinu ekkert við! Þetta var eitthvert koddahjal. Baugsmenn gripu þetta á lofti til þess að sýna að hér væri um pólitíska aðför að ræða; að málið reki þessi maður sem allir viti að sé persónulegur vinur Davíðs Oddssonar. Og Jón Ásgeir ákveður að búa til úr þessu samsæri. Þetta gerist á sama tíma og dómurum Hæstaréttar finnst sér misboðið með því að Ólafur Börkur Þorvaldsson, frændi Davíðs, hafði verið skipaður í réttinn. Og hugarástandið í þjóðfélaginu verður til þess að Baugsmálin fara eins og þau fara, megninu er vísað frá dómi vegna tilbúinna formsatriða sem síðan hafa engu máli skipt þegar sambærileg mál hafa komið til kasta réttarins. En að lokum vil ég segja að það var þungu fargi af mér létt þegar ég var búinn að skrifa bókina. Nú er ég búinn að skila mínu uppgjöri fyrir þetta lífshlaup og þennan tíma. Hér liggur það fyrir, og þeir sem vilja víkja að mér góðgæti geta gert það út frá þessu uppgjöri. Ég hef allt of lengi þurft að sitja undir dylgjum um að hafa misfarið með þetta vald. Dómsvaldið, sem ég ber gífurlega virðingu fyrir og tel ofar öllu. Enginn hefði nokkurn tíma getað fengið mig til að misbeita því valdi.



Texti: Jón Kristin Snæhólm

Reykjavík-Bogota Eitt af erfiðustu viðfangsefnum nútímans er baráttan við fíkniefnin. Neysla, framleiðsla og innflutningur fíkniefna eykst jafnt og þétt hér á landi sem og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn og lögregluyfirvöld standa ráðþrota frammi fyrir fíkniefnaiðnaðinum, enda löngu ljóst að hástemmdar yfirlýsingar stjórnmálamanna um fíkniefnalaust Ísland, eða lögreglunnar um alþjóðlegan árangur í baráttunni við fíkniefnin, eru hvorki reistar á rökum né tölfræðilegum upplýsingum. „Reykjavík dagsins í dag er að kafna í dópi,“ sagði einn af heimildarmönnum Mannlífs. „Ekki er bara nægt framboð á innfluttum fíkniefnum heldur er landið algerlega orðið sjálfbært varðandi eigin framleiðslu

Undirheimarnir og alþýðan

Á Íslandi eru tveir heimar. Í fyrsta lagi er hinn raunverulegi heimur hversdagslífsins þar sem fólk fer í vinnu, setur börnin sín í skólann, kaupir í matinn, stundar áhugamál sín og ræktar sinn heimagarð. Það fer að lögum og gætir þess að viðhalda þeim venjum og siðum sem viðhalda því þjóðfélagslega mynstri sem gerir okkur að þjóð. Í þessum skilningi eru flestir Íslendingar löghlýðnir og margoft er sagt í alþjóðlegum könnunum að hér búi ein hamingjusamasta þjóð í 14

á vinsælasta fíkniefninu, kannabis, og framleiðsla amfetamíns innanlands er að ná því magni sem innflutt er.“ Sannleikurinn er sá að hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum á Íslandi er mjög að veikjast og mun á endanum gjörsamlega tapast ef íslensk stjórnvöld fara ekki aðrar og róttækari leiðir í þessari baráttu. Í dag er auðveldara að ná í eitt gramm af hassi en í eitt kíló af harðfiski. Hví er svo komið og hvað þarf að gera ef menn eru sammála um að fíkniefni séu þjóðfélagslegt vandamál? Mannlíf hefur rannsakað hvar Ísland er raunverulega statt í þessum málum. Sagt er að sannleikurinn geri yður frjálsan. Í þessu samhengi mun það ekki gerast.

heimi og þrátt fyrir gagnrýnisraddir á heilsugæslukerfið, menntakerfið, félagslega kerfið og aðgang að auðlindum landsins telst hin íslenska þjóðfélagsgerð ein sú besta í heimi og fáir Íslendingar vilja skipta á þeirri íslensku og einhverri annarri þjóðfélagsgerð þjóðfélaga sem við berum okkur saman við. Hinn heimurinn er að mestu hulinn og rekinn af öðrum lögmálum, straumum og stefnum sem okkur eru huldar og framandi. Ekki nægir að yrkja ljóð, skjóta kvikmyndir né skrifa bækur til að fólk almennt nái því hvað þarna gerist eða hvaða lög og reglur gilda. Í

dag eru það nánast óskrifuð lög, eða óformlegur þjóðfélagssamningur, að þessir heimar láti hvor annan í friði þó að þær brýr sem þarna ná yfir séu skýrar og heyrumkunnar. Ef þú vilt fara yfir, þá ertu velkominn en oftast er sú leið þyrnum stráð og erfið. Þannig eru undirheimar Íslands breiðir inngöngu en mjög þröngir útgöngu. Ef menn vilja yfir til alþýðunnar tekur sú vegferð í raun allt lífið og afföllin eru mikil í mannskap talin. „Ég byrjaði að drekka tólf ára gamall og var orðinn handrukkari átján ára. Frá fyrsta sopanum til geðdeildar 33a á Landspítalanum er langur vegur en

þar er endastöðin, botninn á báðum heimunum þar sem þeir mætast. Lengra nærð þú ekki nema á botni grafarinnar. Lögmál undirheimanna eru grimm og miskunnarlaus. Þú borgar greiða með greiða. Ef þig vantar dóp, þá selur þú dóp og færð borgað í dópi, ef þú skuldar dóp þá annaðhvort borgar þú með peningum eða dópi, eða ferð í að rukka aðra sem skulda dóp. Þetta er „dirty bissness“. Þú veist aldrei fyrir hvern þú ert að vinna því sá sem upprunalega fjármagnaði dópinnflutninginn og síðan hinn sem kom því á götuna í sölu eru ekki einn


" Stórlaxarnir eru hinum megin í skjóli hins raunverulega heims eins og flestir þekkja hann" og sami aðilinn. Þú þekkir bara þann sem lætur þig fá efnið í smásöluna. Stórlaxarnir eru hinum megin í skjóli hins raunverulega heims eins og flestir þekkja hann. Þeir sem komast einhvern veginn að því hverjir það eru sem upprunalega fjármagna kaupin á efnunum sem innflutt eru, þ.e. kókaíni, amfetamíni, englaryki, e-töflum og sterum, eru óþægilega minntir á að sú vitneskja sé ekki áhugaverð. Þeir sem hóta að kjafta í lögregluyfirvöld til að losna undan skuldum kynnast garðklippunum, missa hné, fjölskyldumeðlimum er hótað eða þeir hreinlega hverfa. Þetta er í raun einfalt. Ef þú nærð því orðspori að vera töff og klár á hlutunum vinnur þú þig upp. Rukkun fer fram með hótunum um líkamlegar pyntingar. Þetta er fyrst erfitt en kemst síðan upp í vana og verður síðan tól til að koma þér á framfæri og öðlast traust. Því grófari sem þú ert, þeim mun meiri árangur og meiri virðing. Þessi heimur er lítill að því leytinu til að allt fréttist og skilaboð komast fljótt og skýrt til skila. Stundum er rafmagnsmeðferð árangursríkust ásamt puttaklippingum en oftast nægir að sýna fram á hvar börn eða aðrir ástvinir halda sig, sýna myndir af þeim eða flík í þeirra eigu. Okkur var alltaf illa

við að hóta óbreyttum borgurum en stundum þurfti það að gerast en það kostaði samskipti við lögreglu, fíknó, blaðaumfjöllun og afskipti stjórnmálamanna. Almenningur vill ekkert af okkur vita og fær ekkert af okkur að vita og við í undirheimunum viljum starfa óáreittir, innan okkar laga og reglna.“

Ógnarjafnvægi undirheima og ríkisvalds

Allt frá því að fíkniefni fóru að streyma til landsins hefur ríkisvaldið reynt að sporna við sölu, dreifingu og neyslu þeirra. Í fyrstu var innflutningur fíkniefna bundinn við íslenska námsmenn erlendis sem kynnst höfðu notkun þeirra á námsárum sínum, þá sérstaklega í Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir að eftirspurn eftir fíkniefnum jókst í landinu fóru menn að sjá skjótfenginn gróða í innflutningi þeirra, enda efni eins og hass og LSD í hávegum höfð meðal menntamanna og listamanna í Bandaríkjunum og Evrópu. Áfengi var bæði dýrt og litið hornauga, bjórinn bannaður og landinn því bruggaður af miklum móði til sjávar og sveita. Samgangur milli bandaríska varnarliðsins og

Íslendinga var mikill á áttunda áratugnum og mikið um að þar væri um fyrstu kynni heimamanna af neyslu og ræktun kannabisefna að ræða. Einnig opnuðust nýir heimar fyrir alþýðunni þegar samgöngur til útlanda urðu almennar og ekki einungis á færi efnamanna, embættismanna eða stjórnmálamanna. Sólarlandaferðirnar sem buðust öllum upp úr 1970 víkkuðu heimssýn Íslendinga í fleiri skilningi en einum. Ekkert mál var að smygla inn hverskonar efnum, enda íslensk tolla- og lögregluyfirvöld alls ekki í stakk búin að sporna við ört vaxandi fíkniefnaneyslu hér á landi. Allt flæddi inn. LSD-bréfsnifsi og unnið hass, þá hassolía, marijúana og hass í föstu formi kom í flugfarangri, með fiskiskipum og innflutningi í gegnum hafnir landsins og engin leið að koma í veg fyrir þessa nýju og arðbæru atvinnugrein. En hverjir voru það sem gátu fjármagnað kaupin á þessum forboðnu ávöxtum og flutt þá inn? Hvað var það sem Íslendingar framleiddu ekki en sóttu stíft í? Jú, tónlist og tískuföt. Og hvaðan kom sá varningur og hvar var hann unninn fyrir íslenska innflytjendur? Nánast allur tískuvörufatnaður var fluttur inn frá Bretlandi og

Bandaríkjunum og allur innflutningur á hljómplötum einnig þaðan. Bæði skapaðist þarna gámapláss, felustaðir og skjól fyrir gjaldeyrishöftum ríkisins til að flytja tiltölulega óáreitt inn það magn af fíkniefnum sem fullnægði eftirspurninni hér á landi. Markaðslögmálin giltu um þessi efni eins og annan varning. Framboð stýrði verði og því var miklivægt að halda nægjanlegum skorti til að verð héldist sem hæst. Þannig var það að þeir innflytjendur sem fluttu inn munaðarvarning í miklum mæli og borguðu hann fyrir fram eða höfðu kost á erlendum bankaviðskiptum, ásamt þeim sem seldu til erlendra aðila íslenska framleiðslu og áttu gjaldeyri erlendis, náðu að skapa grunninn undir þann íslenska fíkniefnaheim sem nú er nánast ósnertanlegur án þess að hinir háu aðilar alþýðunnar kæmu þar formlega að máli. Ekkert kusk á hvítflibbanum þar! Ný stétt atvinnumanna hafði skapast á Íslandi, heildsalar fíkniefna, smásalar og síðan handrukkarar. Fíkniefnaheimurinn hafði fengið sjálfstætt líf og bilið milli virðulegra heildsala sem í fyrstu fjármögnuðu fíkniefnakaupin erlendis og þeirra sem dreifðu og seldu hvarf með öllu þegar gjaldeyrir stóð öllum til 15


" En hverjir voru það sem gátu fjármagnað kaupin á þessum forboðnu ávöxtum og flutt þá inn?"

boða og innflutningur til Íslands þúsundfaldaðist á níunda áratugnum. Hins vegar er það morgunljóst að margur glottandi góðborgarinn hér á landi spígsporar um völlinn feitur og fínn vegna þess að afi gamli og pabbi góðfúslega lánuðu fjármagn og gámapláss í nafni fyrirtækja sinna til að eiga fyrir mögru árunum, eins og það var þá kallað í góðra vina hópi. Með aukinni umræðu og vitneskju um skaðsemi fíkniefna jókst þrýstingur almennings á stjórnvöld að nóg væri komið. Menntun lögreglumanna og tollayfirvalda fór að miðast við að uppræta þessa nýju innflutningsiðju og árangurinn lét ekki á sér standa. Í stað fregna fjölmiðla um upprætingu verksmiðja þar sem landi var bruggaður fóru að berast fréttir af stórfelldum fundum fíkniefna, þá bæði á Keflavíkurflugvelli og við hafnir landsins. Í um 90% tilvika var um fund kannabisefna að ræða og handtökur, varðandi hin efnin var einfaldlega gengið þannig frá hnútum að engin leið var að finna þau með góðu móti. Stórlaxarnir voru aldrei í fréttum og venjulegast voru það þeir einstaklingar sem fluttu efnin inn og sem dreifðu þeim sem sátu í súpunni og fundu fyrir refsivendi laganna. Stórlaxarnir voru annars staðar. Þeir sátu jafnvel 16

í virðulegum nefndum á vegum stjórnmálaflokka eða atvinnulífsins og vissu sjálfir ekkert í hvað stór hluti af fjármagni þeirra fór eða eftir hvaða leiðum það sem fjármagnað var komst til landsins. Undirheimarnir urðu skipulagðari og á endanum hvarf hin háa fjármögnunarstétt og við tóku einstaklingar sem eingöngu höfðu það að markmiði að fjármagna og dreifa fíkniefnunum sjálfir hér á landi. Markmið þeirra var að skapa hér sjálfstæðan heim fíkniefna sem algerlega færi eftir sínum eigin lögmálum og reglum og fengi að vaxa og dafna án afskipta ríkisvaldsins. Auðvitað kom það aldrei til greina að afskipti ríkisvaldsins yrðu engin. Það yrði aldrei samþykkt hjá almenningi en mest var um vert að samskipti undirheimanna og ríkisins væru fyrir fram ákveðin, leikreglur skýrar og heyrinkunnar þeim sem taka myndu þátt í leiknum. Stjórnendur undirheimanna og fjármögnunaraðilar gera ákveðna arðsemiskröfu á innflutning fíkniefna til landsins sem og á framleiðslu þeirra hér á landi. Stjórnmálamenn og lögregluyfirvöld þurfa og verða að sýna ákveðinn og stöðugan árangur í baráttunni við fíkniefnin. Hvernig er hægt að sætta þessar

augljósu þarfir undirheimanna og yfirvalda alþýðunnar? Hvernig geta allir þeir sem hagsmuna hafa að gæta af fíkniefnasölu og fíkniefnafári samræmt sjónarmið og stefnt að sama markmiði, þ.e. að blekkja almenning og ljúga því blákalt framan í hann að hér sé allt í stakasta lagi? Hvernig var ógnarjafnvægi markaðs fíkniefnanna og markmiða stjórnvalda gegn þeim komið á í landinu? Til þess að svara þessum spurningum skulum við setja upp eftirfarandi leikrit. Vitað er af báðum aðilum að fíkniefnamarkaðurinn í landinu er ákveðið mengi af stærð og samkomulag beggja aðila að halda því sem mest óbreyttu. Ef fíkniefnaheimurinn færir sig upp á skaftið þá kallar það á aukna umræðu og kröfu almennings um hertari aðgerðir og harðari dóma og því meiri útdeilingu almannafjár til málaflokksins. Stjórnmálamenn sitja því í súpunni. Vitað er að tiltölulega fáir einstaklingar sjá um og fjármagna innflutning á þeim efnum sem ekki eru framleidd hér heima og þeir hafa einfaldlega þróað með sér þannig leiðir innflutnings að það er áhættunnar virði að taka áföllum sem verða þegar sendingar hingað heim falla

fíkniefnalögreglunni í skaut. Hörðu efnin, svo sem kókaín, amfetamín og sterar, koma að mestu frá meginlandi Evrópu, kókaín frá Amsterdam í Hollandi og amfetamín frá Kaunas í Litháen. Ákveðnir seljendur þar sjá um Ísland og þekkja aðalkaupendurna og dreifingaraðilana frá Íslandi en það gerir fíkniefnalögreglan á Íslandi líka. Til að viðhalda nægu framboði fíkniefna í landinu og koma í veg fyrir offramboð og þar með lækkun verðs á þeim er ekki vel séð að nýir aðilar fari í þennan innflutning eða að einhver þeirra sem viðurkenndur er í bransanum fari í of stórtækan innflutning. Þegar nýr aðili kemur til Amsterdam eða Kaunas eða óvenjumikið magn er keypt til innflutnings þá grípur hið innra aðhald undirheimanna á Íslandi í taumana og tilkynnir beint til íslensku fíkniefnalögreglunnar um hvern er að ræða, hvernig fíkniefnunum sé ætlað að komast til landsins og hvenær. Fíkniefnalögreglan leggur svo hald á efnin, handtekur viðkomandi innflytjanda og fær hrós í fjölmiðlum og frá almenningi og stjórnmálamönnum fyrir einkar frábær og fagleg vinnubrögð. Oft er minnst á alþjóðlegt samstarf lögregluyfirvalda margra landa og –


" Hvernig var ógnarjafnvægi markaðs fíkniefnanna og markmiða stjórnvalda gegn þeim komið á í landinu?"

ALLIR GRÆÐA

Einn viðmælandi Mannlífs innan undirheimanna fullyrti „að nú er það aðalhlutverk fíknó og íslenskra lögregluyfirvalda almennt að hindra að ofbeldið, sem viðgengst innan undirheima landsins, nái inn í daglegt líf hins almenna Íslendings og haldist innan þeirra vébanda þar sem almenn sátt milli yfirvalda og undirheima ríkir“. Gerð er sú óopinbera krafa að undirheimarnir afgreiði sín mál sem mest sjálfir. Baráttan við innflutning og dreifingu fíkniefna til Íslands er í raun töpuð og raunveruleikinn sá að halda þessum tveimur heimum sem mest aðskildum. „Við viljum sjá um okkar mál sjálfir, enda enginn áhugi á því að fara í stríð við lögregluna. Það er gott að hin almenna lögregla sé ekki vopnuð vegna þess að á meðal okkar eru einstaklingar sem myndu ekki hika við að vopnast til að verja sína hagsmuni. Það er nóg til af skotvopnum í undirheimunum og við kunnum að nota þau. Þessi samvinna undirheimanna og íslenskra lögregluyfirvalda er að líða undir lok, ekki það að báðir aðilar vilji að henni ljúki, heldur er sannleikurinn sá að menn hafa misst tökin á því óopinbera ógnarjafnægi sem ríkt hefur hér á landi sl. 10

til 15 ár. Ísland er orðið sjálfbært varðandi kannabisframleiðslu. Innflutningur á kannabis er fyrir þó nokkru aflagður, enda Ísland komið í fremstu röð þjóða í framleiðslu á hágæðakannabisefnum. Íslenskt hass er nú talið eitt það besta í heimi. Allir geta nú nálgast hágæðahass, enda skammt síðan að aðferðir við ræktun og dreifingu og neysla þess varð nokkuð almenn í landinu. Í gamla daga gátu nánast allir bruggað bjór og landa, í dag geta allir sem vilja ræktað hass til einkanota og sölu og því miður fór fíkniefnaheimurinn í mjög öfgafullar aðgerðir eftir að stóru ræktunarstöðvarnar liðu undir lok.“

Hvað er það sem koma skal?

Eftir að nánast varð ógerlegt að smygla hassi til landsins vegna hertra aðgerða lögregluyfirvalda og þess hve efnið var óarðbært í sölu fóru undirheimarnir að huga að öðrum efnum. Eftirspurnin eftir hassinu var þó alltaf stöðug og einstaklingar, sem sóttu í efnið, mynduðu markað sem varð að fullnægja. Menn höfðu uppgötvað að í raun var innflutningur á hassfræjum löglegur vegna almennrar ástar íslenskra barna á páfagaukum. Í fóðri þeirra var og

eru hassfræ að finna. Hverjum hefði dottið það í hug að Goggi og Snælda hafi gert uppátækjasömum íslenskum hasshausum kleift að hefja eigin framleiðslu, fram hjá harðsvíruðum íslenskum eiturlyfjabarónum. Svar undirheimanna var að hefja stórfellda hassframleiðslu í sveitum landsins, fjær þéttbýli. Mikill og tíður stuldur á öflugum gróðurhúsalömpum íslenskra ylræktarbænda benti til þess að mikil innanlandsframleiðsla væri hafin. Gallinn á gjöf Njarðar var sá að umfangið var það augljóst að erfitt var að fela hinn nýja landbúnað fyrir árvökulum augum íslenskrar sveitalögreglu og hinum forna bústólpa sem ekki þoldi gripdeildir né samkeppni undirheimanna í íslenskum landbúnaði. Tekið var þá til þess ráðs að flytja framleiðsluna inn í þéttbýlið, íbúðir og einbýlishús keypt eða leigð undir starfsemina, en sú framleiðsla var þeim annmörkum háð að þefvísir nágrannar hasshirðanna beindu lögreglunni og hundum þeirra á ræktunarstaðina, framleiðendum til mikils tjóns og ama. Til að minnka áhættuna sem stafaði af tiltölulega fáum en stórum ræktunarstöðum í höfuðborginni og nágrannasveitarfélögum hennar var nýtt kerfi fundið upp sem felst í því að

riðla allri skipulagðri eiturlyfjasölu og ræktun í landinu og innan fárra ára skapa glundroða í íslensku samfélagi. Þetta tiltölulega nýja kerfi felst í því að komið hefur verið upp neti kannabisræktenda út um allt land, þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sem rækta fáar plöntur á heimilum sínum gegn hóflegri greiðslu. Tíu plöntur á hundrað heimilum gera þúsund plöntur, þúsund heimili með tíu plöntur gera tíu þúsund plöntur. Aðalatvinna stjórnenda hins íslenska kannabismarkaðar er í fyrsta lagi að safna uppskerunni saman og í öðru lagi að vinna úr hráefninu eftir þörfum markaðarins. Margar litlar og ósýnilegar kannabisframleiðslustöðvar vinna dag og nótt í þéttbýlinu við þessa iðju þegar þessar línur eru skrifaðar. Hass-sendlar eru á ferðinni dag og nótt og ná í litla uppskeru hér og þar frá heimilum sem drýgja vilja tekjurnar. „Gera nokkrar hassplöntur einhverjum nokkurt mein?“ spyrja einstæðir foreldrar, fátækir námsmenn, láglaunafólk eða bara hver sá sem sér ekkert að því að leggja þessum nýja „blómlega“ iðnaði lið. Hið hræðilega við þessa útbreiðslu framleiðslunnar er að hún auðveldar aðgengi og því neyslu aldurs- og þjóðfélagshópa sem annars hefðu 17


haft mikið fyrir því að komast yfir kannabisefni fyrir nokkrum árum. Litlu ræktendurnir í Æsufellinu, Tröllakórnum, Fannborginni, Stúdentagörðunum, Ægisíðunni eða bara hvar sem er hafa nú þekkinguna til að rækta og framleiða afurðir úr kannabisplöntunni sem eru á heimsmælikvarða og veitir hinum innfluttu og harðari efnum fulla samkeppni, sérstaklega þar sem kaupmáttur einstaklinga í öllu þjóðfélaginu hefur minnkað, bæði í styrk og verði. Íslenska hassið er nú talið eitt það besta í heimi og mun ódýrara er að neyta þess en t.d kókaíns. Ekki má heldur gleyma þeirri samfélagslegu staðreynd að mun meiri þolinmæði og skilningur er fyrir neyslu kannabisefna, ekki bara í íslensku samfélagi heldur almennt í heiminum og þarf ekki nema að benda á Kristjaníuhverfið í Kaupmannahöfn, Mekku margra íslenskra hasshausa, og Sódómu norðursins, Amsterdam. Sannleikurinn er sá að nú í dag eru orðnir það margir mjög virkir ræktendur og framleiðendur kannabisefna í höfuðborginni að framboðið mun lækka verðið til muna og því verður að stækka markaðinn. Grunnskólarnir og félagsmiðstöðvarnar eru nú hin nýju markaðssvæði og bæði gæði efnanna og mengun þeirra með sterkari ávanabindandi efnum viðheldur virkum neytendahópi og stækkar hann daglega. Internetið og fésbókin eru hin nýju markaðssölutæki. Það eru engir skuggalegir sölumenn á skólalóðunum eða í félagsmiðstöðvunum. Nei, þeir eru inni í herbergjum barna og unglinga Íslands, inni á heimilum hins venjulega Íslendings. Þar er talað tungumál sem flestir foreldrar hreinlega ekki skilja. Skólarnir og hið félagslega umhverfi kringum þá þjónar því hlutverki að kynna hvar og hvernig er hægt að komast yfir efnin og hversu skaðlaus þau í eðli sínu eru. Áróðurinn er alls staðar og ekki spurning um hvort heldur hvenær algert stjórnleysi með offramboði kannabisefna og þá harðari efna í leiðinni tröllríður þjóðinni. Undirheimarnir og alþýðan er að renna saman í eina heild þar sem húsmóðirin á Háleitisbrautinni selur 18

og dreifir hágæðahassi til unglinga í hverfinu, líkt og hann Lárus í Lönguhlíðinni sauð landa og seldi úr kjallaranum fyrir fjörutíu árum síðan. Íslensk stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir þessari þróun. Aðgengi allra þeirra sem vilja fíkniefni er algert, bæði hvað varðar kannabisefni og sterkari efni. Ísland er orðið sjálfbært og með sérstöðu í kannabisræktun og er á góðri leið með að verða það á sviði framleiðslu amfetamíns og annarra örvandi efna. Þekkingin og framleiðslan er þegar fyrir hendi. Hvenær hefst útrás íslenskrar eiturlyfjaframleiðslu eða er hún þegar hafin til annarra landa? -Er Reykjavík að verða Bogota norðursins? - Er þetta það sem koma skal?

„Gera nokkrar hassplöntur einhverjum nokkurt mein?“ spyrja einstæðir foreldrar, fátækir námsmenn, láglaunafólk eða bara hver sá sem sér ekkert að því að leggja þessum nýja „blómlega“ iðnaði lið."


húðvörurnar innihalda lífvirk efni sem stuðla að náttúrulegri fegurð húðarinnar. Efnin hafa framúrskarandi andoxunarvirkni í frumum, þau stórauka kollagenframleiðslu og hindra niðurbrot byggingarefna húðarinnar. Sérvalin innihaldsefni, íslensk þróun og framleiðsla.


Var kókaínneysla

meðal orsakavalda hrunsins – einnig á Íslandi? Prófessor David Nutt segir að fjármálakrísan hafi orðið vegna þess að of margir bankamenn hefi neytt kókaíns. Bankamennirnir hafi verið fullir sjálfsöryggis vegna neyslunnar og tekið of mikla áhættu. Kókaín hafi passað fullkomlega við menningu þeirra í aðdraganda hrunsins, þ.e.a.s. hraða og spennu og að stækka mikið og ört í viðskiptum.

Prófessor David Nutt er heimsþekktur breskur vísindamaður og sérfræðingur um vímuefnamál. Hann hefur fullyrt að kókaínneysla bankamanna og annarra kaupsýslumanna hafi verið ein af ástæðum fjármálakrísunnar. „Spennufíkn, græðgi og kókaín er ekki góður kokteill,“ sagði hann í viðtali við The Sunday Times hinn 14. apríl 2013. Þetta þrennt einkenndi að hans sögn lifnaðarhætti margra kaupsýslumanna í aðdraganda efnahagserfiðleikanna á Vesturlöndum sem hófust á árunum 2007-2008. Fjölmargir vísindamenn hafa tekið í sama streng. Einn þeirra, Dr. Chris Luke, sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Cork á Írlandi, fullyrti í samtali við írska dagblaðið The Irish Examiner hinn 16. desember 2010, að „forystumenn í írskum fjármálum og stjórnmálum 20

tóku óskynsamlegar ákvarðanir og voru með megalómaníu (mikilmennskubrjálæði) vegna neyslu kókaíns.“ Frá Bandaríkjunum hafa löngum borist fregnir af mikilli kókaínneyslu á Wall Street í aðdraganda hrunsins. Skrifstofa fjársvikarans Bernie Maddoffs var t.d. þekkt undir nafninu „norðurpóllinn“ vegna hins mikla magns kókaíns, sem þar var að finna. Staðhæfingar um kókaínneyslu íslenskra bankamanna og annarra kaupsýslumanna hafa ekki farið hátt í opinberri umræðu um orsakir hrunsins hér á landi. En er ástæða til að ætla að þeir hafi verið saklausari í þessum efnum en starfsbræður þeirra á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum? Kókaín er örvandi efni sem leiðir til aukins sjálfstrausts og áhættusækni.

Sumir neytendur verða málgefnir og sannfærandi. Neyslunni getur fylgt aukin skerpa, líkamleg og andleg orka, en um leið dómgreindarbrestur og eirðarleysi. Að sjálfsögðu höfðu græðgi, sjálfselska, vanþekking, heimska, frekja og yfirgangur mikið að segja í aðdraganda hrunsins. Margt af því sem rakið er í Rannsóknarskýrslu Alþingis ber keim af slíkum þáttum. Er mögulegt að kókaín hafi komið við sögu í einhverjum fjárfestingum íslenskra kaupsýslumanna og bankamanna á árunum fyrir hrun? Þeir tilheyrðu þeim kúltúr sem var allsráðandi hjá kollegum þeirra í Lundúnum, New York og Lúxemborg. Næturklúbbarnir, veitingahúsin og barirnir, sem Íslendingar í viðskiptaerindum erlendis stunduðu af miklum krafti voru löðrandi í áfengi, kókaíni og öðrum fíkniefnum.

Prófessor David Nutt flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands hinn 15. september sl. þar sem hann gagnrýndi m.a. tvískinnungshátt breskra yfirvalda gagnvart vímuefnum. Hann var formaður ráðgjafanefndar breskra stjórnvalda um misnotkun vímuefna (Advisory Council on the Misuse of Drugs) á árunum 2008-2009. Hann lenti í útistöðum við stjórnvöld vegna skoðana sinna á því hvernig flokka beri vímuefni og um hættuna af notkun ákveðinna tegunda þeirra. Alan Johnson, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, vék honum úr ráðinu árið 2009. Sú aðgerð dró þó á engan hátt úr kraftinum í málflutningi prófessorsins heldur hefur hróður hans aukist ef eitthvað er í kjölfarið. Nutt er nýkjörinn forseti Evrópska heilarannsóknaráðsins (European Brain Council), prófessor í tauga- og geðlyfjafræði og formaður geðlyfjafræðihóps við rannsóknardeild Imperial College í London. Þá er hann forseti Óháðu vísindanefndarinnar um vímuefni (ISCD), forseti Evrópuháskólans í taugageðlyfjafræði (ECNP) og nýkjörinn forseti Sambands breskra taugavísindamanna, svo fátt eitt sé nefnt af trúnaðarstöðum hans á vísindasviðinu, innan Bretlands og í alþjóðlegu samstarfi. Að auki hefur hann ritstýrt tímaritinu The Journal of Psychopharmacology í rúman áratug.



FYRIR 50 ÁRUM ... Teiknimyndirnar um Tomma og Jenna hófu göngu sína á CBS-sjónvarpsstöðinni þann 25. september.

Þann 8. mars stigu fyrstu 3500 bandarísku hermennirnir á land í Suður-Víetnam. Þeir voru búnir til bardaga en var þó aðeins ætlað að standa vörð um mikilvægan flugvöll í Da Nang en var ekki ætlað að taka þátt í bardögum. Þetta breyttist vitaskuld allt og við tók blóðug styrjöld sem hvílir enn sem mara á bandarískri þjóðarsál. Í mars varð Nicolae Ceaușescu aðalritari Kommúnistaflokks Rúmeníu. Hann stýrði landinu með harðri hendi til 1989 en í desember það ár urðu mótmæli gegn ógnarstjórn hans að byltingu. Hann reyndi að flýja en var handsamaður ásamt eiginkonu sinni, Elenu. Þau voru leidd fyrir dóm í snatri þar sem þau voru fundin sek um þjóðarmorð og hryðjuverk og voru í kjölfarið leidd fyrir aftökusveit. Í apríl kom James Bond-bókin The Man

Þann 14. apríl voru Richard Hickock og Perry Smith hengdir fyrir að hafa myrt fjóra meðlimi Herbert Clutter-fjölskyldunnar. Truman Capote sagði sögu þeirra í bók sinni In Cold Blood.

Þann fyrsta ágúst voru sígarettuauglýsingar bannaðar í bresku sjónvarpi. Vísindaskáldsagan Dune, eftir Frank Herbert, var gefin út 1965. Leikstjórinn David Lynch átti síðar eftir að kvikmynda hana, árið 1984.

Sendu Bítlarnir frá sér breiðskífuna Help!, í ágúst. Þann 15. þess mánaðar héldu þeir svo fyrstu tónleikana á íþróttaleikvangi í sögu rokksins þegar þeir léku fyrir 55.600 manns á Shea Stadium í New York.

Í október tilkynnti Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, að Che Guevara hefði sagt af sér og væri farinn úr landi.

ÁRIÐ 1965 FÆDDUST ...

ÁRIÐ 1965 LÉTUST ...

J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter.

Breska ljóð- og leikskáldið T. S. Eliot, 76 ára að aldri, Winston Churchill, 90 ára, söngvarinn Nat King Cole, 49 ára. Þá var andófsmaðurinn Malcolm X myrtur í New York, 39 ára gamall.

Leikararnir Robert Downey Jr. og Charlie Sheen, Sarah Jessica Parker og Elizabeth Hurley. Þau verða því öll fimmtug 2015.

22

with the Golden Gun út í fyrsta sinn, átta mánuðum eftir dauða höfundarins, Ian Flemings.

Eins og gítarleikarinn Slash og þáttastjórnandinn og strigakjafturinn Piers Morgan.

Gamanleikarinn Stan Laurel, sá mjói í Gög og Gokke-dúettinum, lést af völdum hjartaáfalls, 74 ára gamall.

Snyrtivöruframleiðandinn Helena Rubinstein, sem fæddist 1870, féll einnig frá og hesturinn Trigger, hinn tryggi fylginautur kúrekans Roy Rogers, drapst.


Var hrollurinn Repulsion, eftir Roman Polanski, frumsýndur. Jane Fonda og Lee Marvin fóru á kostum í grínvestranum Cat Ballou.

Leikstjórinn Russ Meyer, sem gerði út á brjóstastórar leikkonur, bauð upp á bíla- og slagsmálahasarinn Faster, Pussycat! Kill! Kill!

Reið Clint Eastwood um héruð í sínum öðrum spaghettívestra, For a Few Dollars More. Lék Sean Connery James Bond í fjórða skipti í Thunderball. Lék Peter Cushing hinn lífseiga og dáða tímaflakkara Doctor Who í Dr. Who and the Daleks.

FYRIR 100 ÁRUM ...

ÁRIÐ 1915 FÆDDUST ... Sovéska skyttan Vasily Zaitsev en hann gat sér frægð fyrir ótrúlega færni með riffilinn í umsátrinu um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Þá felldi hann frá 10. nóvember til 17. desember 1942 225 hermenn Þjóðverja og þar af ellefu leyniskyttur óvinarins. Hann lést 1991. Jude Law lék Zaitsev í kvikmyndinni Enemy at the Gates 2001. Afrísk-ameríska söngkonan Billie Holiday. Hún lést 1959. Kvikmyndaleikstjórinn og leikarinn Orson Welles, sem á heiðurinn af Citizen Kane sem almennt er talin ein besta kvikmynd allra tíma. Hann lést 1985.

Sænska leikkonan Ingrid Bergman, sem lék til að mynda í Hitchcockmyndinni Notorius og hinni rómuðu Casablanca á móti Humprhey Bogart. Bandaríska leikskáldið Arthur Miller. Hann lést 2005. Franski heimspekingurinn og bókmenntarýnirinn Roland Barthes. Hann skrifaði meðal annars um dauða höfundarins og lést 1980 þegar hann varð fyrir bíl þegar hann var á heimleið, fótgangandi í París. Söngvarinn Frank Sinatra sem lést 1998.

Í janúar hafnaði fulltrúadeild Bandaríkjaþings tillögu um að konur fengju kosningarétt. Þann 5. júní fengu konur í Danmörku og á Íslandi kosningarétt og kjörgengi. Í október komu Hamskiptin eftir Franz Kafka út í fyrsta sinn í Þýskalandi. Skáldsagan Tarzan snýr aftur, eftir Edgar Rice Burroughs, kom út. Í fjötrum (Of Human Bondage), eftir W. Somerset Maugham, kom út.

Franska söngkonan Édith Piaf, sem sá ekki eftir neinu. Hún lést 1963. 23


Tequila Drykkurinn sem huggar sálir syrgjenda Það eru algeng viðbrögð þegar fólk heyrir talað um tequila að það hugsi um skot með salti og sítrónu, misvel gerðar Margaritur og skelfilega timburmenn. Þetta er sem betur fer að breytast því tequila er sú áfengistegund sem er í mestum vexti á heimsvísu og eru neytendur að snúa sér meira og meira að „premium tequila“. Texti: Brandur Sigfússon

H

eildarvöxtur tequila í heiminum hannað til að eiginleikar og flókin lyktar- og bragðsamsetning tequila fái notið sín sem er meiri en samanlagður best. vöxtur allra annarra helstu Eins eru barþjónar um allan heim orðnir áfengistegunda. Markaðurinn fyrir 100% blue agave tequila meðvitaðri um þennan frábæra drykk og virðist hugmyndaflugið hefur aukist gríðarlega á ekki eiga sér nein takmörk síðustu 15 árum. Árið 1995 „Til eru tveir þegar kemur að gerð nýrra var hlutfall þess í útflutningi flokkar af tequila-kokteila. Til dæmis er 1/60 en í dag er það við að ná 1/3 og er enn á uppleið. mjög vinsælt að blanda tequila, Tequila orðið 100% blue agave gæðaÞessi aukning hefur mikið til átt sér stað í Bandaríkjunum Mixto og Tequila tequila saman við kampavín. Í löndum eins og Rússlandi en Evrópa er að taka við sér 100% Agave.“ og Tyrklandi líta neytendur og þekking á góðu Tequila er á tequila sem „supersífellt að aukast. premium“-vöru vegna framandleika þess og Margir barir og veitingastaðir eru fjölbreytni sem og tengsla við Mexíkó sem farnir að leggja meiri áherslu á faglega þeir líta á sem mjög dulrænan stað. Eins framreiðslu drykkjarins; eru hættir að hafa frægir leikarar og tónlistarmenn tekið bera tequila fram í skotglösum með salti tequila upp á sína arma og hefur heyrst af og sítrónu og eru farnir að bera það fram þekktum Íslandsvini sem ekki gat hugsað í kampavínsglasi eða sérhönnuðu tequilasér að drekka neitt annað en Patron Silver glasi sem Riedel-glasaframleiðandinn hefur

24

Frozen Margarita Fyrsta Frozen Margarita-vélin var fundin upp af Mariano Martinez Jr., veitingamanni í Dallas, árið 1971. Hann seldi samkvæmt sögunni rúmlega 140.000 lítra (38.000 gallon) af frosinni margaritu fyrsta árið. Vélin fékk sess á Smithsonian’s National Museum of American History árið 2005.

100% Blue Agave-Tequila. Patron Tequila er eitt af þeim vörumerkjum sem eru leiðandi í framleiðslu á gæða-tequila í heiminum í dag og heyra má rappara og fleiri tónlistarmenn syngja um það í sínum lögum. Einnig hafa þeir náð frábærum árangri með líkjöra byggða á tequila eins og Patron XO Cafélíkjör sem loks er fáanlegur í Vínbúðum ríkisins. Eins og staðan er enn í dag virðist framtíð tequila vera í höndum Bandaríkjamanna en þar fer fram 70% af sölu drykkjarins, 10 % í Mexíkó og 20% dreifist svo á restina af heiminum. Við Evrópubúar þurfum því að gefa enn meira í til að halda þessum göfuga drykk á lofti.

Hvað er tequila?

Tequila er drykkur unninn úr plöntu sem heitir agave tequiliana weber blue og er þykkblöðungur af liljuætt (amaryllis) en hefur ekkert með kaktus að gera eins og algengt er


drykkir Tequila er flokkað eftir aldri og geymslu: Tequila Silver : Þekkist einnig undir Blanco, plata, white og platinium. Þetta er tequila í sinni hreinustu mynd og sú tegund sem er mest seld í heiminum í dag. Hér fær kröftugt bragð agaveplöntunnar ásamt náttúrulegum sætleika hennar að njóta sín. Tequila Silver fær oftast að jafna sig í u.þ.b. fjórar vikur á stáltönkum eftir eimingu og er síðan sett á flöskur. Tequila Gold: Einnig þekkt sem Joven eða Oro. Þessi tegund er í flestum tilfellum gerð úr Tequila Mixto þar sem leyfilegt er að setja aukabragð og litarefni út í til að ná fram þessum gyllta lit áður en sett er á flöskur. Tequila Gold er oft í ódýrari kantinum og hefur verið mjög vinsælt í kokteila. Tequila Reposado: Þetta er fyrsta eða yngsta stig af tequila sem látið er þroskast á eikartunnum en það er látið liggja í 2 -11 mánuði áður en því er tappað á flöskur. Með þessu móti næst fram gullinn litur og gott jafnvægi milli agave og eikarinnar. Mismunandi er hvernig eik er notuð en framleiðendur nota bæði nýja og notaða, franska og ameríska, en algengast er að bourbon-tunnur séu notaðar. Tequila Añejo: Eftir að hafa þroskast í að minnsta kosti eitt ár á eikartunnu getur Tequila kallast Añejo. Einnig er sett það skilyrði að tunnurnar sem það þroskast á séu ekki stærri en 600 lítrar. Tequila Añejo er yfirleitt hunangsbrúnt á lit, mýkra, bragðmeira og flóknara en Reposado. Tequila Extra Añejo: Þessum flokki var bætt inn sumarið 2006. Hér þarf tequilað að þroskast í þrjú ár á eikartunnu. Við svo langa geymslu næst fram fallegur mahóníbrúnn litur og enn flóknari bragðeiginleikar svo færustu sérfræðingar eiga oft erfitt með að greina það frá öðru fáguðu sterkvíni.

að fólk haldi. Til eru rúmlega 300 tegundir af agave-plöntunni en þessi er sú eina sem leyfilegt er að nota í tequila. Plantan eða Piña eins og hún er kölluð þegar búið er að skera blöðin af, getur orðið gríðarlega stór, allt að rúmlega 100 kg en fullvaxin er algengast að hún vegi 40-80 kg. Lífskeið hverrar agaveplöntu er 8-14 ár en það fer líka eftir jarðvegi, loftslagi og ræktunaraðferðum. Piñan er bökuð í gufu í 8-72 klukkustundir eftir því hvaða framreiðsluaðferð er notuð og þetta ferli breytir flóknum kolvetnum í plöntunni yfir í einfaldar sykrur. Þetta er síðan kælt og hakkað áður en ávextinum er blandað saman við vatn, svo að einfaldara sé að vinna úr sykrunum. Kjöt plöntunnar er fjarlægt og eftir situr vökvi sem kallast „aguamiel“ sem mætti þýða sem hunangsvatn. Vökvinn er síðan gerjaður nú til dags oftast í stórum stáltönkum og þar á eftir tvíeimaður í svokölluðum „pot-still“ eða „alambics“. Engir staðlar eru um hvaða efni þessir pottar skulu

Sagan af Mayahuel

Til eru margar þjóðsögur varðandi tequila og agave. Ein þeirra er sagan af Mayahuel sem reyndar er til í mörgum mismunandi útgáfum. Aztectar töldu að þegar jörðin myndaðist hefði ill gyðja að nafni Tzintzimitl búið á himnum og haldið jörðinni í gíslingu þar sem hún stjórnaði birtu og ljósi jarðar. Hún hélt jörðinni í myrkri og neyddi innfædda til mannfórna í skiptum fyrir örlitla birtu. Dag einn hafði einn af guðunum, Quetzalcoatl, fengið nóg af þessu ástandi. Hann trúði á heiður og hið góða og ákvað að stíga upp til himna til að berjast gegn hinu illa og gyðjunni Tzintzimitl. Þegar þangað var komið fann hann aðeins barnabarn hinnar illu gyðju sem hún hafði rænt og haldið hjá sér. Það var gyðjan Mayahuel sem var gyðja frjósemi og var henni lýst sem ákaflega fagurri gyðju með 400 brjóst. Quetzalcoatl féll samstundis fyrir fegurð Mayahuel og ákvað að drepa hina illu gyðju, taka Mayahuel með sér niður á jörðina og gera hana að konu sinni. Þegar Tzintzimitl komst að þessu brást hún hin versta

Espresso Martini 2cl Patron Silver Tequila 2cl Patron XO Café 2cl espresso flórsykur súkkulaðispænir Flórsykurinn er settur á brún martini-glassins. Áfengi og espresso sett í hristara með klaka og hrist vel saman. Síað í glasið og skreytt með súkkulaðispænum.

við og hóf leit að þeim. Þau neyddust til að flýja og ferðuðust um þar til þeim varð ljóst að þau gætu ekki falist lengur. Þau töldu sína einu von að verða að trjám sem gætu staðið hlið við hlið og vindurinn látið lauf þeirra strjúka hvort öðru. Tzintzimitl sendi ljós sitt og stjörnur til að leita þeirra, fann þau að lokum og Mayahuel var drepin í hörðum bardaga. Þegar Quetzalcoatl komst að því reiddist hann, hélt upp til himna og drap að lokum hina illu gyðju. Við það losnaði ljósið úr viðjum hennar og það birti til á jörðinni aftur. Quetzalcoatl hafði þó misst þá sem hann elskaði og hélt til við gröf hennar og syrgði. Þetta tók mikið á hina guðina sem ákváðu að gefa honum gjöf sem myndi friða sál hans. Létu þeir plöntu vaxa upp úr gröf Mayahuel sem hafði marga eiginleika, einn þeirra var að úr henni var hægt að gera göfugan drykk sem myndi hugga sál þeirra sem misst hefðu sína nánustu. Þetta var að sjálfsögðu agave-plantan og drykkurinn tequila sem sagður er hugga sálir syrgjenda.

vera gerðir úr, en algengast er að menn noti kopar eða stál eftir því hvaða eiginleika þeir vilja fá fram í tequilanu. Eftir seinni eimingu er komið að því að ákveða hvers konar tequila skal gera og hvort eigi að setja það á tunnu eða beint á flöskur. Það sem mestu skiptir varðandi ilm og gæði tequila eru gæði hráefnisins sem notað er við framleiðsluna og hvort tequilað er látið þroskast á tunnu eða ekki. Til eru tveir flokkar af tequila, Tequila Mixto og Tequila 100% Agave. Í Tequila Mixto þarf eingöngu að vera 51% agave-safi en algengt er að restin sé mjög hlutlaus, lyktar- og bragðlaus melassi eða eimaður sykurvökvi. Einnig er leyfilegt að notast við bragðefni í Tequila Mixto til að gefa því ákveðinn karakter, eins og til dæmis sérrí, karamellu eða kókos. Tequila 100% Agave verður hins vegar eins og nafnið gefur til kynna að vera eingöngu búið til úr 100% vökva úr agave-plöntunni. Það er nær alltaf eimað í „Pot-Still“ og ekki er leyfilegt að bæta við neinum aukefnum.

Tequila 100% Agave verður einnig að vera tappað af framleiðanda en ekki eins og Tequila Mixto þar sem leyfilegt er að flytja milli landa í tönkum og tappa annars staðar. Þetta gerir að verkum að eftirlit með Tequila 100% Agave er einnig mun meira en með Tequila Mixto þar sem erfitt er að halda uppi eftirliti ef vörunni er tappað í öðru landi. Framleiðsla tequila er eingöngu leyfð á 181 svæði í 5 héruðum í Mexíkó og flest eru þau í Jalisco-héraðinu þar sem borgin Tequila er staðsett. Mikið og strangt eftirlit er með framleiðslu Tequila, líklega hið strangasta í kringum framleiðslu áfengis ásamt koníaki og er því fylgt eftir af stofnun sem heitir C.R.T. (Consejo Regulador del Tequila) www.crt. org.mx/. Einnig er hver tequila-flaska merkt með svokölluðu NOM-númeri svo hægt sé að rekja uppruna hennar. Hægt er að fletta því upp í sérstökum NOM-gagnagrunni, www. tequila.net/nom-database.html. M

25


Winston Churchill heilsaði iðulega með sigurmerki vísifingurs og löngutangar: „V“ fyrir „Victory“ á ensku.

Mætasti sonur Breta á síðustu öld

50 ára ártíð Winston Churchills Hinn 24. janúar 2015 verða 50 ár liðin frá því einn merkasti stjórnmálaskörungur Vesturlanda, Winston Leonard Spencer Churchill, eins og hann hét fullu nafni, kvaddi þennan heim. Við andlát hans var hann hvarvetna hylltur með þakklæti og virðingu sem leiðtogi hins frjálsa heims á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Íslenskir fjölmiðlar gerðu sögu hans greinargóð skil þegar fregnin um andlátið barst. Tíminn gaf út aukablað 24. janúar 1965 undir fyrirsögninni: „Sir Winston lézt í morgun“. Dagblaðið Vísir fékk þá Ásgeir Ásgeirsson, forseta Íslands, og Bjarna Benediktsson forsætisráðherra til að rita minningarorð um Churchill á forsíðu sinni 25. janúar 1965. Á forsíðu Morgunblaðsins var svohljóðandi fyrirsögn 26. janúar 1965: „Andi hans mun lifa um aldir“. Þar var viðbrögðum við andlátsfréttinni lýst frá öllum heimshornum. Alþýðublaðið lét sitt ekki eftir liggja þennan dag og sagði hann „mætasta son Breta á 26

þessari öld“. Þjóðviljinn greindi frá minningarathöfnum víða um heim um hinn aldna skörung og í yfirlitsgrein inni í blaðinu, þar sem sagður var kostur og löstur á „gamla manninum“, var klikkt út með setningunni: „Regla Rómverja um að ekki skuli segja annað en gott um þá sem dauðir eru kann að eiga við um meðalmenni. Hún gildir ekki þegar stórbrotnir menn eiga í hlut; slíkir menn geta jafnvel vaxið af göllum sínum. En mannkostir Churchills voru miklir; gáfur hans og hæfileikar frábærir og hann var svo lánsamur að rás viðburðanna hagaði því svo til að hann fékk um skeið að verja þeim í þágu framvindunnar, með

en ekki á móti gangi söguhjólsins.“ Þá var greint frá því í íslenskum fjölmiðlum þennan dag að forseti Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, yrði fulltrúi íslensku þjóðarinnar við útförina en hann var þá staddur í London í einkaerindum. Í framangreindum minningarorðum Bjarna Benediktssonar á forsíðu Vísis var á það bent að af öllum stjórnmálamönnum á öldinni hefði Winston Churchill verið lengst í forystusveit „...en sætti þó löngum misjafnari dómum en flestir aðrir“. Síðan segir Bjarni orðrétt: „Ég minnist þess, að sumarið 1939 dvaldi ég í London. Þá þótti sýnt, að til stórtíðinda mundi draga. Heyrði ég þá einu sinni á tal tveggja Breta af alþýðustétt. Hvorugum þeirra leizt á horfurnar og sagði þá annar, að sumir segðu, að nú þyrfti þjóðin á Churchill að halda. En báðum kom

saman um að sízt mundi ástandið batna við tilkomu hans. Annar sagði eitthvað á þessa leið: „Ég held ég muni, þegar hann var nærri búinn að láta okkur tapa stríðinu með Dardanellesherförinni 1915.“ Hinn svaraði: „Eða þegar hann hérumbil setti brezka heimsveldið á hausinn með því að hækka pundið á meðan hann var fjármálaráðherra 1924-1929“.“ Frægð og frami Winston Churchills stóð ekki ávallt í svo miklum blóma sem við andlátið. Sem fyrr segir töldu margir Bretar skömmu fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar 1939, að tími Winston S. Churchills væri liðinn. En hann varð samt forsætisráðherra skömmu síðar og með óbugandi vilja og trú á sigri á Adolf Hitler sameinaði hann þjóð sína á ögurstundu í sögu Bretlands.


„Orðsnilli hans, baráttugleði og hugmyndaauðgi munu verða uppi meðan sögur eru sagðar.“ -Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í Vísi 25. janúar 1965

Clement Attlee vann stórsigur en Íhaldsflokkurinn beið einhvern mesta ósigur í sögu sinni. Þessi úrslit fengu mjög á Churchill og hann var bæði sár og dapur í kjölfarið. Heimurinn taldi hann hetju en sjálfur var hann ekki sérlega ánægður með hlutskipti sitt. Við ósigurinn í kosningunum bættist að öllum mátti vera ljóst að dagar heimsveldisins Stóra-Bretlands voru liðnir. Alla 20. öldina voru Bandaríkjamenn og Sovétmenn aðalleikararnir í heimsstjórnmálunum. Churchill var mjög þjóðernissinnaður enda hafði hann alist upp á blómatíma breska heimsveldisins. Hann taldi sig eiga þátt í hverfandi áhrifum þjóðar sinnar og niðurlægingu. Um ævistarfið sagði hann dapur: „Ég hef unnið hörðum höndum allt mitt líf, unnið að ótal hlutum en í raun ekki áorkað neinu.“

Upphafið

Winston Leonard Spencer Churchill fæddist 30. nóvember 1874 í Bleinheim-höll skammt frá Oxford. Fyrstu tvö nöfnin (Winston og Leonard) voru nöfnin á öfum hans en nafnið Spencer var nafn forföður hans, hertogans af Marlborough. Faðir hans, Randolph Churchill lávarður, var áberandi stjórnmálamaður Íhaldsflokksins í sinni tíð. Rétt eins og önnur aðalsbörn síns tíma umgekkst Winston foreldra sína ekki mikið á uppvaxtarárunum. Bretar streymdu út á götur og torg Lundúna 8. maí 1945, fögnuðu og veifuðu fánum því sigur hafði unnist í síðari heimsstyrjöldinni. Hitler var allur og átökunum í Evrópu var lokið. Winston Churchill forsætisráðherra birtist á svölum Whitehall og mannfjöldinn þagnaði. Áheyrendur hlustuðu lotningarfullir á ræðu hans og var henni einnig útvarpað. „Guð blessi ykkur! Þetta er ykkar sigur,“ sagði Churchill. „Þið hafið sigrað með hugrekki ykkar og þrautseigju.“ Og mannfjöldinn svaraði einum rómi: „Nei! Þinn er sigurinn!“ Síðari heimsstyrjöldin var sigurför Churchills. Í fimm ár hafði hann sameinað þjóð sína gegn voldugum óvini. Myndin af góðlegum, brosandi manni með hatt, þverslaufu og vindil í munni sem reisir hönd og myndar „V“, sigurmerkið, með tveimur fingrum varð baráttutákn Breta. Með ólseigri

stjórnmálakænsku hafði honum tekist að mynda bandalag Breta, Bandaríkjamanna og Sovétmanna gegn Þjóðverjum og sigra.

Tapaði völdum

En sigurvíman varaði ekki lengi. Þjóðstjórnin, sem mynduð hafði verið í stríðsbyrjun, var leyst upp og efnt til almennra þingkosninga í Bretlandi 5. júlí 1945. Talningu var frestað í þrjár vikur þar sem atkvæði voru lengi að berast frá herstöðvum víða um heim. Curchill sat á þessum tíma ráðstefnu í Potsdam í Þýskalandi þar sem hann, Jósef Stalín og Harry Truman ræddu skiptingu Evrópu í framtíðinni. Hann fór heim til að vera viðstaddur þegar úrslit kosninganna lægju fyrir og reiknaði heldur með því að fara aftur til fundar við þá Stalín og Truman að talningu lokinni. En það varð ekki. Verkamannaflokkurinn undir forystu

Winston Churchill 10 ára (til hægri) með móður sinni, Jennie, og yngri bróður, Jack.

Dýrkaði móður sína

Móðir hans, Jennie Jerome, var dóttir þekkts, bandarísks kaupsýslumanns. Hún og maður hennar tóku virkan þátt í félagslífi aðalsins en barnfóstrur sinntu Winston og yngri bróður hans, Jack. Sjö ára var Winston sendur í heimavistarskóla heilags Georgs en þar þótti skólastjórinn sérlegt hörkutól. Þar var hann í tvö ár og leið illa. Hann var baldinn og fékk oft að kenna á vendinum. Þaðan var hann sendur í heimavistarskóla í Brighton og að loknu barnaskólanámi var hann sendur í hinn þekkta einkaskóla Harrow. Hann stóð sig vel í þeim greinum sem hann hafði áhuga á en leiddi hjá sér fornmálin og stærðfræðina. Hann átti erfitt með að laga sig að reglum skólans og sumir kennaranna gerðu lítið úr honum. Þó vingaðist hann við einn þeirra, Mr. Somerset, sem kenndi honum ensku. Fór Churchill síðar fögrum orðum um þennan kennara sem reynst hafði honum vel í fagi sem átti eftir að skipta hann svo miklu máli síðar á lífsleiðinni. Churchill sendi frá sér bókina My Early Life: A Roving Commission árið 1930. Þar segir hann æsku sína hafa verið einkar ánægjulega og ævintýraríka. Ekki er ljóst af frásögn hans að hann var í rauninni mjög einmana barn. Foreldrar hans heimsóttu hann nánast aldrei á heimavistina. Af bréfum er ljóst að hann bað þau oft um að koma í heimsókn. Hann saknaði móður


sinnar mjög, enda dýrkaði hann hana. „Ég elskaði hana afar heitt, en úr fjarlægð,“ segir hann í minningum sínum. Churchill sýndi snemma mikinn áhuga á hernaði og hernaðarlist. Hann lék sér oft með tindáta og reisti virki og varnargarða. Eitt sinn smíðaði hann meira að segja kastvél, miðaði á kú og skaut á hana óþroskuðum eplum. Randolph lávarður ákvað að sonurinn gengi í herinn að lokinni skólagöngunni í Harrow. Winston gladdist ákaflega og taldi föður sinn hafa komið auga á hernaðargáfur hans. En lávarðurinn sagði Winston ekki nógu greindan til að stunda háskólanám. Ef til vill má rekja óslökkvandi metnaðargirni Churchills til þess að hann fékk aldrei tækifæri til að sanna ágæti sitt fyrir föður sínum. Randolph lávarður lést árið 1895, 56 ára að aldri. Þá var Winston Churchill tvítugur og lauk prófi frá herskólanum í Sandhurst þetta sama ár með góðum vitnisburði, enda líkaði honum vel við skólann og kennarana.

Fréttaritari á Kúbu

Churchill var merkisberi (cornet) í svonefndri fjórðu Húsaraherdeild í Aldershot og sumarið 1895 var tilkynnt að deildin yrði send til Indlands. Hann fékk því til leiðar komið að hann fengi áður að fara til Kúbu sem stríðsfréttaritari til að segja tíðindi af uppreisn eyjarskeggja gegn spænska nýlenduveldinu. Á Kúbu kynntist hann fyrst styrjaldarátökum af eigin raun. Hann sendi Lundúnablaðinu Daily Graphic röð greina beint frá vígstöðvunum. Hann var þegar orðinn nokkuð glöggur á lífsins lystisemdir og þegar hann hélt heim á leið hafði hann ógrynni kaffis og gæðavindla í farteski sínu.

Fréttir frá Indlandi

Churchill fór til Indlands með herdeild sinni 11. september 1896. Hernaðurinn á Indlandi reyndist ekki íþyngjandi. Liðsforingjar bjuggu í veglegu húsi í Bangalore með þjónustuliði og nægur tími gafst til samkvæmishalds og pólóleikja á

hestum en það var uppáhaldsíþrótt Churchills. Og þarna sinnti hann því sem hann hafði vanrækt í skóla, lagði stund á fornmálin og lestur. Val hans á bókmenntum sýnir glöggt að hann hugðist hasla sér völl í stjórnmálum eins og faðir hans hafði gert. Hann gleypti í sig sagnfræðiverk og þingræður síðustu hundrað ára. Churchill varð fljótt leiður á lífinu í Bangalore. Ákveðið var að senda hersveit norður á Indland í ágúst 1897 til að berja niður uppreisn og hann bað um að fá að fara með sem liðsforingi og fréttaritari. Barist var af mikilli grimmd af beggja hálfu og þótti Churchill sýna mikla dirfsku í störfum sínum bæði sem hermaður og fréttaritari. Greinar hans voru birtar í Daily Telegraph og komu út í fyrstu bók Churchills árið 1898, The Story of the Malakand Field Force. Þessi skrif vöktu mikla athygli og bókin seldist vel. Bæði prinsinn af Wales, sem síðar varð Edward konungur VII, og Salisbury, lávarður og forsætisráðherra, lýstu mikilli ánægju með spennandi frásögnina, þrungna

ættjarðarást. Alsæll með móttökurnar bað Churchill um að vera færður á annað átakasvæði. Hann var sendur til Súdan og var þar undir stjórn Kitchener, lávarðar og herforingja. Þar tók hann þátt í einum af síðustu riddaraliðsátökum breskrar sögu. Búastríðið í Suður-Afríku hófst 1899 og Churchill hélt til vígstöðvanna að senda fréttir þaðan heim til Bretlands á vegum Daily Mail. Þar lenti hann í atburðum sem juku enn á frægð hans heima. Hann var tekinn til fanga í fyrirsát og settur í fangabúðir í Pretoríu. Honum tókst að flýja þaðan á ævintýralegan hátt og komast af yfirráðasvæðum Búa.

Hetjan hyllt

Churchill var hylltur sem hetja þegar hann sneri heim frá Suður-Afríku. Hann bauð sig fram í þingkosningum haustið 1900, 26 ára að aldri, náði kjöri og hóf hinn langa og merka stjórnmálaferil. Hugmyndaauðgi var ein af sérgáfum Churchills, ásamt vinnusemi og mælsku. En hann var ekki síður upptekinn af sjálfum sér, eigingjarn og af mörgum talinn óáreiðanlegur. Hann var í Íhaldsflokknum í nokkur ár en gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn 1904. Churchill var nefnilega mjög hlynntur fríverslun og kunni ekki að meta varnarstefnu íhaldsmanna. Gamlir vinir í Íhaldsflokknum, flestir úr aðalsstétt, sneru við honum baki þegar hann skipti um flokk. Frjálslyndir tóku honum fagnandi og komst hann til mikilla metorða meðal þeirra á næstu árum. Hann var skipaður aðstoðarráðherra og staðgengill Elgins lávarðar nýlendumálaráðherra aðeins þrítugur að aldri. Hann varð fljótt náinn vinur David Lloyd George, eins vinsælasta stjórnmálamanns Frjálslynda flokksins og síðar forsætisráðherra. Árið 1908 var hann skipaður viðskiptaráðherra og fékk þá fyrst sæti við ríkisstjórnarborðið (cabinet). Fyrst varð hann þó á grundvelli hefðar að fá óskorað traust kjósenda sinna í aukakosningum. Hann leitaði eftir stuðningi í kjördæmi sínu í Norðvestur-Manchester en tapaði naumlega. Þá bauð hann sig

Churchill vekur hrifningu á Íslandi Nafni Winston S. Churchills bregður fyrst fyrir í íslenskum fjölmiðlum á tímum Búastríðsins. Hinn 19. mars árið 1900 birtist í Austra bréf sem hann hafði skrifað í Lundúnablaðið Morning Post skömmu áður um stöðuna í stríðinu. Þar er einnig greint frá handtöku hans og fangelsun og sögulegum flótta hans úr fangelsinu í Pretoríu. Þá er honum hrósað fyrir harða afstöðu gegn tollverndarstefnu í breska þinginu í íslenskum blöðum, t.d. í Reykjavík 25. júní 1903 og 10. febrúar 1906. 28

Tveimur árum síðar, 29. apríl 1908, er farið um hann fögrum orðum í Ísafold og hann sagður „einhver hinn mesti efnismaður í stjórnmálamannaliði Breta, maður flugskarpur og frábærlega vel máli farinn.“ Þá er hann mærður í sama blaði 6. maí 1908 fyrir hugdirfsku og ritsnilli og sagt að honum sé þakkað manna mest „að Búar fengu svo fljótt sjálfsforræði sem þeir fengu eftir ófriðinn“.


Stríðsfangar í Búastríðinu, Churchill er lengst til hægri. Winston Churchill í herþjónustu á Indlandi 1897.

fram í öðrum aukakosningum sem fram fóru skömmu síðar í Dundee á Skotlandi. Þar vann hann glæsilega kosningu og gat tekið sæti sitt í ríkisstjórninni Á sama tíma stofnaði Churchill fjölskyldu. Hann hitti verðandi eiginkonu sína, Clementine Hozier, árið 1904 og þau gengu í hjónaband 1908. Clementine var ekki eins ættstór og eiginmaðurinn. Móðir hennar var af aðalsættum en faðir hennar starfaði hjá tryggingarfélagi og ættarauður var enginn. Hjónunum varð fimm barna auðið, eitt þeirra lést á þriðja ári.

Umdeildur og íhaldssamur

Sem ráðherra vann Churchill sannarlega að ýmsum endurbótum á félagssviðinu, einkum í málefnum fátækra en aðrar hugmyndir hans voru íhaldssamari. Hann var til dæmis innanríkisráðherra 1910-1911 og sendi út hersveitir til að stöðva verkföll verkalýðsfélaga og mótmæli félagsmanna. Árið 1912 beitti

hann sér gegn baráttu kvenna fyrir kosningarétti og sagði að „nóg væri samt af fáfróðum kjósendum“. Eftir að Churchill varð innanríkisráðherra 1910 beitti hann sér fyrir umbótum í fangelsismálum. Ári síðar var hann skipaður flotamálaráðherra og gegndi því embætti þar til hann hraktist úr ríkisstjórninni og síðar herráðinu eftir hina misheppnuðu herför til Hellusunds (Dardanelles) og innrásina á Gallipoli-skaga í Tyrklandi vorið 1915. Gáfur Churchills komu best í ljós í hernaði. Honum varð snemma ljóst að brátt liði að styrjöld milli Breta og Þjóðverja. Þegar hann var flotamálaráðherra 1911 undirbjó hann sjóherinn rækilega undir átökin sem hófust 1914. Churchill beið átakanna af ákafa og fann því til nokkurrar sektarkenndar. „Undirbúningur heillar mig óskaplega,“ skrifaði hann konu sinni. „Ég vona að Guð fyrirgefi mér léttúðina.“ En stríðsgæfan var hvorki honum hliðholl né breska heimsveldinu. Í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914 var breska heimsveldið voldugasta ríki jarðar og réð yfir meira en fjórðungi jarðarinnar með nýlendum sínum. Í lok stríðsins 1918 var veldi Bretlands ekki nema svipur hjá sjón.

Hrakfarirnar 1915

Í fyrri heimsstyrjöldinni mátti Churchill þola einn sinn mesta ósigur. Hann og aðrir ráðamenn ákváðu að ráðist skyldi gegn Tyrkjum á Gallipoli-skaga nærri Istanbúl (Herförin til Hellusunds). Með því átti að þvinga Ottómanaveldið til uppgjafar og lokka stóran hluta þýska hersins frá stöðnuðum átökunum á vesturvígstöðvunum. Landgangan 25. apríl 1915 tókst

með eindæmum illa og eftir átta mánaða átök urðu bandamenn frá að hverfa. Hrakfarirnar í Gallipoli kostuðu hálfa milljón manna lífið. Churchill var ekki einn um þessi ósköp en gagnrýnin beindist öll að honum. Hann sagði af sér og gekk í herinn. Að styrjöldinni lokinni gekk á ýmsu í stjórnmálastörfum Churchills. Fullur andstyggðar fylgdist hann með byltingu kommúnista í Rússlandi 1917. Að loknum þingkosningum í Bretlandi í desember 1918 varð David Lloyd George áfram forsætisráðherra þrátt fyrir sigur Íhaldsflokksins í kosningunum þar sem forystumenn þeirra og forystumenn Frjálslynda flokksins afréðu að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Í kjölfarið varð Winston Churchill hermálaráðherra og varð óskaplega óvinsæll þegar hann sendi breska hermenn til Rússlands að berjast með mönnum keisarans 1920.

Skipt um flokk

Forsætisráðherrann, David Lloyd George, fól Churchill nýlendumálaráðuneytið 1921 og fékk hann þá nokkra uppreisn æru eftir ófarirnar 1915. Skoðanir hans og frjálslyndra fóru þó hreint ekki alltaf saman og ekki leið á löngu þar til leiðir skildu. Samsteypustjórn íhaldsmanna og frjálslyndra féll í október 1922 þegar meirihluti þingmanna Íhaldsflokksins neitaði að styðja hana áfram. Boðað var til þingkosninga í nóvember sama ár. Curchill var þá fárveikur af botnlangakasti og gat því ekki heillað kjósendur með mælskulist sinni. Hann tapaði þingsæti sínu og var utan þings í fyrsta skipti í 22 ár. „Á einum og sama degi missti ég ráðherradóminn, þingsætið og botnlangann,“ sagði hann og var ekki af baki dottinn.

Hættan af bolsévismanum og nasismanum Í Morgunblaðinu 4. mars 1920 er vitnað til ræðu sem Churchill hélt í Sunderland og sagt að hann megi telja „efnilegastan og atkvæðamestan af hinum yngri stjórnmálamönnum Breta“. Í ræðunni varaði Churchill við hættunni af bolsévismanum og hvatti einnig til þess að ekki yrði gengið of nærri Þjóðverjum vegna stríðsins heldur yrðu aðrar þjóðir að eiga eðlileg og mikil viðskipti við þá til að tryggja friðinn. Íslenskir fjölmiðlar vitnuðu oft til Churchills á árunum milli stríða. Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið og fleiri blöð gerðu skilmerkilega grein fyrir kröftugri andstöðu hans við uppgang nasismans í Þýskalandi, varnaðarorðum hans gagnvart hernaðaruppbyggingu og útþenslustefnu Þjóðverja í aðdraganda styrjaldarinnar 1939-1945, svo ekki sé minnst á ofsóknirnar gegn gyðingum sem Churchill gagnrýndi harðlega í ræðu og riti þegar á árunum 1933-34. Í íslenskum fjölmiðlum kom fram að Adolf Hitler væri svo í nöp við málflutning Churchills að hann hefði í desember 1935 bannað dreifingu á tímariti með grein hans um ástandið í Þýskalandi. Í íslenskum fjölmiðlum var einnig greint frá afstöðu Churchills í umdeildari málum, t.d. stuðningi hans við Edward konung VIII, sem afsalaði sér krúnunni í árslok 1936 vegna ástarsambands síns við Wallis Simpson.

29


Churchill á ferð í Frakklandi 1944. Montgomery hershöfðingi er til hægri með alpahúfu. Churchill kannar afleiðingar loftárásar Þjóðverja í Lundúnum sunnanverðum 10. september 1940.

Winston Churchill sagði skilið við frjálslynda og gekk til liðs við Íhaldsflokkinn í kosningunum 1924. Hann var ekki fyrr genginn í flokkinn en hann var orðinn fjármálaráðherra í ríkisstjórn undir forsæti Stanley Baldwins.

Skrifað um forföður

Borgarastríðið á Spáni Morgunblaðið hafði augljóslega mætur á Churchill á millistríðsárunum og tók t.d. í svipaðan streng og hann gagnvart borgarastríðinu á Spáni 1936. Í leiðara blaðsins 25. ágúst 1936 segir m.a. orðrétt: „Roskinn og dálítið reyndur stjórnmálamaður, Winston Churchill, hefir skrifað grein um borgarastyrjöldina á Spáni. Hann er á allt annari skoðun en Jón Baldvinsson. Hann hefir enga von um að „frelsi og lýðræði“ sigri hvor sem ofaná verður. Hann telur alveg víst að við taki einræðisstjórn á Spáni, annaðhvort kommúnistar eða fasistar. Hann hvetur landa sína í nafni „frelsis og lýðræðis“ til að láta deiluna afskiftalausa alveg gagnstætt því sem Jón Baldvinsson gerir. Til eru þeir menn hér á landi, sem álíta að Winston Churchill sje alveg eins dómbær í þessum efnum og sjálfur Jón Baldvinsson. Og til eru þeir menn, sem álíta að úr því að breska heimsveldið vill ekki brenna sig á fingrunum með afskiftum þessarar deilu þá sje íslenska heimsveldinu engu síður þörf á varúð.“

Forsætisráðherrann Winston Churchill var 66 ára gamall þegar hann varð forsætisráðherra 1940 og ár hans á þeim stóli voru ótvírætt árangursríkust á ferlinum. Allir hans fjölmörgu hæfileikar nýttust loks til fulls. „Engu var líkara en örlögin stjórnuðu mér og allt sem ég áður hafði gert hefði aðeins verið undirbúningur fyrir þessi átök,“ skrifaði hann í minningar sínar. Churchill var einn fárra sem strax í upphafi óttaðist uppgang nasista í Þýskalandi og varaði við hernaðaráróðri Hitlers. Þegar Bretland lýsti yfir stríði á hendur Þjóðverjum 1939 var honum boðin staða flotamálaráðherra. Ári síðar var hann sá eini sem gat sameinað alla og setið á forsætisráðherrastóli. 30

Churchill varð fljótt mjög umdeildur sem fjármálaráðherra. Ákvörðun hans um að setja breskan gjaldmiðil aftur á gullfót olli efnahagslegum hamförum. Næstu árin einkenndust af samdrætti í útflutningi, atvinnuleysi og tíðum verkföllum. Verkamannaflokkurinn vann kosningarnar árið 1929 og var í fyrsta skipti í sögunni orðinn stærri á þingi en Íhaldsflokkurinn. Tímabilið sem kennt hefur verið við „eyðimerkurgönguna“ í lífi Churchills gekk nú í garð og stóð yfir næstu tíu árin. Mestan hluta fjórða áratugarins helgaði hann sig ritstörfum, skrifaði í bækur og blöð og meðal annars rit um forföður sinn, John Churchill, fyrsta hertogann af Marlborough. Hann ferðaðist einnig mikið, m.a. um Bandaríkin og Kanada, og hélt fyrirlestra. Á stjórnmálasviðinu þótti hans tími liðinn af flestum og ef ekki hefði komið til síðari heimsstyrjaldarinnar hefði stjórnmálaferli hans hugsanlega verið lokið.

Sameinað afl

Hitler réðst gegn Frökkum 10. maí 1940 og samdægurs var Churchill boðið embætti forsætisráðherra. Í fyrstu ræðu sinni í því embætti gaf Churchill tóninn og ljóst var að hann var búinn ótrúlegum eiginleikum til

að efla djörfung og hug almennings. „Ég hef ekkert að bjóða nema blóð, erfiði, tár og svita,“ sagði hann og öllum varð ljóst að hann hugði ekki á friðarviðræður. Útlitið var með eindæmum dökkt. Þjóðverjar höfðu lagt Pólland, Danmörku og Noreg undir sig. Næstir í röðinni voru Hollendingar, Belgar og Frakkar. Bretar óttuðust mjög árás Þjóðverja yfir Ermarsundið. Í ræðu í neðri deild breska þingsins 18. júní sagði Churchill: „Orrustunni um Frakkland er lokið. Ég tel að orrustan um Bretland sé skammt undan.“ Orrustan um Bretland var háð í lofti og konunglegi breski flugherinn missti þriðjung flugmanna sinna sumarið 1940. En Bretar gáfust ekki upp og að lokum varð Hitler að gefa upp allar vonir um innrás. Það var fyrsta áfall þýsku stríðsvélarinnar.

Loftárásir á Lundúnir

Þjóðverjar héldu áfram að fljúga yfir Ermarsund og réðust nú á Lundúnir og aðrar breskar borgir í skjóli nætur. Í þessum hamförum hlaut Churchill virðingu almennings þegar hann heimsótti verksmiðjurústir og sundursprengd borgarhverfi. Og nú tók Churchill sína djörfustu ákvörðun. Til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjar stigju á land á Bretlandseyjum sendi hann hersveitir til aðstoðar þeim Bretum sem börðust gegn félaga Hitlers, Mussolini, í Afríku og síðar þýska Afríkuherinn. Haustið 1942 unnu bandamenn sérlega mikilvægan sigur við El-Alamein. Síðar skrifaði Churchill: „Fyrir Alamein var óhugsandi að við ynnum, eftir Alamein var óhugsandi að við töpuðum.“ Barbarossa-aðgerð Þjóðverja átti


einnig eftir að draga mikilvægan dilk á eftir sér. Þeir höfðu, öllum að óvörum, ráðist gegn Sovétríkjunum sumarið 1941. Churchill hafði litlar mætur á kommúnisma en afréð að ganga til bandalags við Stalín. Síðar kom í ljós að Þjóðverjum var um megn að há stórstyrjöld á tveimur vígstöðvum samtímis.

Á fund Roosevelts

Churchill var hálfbandarískur og hafði lengi reynt að fá Roosevelt forseta til að taka þátt í styrjöldinni. Í ágúst 1941 steig hann um borð í orrustuskipið HMS Prince of Wales. Skipið lét úr höfn og sigldi yfir Atlantshafið því Churchill ætlaði á fund Bandaríkjaforseta. Fundurinn varð árangursríkur, honum lauk með undirritun Atlantshafsyfirlýsingarinnar en þar er kveðið á um sameiginlegt markmið; sigur á Þjóðverjum og Öxulveldunum. Bandaríkjamenn tóku þó ekki þátt í

styrjöldinni fyrr en eftir árás Japana á Pearl Harbor í desember 1941. Churchill dreif samstarf þremenninganna áfram en honum var ljóst að hvorki Bandaríkjamenn né Sovétmenn höfðu nokkurn áhuga á þátttöku Breta í heimsstjórnmálunum.

Vildi með yfir sundið

Þjóðverjar töpuðu við Stalíngrad veturinn 1943 og Rauði herinn hélt í vestur. Í júlí árið eftir óðu Bretar og Bandaríkjamenn á land í Normandí. Enginn hafði efast um hugrekki Churchills í átökum áður en þegar hann heimtaði að fá að taka þátt í innrásinni 6. júní fékk Georg konungur VI hann til að hætta ekki lífi sínu að nauðsynjalausu. Frakkland var frelsað og Þjóðverjar hörfuðu. Í apríl 1945 féll Hitler fyrir eigin hendi og 7. maí gáfust Þjóðverjar upp. Sannarlega var Churchill í hávegum hafður fyrir framgöngu sína í

styrjöldinni en Verkamannaflokkurinn gjörsigraði í kosningum að styrjöldinni lokinni sem fyrr segir. Churchill var dyggur stuðningsmaður breska heimsveldisins og ákaflega óánægður þegar stjórn Verkamannaflokksins veitti Indlandi sjálfstæði 1947 og Búrma 1948. Bitur fylgdist hann með Sovétríkjunum leggja austurhluta Evrópu undir sig. Í frægri ræðu sem hann hélt í Fulton í Bandaríkjunum 5. mars 1946 lýsti hann hvernig álfunni væri skipt með „járntjaldi“ milli kommúnista í austri og lýðræðisins í vestri. Ræðan vakti heimsathygli og er talin marka upphaf kalda stríðsins sem stóð yfir næstu fimmtíu árin.

Heilsuleysi

Churchill varð enn forsætisráðherra árið 1951 en á þeim tíma var hann varla nema skugginn af þeim stjórnmálamanni sem hann hafði áður verið. Hann ríghélt í hugmyndir sínar um breska heimsveldið og eyddi

mestum tíma í að eta, drekka og spila á spil. Hann fékk slag 1955 og varð að segja af sér embætti. Síðustu árin skrifaði hann sögu enskumælandi þjóða, A History of the EnglishSpeaking Peoples, í fjórum bindum. Churchill andaðist sem fyrr segir 24. janúar 1965 og stjórnmálamenn um allan heim mættu til útfarar hans í Dómkirkju heilags Páls í Lundúnum. Það vakti þó athygli að Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, var ekki viðstaddur sökum veikinda og Bretar voru sárir þegar fréttist að Hubert Humphrey varaforseti yrði ekki heldur viðstaddur jarðarförina. Að guðsþjónustunni lokinni var kistu hans komið fyrir á einum af bátum flotans og siglt yfir Thames og því næst farið með hana að Waterloojárnbrautarstöðinni. Þaðan var hún flutt í sérstökum vagni í smáan sveitakirkjugarð í Bladon, nærri ættarsetri Churchill-fjölskyldunnar í Blenheim.

Churchill á Íslandi Fimmtudaginn 14. ágúst 1941 barst íslenskum stjórnvöldum sú vitneskja að Winston Churchill væri á leið til landsins. Koma hans var boðuð tveimur dögum síðar og myndi hann stíga á land að morgni laugardags, kl. 10:30 að íslenskum tíma. Churchill hafði setið á fundi með Franklin Roosevelt forseta um borð í herskipi við strendur Bandaríkjanna og ætlaði hann að koma við hér á landi. Hann steig á land á tilgreindum tíma og heilsaði Hermanni Jónassyni forsætisráðherra á bryggjunni. Hann hélt svo ásamt fríðu föruneyti upp í Alþingishús þar sem Sveinn Björnsson ríkisstjóri og ríkisstjórnin biðu hans. Skömmu síðar kom hann fram á svalir Alþingishússins í fylgd þeirra Sveins og Hermanns og hélt þar stutta ræðu. Hann kvað það gleðiefni að hafa fengið tækifæri til að heimsækja Ísland og íslensku þjóðina. Hann sagði að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu tekið að sér að bægja ófriðnum frá landinu. Ef þeir hefðu ekki komið hefðu aðrir orðið til þess. Hann kvað landið mikilvæga stöð í baráttunni fyrir vernd þjóðréttinda og frelsis. Hann lauk máli sínu með því

að heita því að Ísland fengi fullt frelsi að styrjöldinni lokinni. Heimsóknin og ummæli Churchills féllu í góðan jarðveg meðal Íslendinga og er óhætt að fullyrða að hann hafi notið almennrar hylli landsmanna á stríðsárunum og síðar. Ákvarðanir Churchills um hernám Íslands og forysta hans í viðræðum um aðkomu Bandaríkjamanna að styrjöldinni olli straumhvörfum í Íslandssögunni. Með hernámi Breta á Íslandi, 10. maí 1940, var landinu kippt inn í hringiðu heimsmálanna. Í framhaldi af viðræðum Churchills og Roosevelt ákvað hinn síðarnefndi hinn 28. maí 1941 að Bandaríkin tækju yfir hervernd Íslands þótt þeir teldust enn hlutlausir í styrjöldinni. Í kjölfarið var undirritaður herverndarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna 7. júlí 1941 og þar með lauk í raun hernáminu. Winston Churchill þakkaði síðan fyrir sig með heimsókn til landsins mánuði síðar og bæði Bretar og Bandaríkjamenn stóðu við orð hans um stuðning við sjálfstæði Íslands þegar þeir lýstu yfir stuðningi við stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944. Grein þessi er aukin og endurbætt útgáfa af grein eftir Söru Griberg sem birtist í 12 tölublaði Sögunnar allrar 2012.

31


ÞOKKALEG BÓKAJÓL Fyrstu öldur jólabókaflóðsins skullu af fullum þunga á landsmönnum í október og síðan þyngdist straumurinn í nóvember og tryllingurinn í sölunni nær svo, venju samkvæmt, hámarki í desember. Þrátt fyrir fjölda titla og líflega umræðu er þó fátt sem stendur upp úr þetta árið og eiginlega má segja að allt sé með kyrrum kjörum á miðunum. Þórarinn Þórarinsson fiskaði nokkrar jólabækur upp úr flæðarmálinu og fékk bókmenntadrottninguna Kolbrúnu Bergþórsdóttur til þess að leggja mat sitt á vertíðina 2014. „Þetta eru svona þokkaleg bókajól,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir, bókarýnir til fjölda ára og aðaldívan í Kilju Egils Helgasonar, sjónvarpsþættinum sem ræður því hvaða bækur ná landi og hverjar sökkva hratt til botns. „Það er kannski fátt sem sker sig úr, nema stjarna vertíðarinnar sem er Ófeigur Sigurðsson með skáldsögu sína Öræfi. Ég held að fæstir hafi reiknað með því fyrir fram að hann kæmi svona sterkur inn.“ Kolbrún segir flesta aðra höfunda vera á sínu góða róli. „Annars er allt bara eins og vera ber. Aðdáendur Kristínar Steinsdóttur fá sína Kristínu, aðdáendur Arnaldar fá sinn Arnald, Steinunn Sigurðardóttir skilar sínu til sinna. Sama má segja um Yrsu og Einar Kárason sem er á sínum Sturlungaslóðum. Þannig að þetta eru frekar hefðbundin bókajól. Nema náttúrlega að Gyrðir Elíasson toppar sjálfan sig og sendir frá sér eina af sínum albestu bókum, Koparakur.“

32

ENGLARYK – GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR

Það er ekkert leyndarmál að ég er einhver ákafasti aðdáandi Guðrúnar Evu Mínervudóttur sem er að mínu mati einhver allra stílsnjallasti, næmasti og besti rithöfundurinn sem skrifar á íslenska tungu þessi árin. Hún hlaut árið 2011 Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur en snilldarverkið Yosoy er enn sú bóka hennar sem ég hef í mestum hávegum og er stundum enn að jafna mig á henni, níu árum eftir að hún kom út. Englaryk ber öll helstu og bestu höfundareinkenni Guðrúnar Evu og stíllinn er þannig að unun er að lesa. Þetta er þó ekki hennar besta saga til þessa og er dálítið rótlaus á köflum en engu að síður yndislestur. Hér segir Guðrún Eva sögu fjölskyldu frá Stykkishólmi sem fer í algert uppnám þegar dóttirin hittir Jesúm í sumarfríi í Andalúsíu. Hún tekur hann sér til fyrirmyndar en hneykslar bæjarbúa og setur fjölskyldu sína í slíkt uppnám að alls kyns uppgjör er óhjákvæmilegt.

LITLU DAUÐARNIR –

STEFÁN MÁNI

Stefán Máni hefur á síðustu árum hrist fram úr annarri leðurjakkaklæddri erminni hvern doðrantinn á fætur öðrum um allskonar ofurmannlegt illþýði og hefur verið einráður þar sem spenna og hryllingur mætast í íslenskum skáldskap. Ljóst er að hann hefur viljað fást við nokkuð aðra hluti í Litlu

dauðunum. Svartleðraðir aðdáendur verka hans þurfa að vísu ekki að örvænta, hér kemur fyrir ansi skverlegt mótorhjólagengi, sem ilmar af gamla góða leðrinu en persónusköpunin er flóknari og hugmyndafræðin ristir dýpra en í sumum fyrri bóka hans. Þetta er í stuttu máli sagt saga um mann sem er með allt niður um sig og síðan liggur leiðin bara niður á við. Fantaskemmtileg saga og nær því samt líka að fylla mann hluttekningu með hörmulegum örlögum aðalpersónunnar, Kristófers.

KAMP KNOX

– ARNALDUR INDRIÐASON

Arnaldur Indriðason getur varla valdið tugþúsundum dyggra lesenda sinna vonbrigðum. Þótt bækur hans séu misgóðar má alltaf ganga að ákveðnum hlutum vísum. Stíll hann er látlaus og mætti ef til vill vera tilþrifameiri í ljósi viðfangsefna hans sem eru morð og glæpir en hann hefur mótað sinn stíl sem verður ekki af honum tekinn. Í seinni tíð, eftir að hann skildi við dáðan lögregludurginn Erlend í limbói einhvers staðar lengst úti í rassgati, hefur hann leikið sér með fortíðarglæpi og dregið upp skemmtilegar tíðarandalýsingar. Á þessum slóðum hnyklar Arnaldur vöðvana með stæl og hefur á síðustu árum töfrað fram Reykjavík á tímum einvígis aldarinnar og nú mætir Erlendur til leiks, ungur og tiltölulega nýbyrjaður í löggunni, árið 1979, og fæst við sakamál sem tengist herstöðinni á Miðnesheiði. Þessir aldaspeglar Arnaldar eru á köflum hreinn yndislestur en mestu flugi náði hann í fortíðarlýsingum sínum í Skuggasundi í fyrra, sinni bestu bók í langan tíma. Spennan og samúðin með persónum ristir ekki eins djúpt í Kamp Knox, þótt manni leiðist lesturinn aldrei. Þar munar mest um


lifandi lýsingar Arnaldar á horfnum heimi, sem vekja ýmist nostalgíu eða forvitni eftir því hversu langt aftur minni lesandans nær.

STUNDARFRÓ – ORRI HARÐARSON

Orri Harðarson er þekktastur sem tónlistarmaður ofan af Skaga en þegar hann sendi frá sér bókina Alkasamfélagið fyrir nokkrum árum blasti við að þar fór stílfær húmoristi. Í Alkasamfélaginu hakkaði hann AAsamtökin í spað og hengdi þann æðri mátt sem þeir Bill og Bob boðuðu í baráttunni við Bakkus úti á snúru. Orri veit sitthvað um drykkjuskap enda hefur hann sjálfur bergt af því beiska eldvatni sem hefur dregið margan manninn til glötunar. Hann vinnur áfram með yfirgripsmikla þekkingu sína á drykkjuskap í Stundarfró og gerir það á svo skemmtilegan hátt að maður hrífst með skáldinu Arinbirni Hvalfjörð í brölti sínu. Orri er fyndinn og fljúgandi lipur penni þannig að maður er strax farinn að bíða eftir næstu bók hans.

ÖRÆFI – ÓFEIGUR SIGURÐSSON

Án þess að hafa komist yfir að lesa allar þær skáldsögur sem hafa úðast út síðustu vikurnar tel ég mér fullkomlega óhætt að fullyrða að ég muni ekki lesa betri bók en Öræfi Ófeigs Sigurðssonar á þessu ári. Enda þess fullviss að hér sé á ferðinni besta skáldsagan sem kemur út á þessari vertíð. Stílgáfa Ófeigs er töfrum líkust og maður sogast inn í heillandi textann og sleppur ekki út úr honum fyrr en að lestri loknum. Og þá er maður ekki einu sinni

sloppinn. Þessi magnaða og sérkennilega saga skilur eitthvað eftir sig sem maður þarf að melta og pæla í að minnsta kosti fram að jólum.

GÆÐAKONUR

– STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR

Stíll, kaldhæðni og skopskyn Steinunnar Sigurðardóttur nýtur sín í botn í Gæðakonum þar sem hún segir frá eldfjallafræðingnum Maríu Hólm. Hún er á leið til Parísar í flugvél þegar kona gefur henni gaum. Leiðir þeirra liggja aftur saman og ekki ljóst hvað þessi dularfulla kona vill Maríu. Gæðakonur er besta bók Steinunnar til þessa, í það minnsta af þeim sem ég hef lesið. Stíll hennar heillar og það er ekki á hverjum degi sem maður kemst í sannkallaðar fagurbókmenntir sem byggja upp spennu sem magnast á endasprettinum í óvissu og áhyggjum af örlögum aðalpersónunnar.

DNA – YRSA SIGURÐARDÓTTIR

Yrsa Sigurðardóttir kann að spinna spennandi sögur og er í góðum gír í DNA og býður upp á krassandi morð sem fá hárin til að rísa, enda fengur að subbulegum drápum, ekki síst þegar morðtólin eru aðgengileg á hverju heimili. Býsna skemmtilegt og upplífgandi allt saman. Hasarinn byrjar á því að ung kona er myrt hrottalega á heimili sínu og eina vitnið er sjö ára dóttir hennar. Morðinginn er hvergi nærri hættur og lætur til sín taka aftur og radíóamatör fær undarleg skilaboð sem tengja hann báðum fórnarlömbunum án þess að hann þekki nokkuð til þeirra.

DNA er mjög spennandi og rígheldur þannig en sem fyrr er stíll Yrsu gallaður, orðalag klúðurslegt sem er ljóður á annars skemmtilegri spennusögu. Með smávegis yfirlegu og fínpússningu yrðu bækur Yrsu fyrsta flokks þrillerar en því miður fær maður á tilfinninguna að hún skili handritum alltaf á síðustu stundu, þegar prentvélarnar eru farnar að ýlfra. Ekki síst þar sem þessum gloppum fjölgar eftir því sem líður á söguna.

ÓKYRRÐ – JÓN ÓTTAR ÓLAFSSON

Jón Óttar Ólafsson er doktor í afbrotafræðum, hefur starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá sérstökum saksóknara, eins og frægt er orðið. Hann býr því að góðum reynslubanka fyrir reyfaraskrif og nýtti innistæðu sína með ágætum í sinni fyrstu bók, Hlustað, í fyrra. Hann heldur taktinum vel í framhaldinu, Ókyrrð, enda skildi hann þannig við lesendur í Hlustað að maður beið nokkuð spenntur eftir framhaldinu á ævintýrum og hremmingum fyrrum bankamannsins og núverandi rannsóknarlögreglumannsins Davíðs. Davíð vill nú ólmur elta slóð bankabófa sem hann rakst á við morðrannsókn í Hlustað en er haldið niðri af yfirmönnum sínum. Þegar hann er sendur til Cambridge til þess að aðstoða við rannsókn á morði á ungum Íslendingi fara hjólin að snúast á fullu og spennan magnast. Stirður stíll var helsti ljóðurinn á Hlustað og sama má segja um Ókyrrð þótt bókin sé engu að síður áhugaverð og vel læsileg. Ég leyfði mér í fyrra að líkja Hlustað við bækur meistara Michael Connelly um krossfarann og lögreglumanninn Harry Bosch í Los Angeles og stend enn við það þótt Jón Óttar sé auðvitað enginn

Connelly. Tóninn er samt svipaður í verkum þeirra og margt líkt með lögreglumönnunum og þar er sko alls ekki leiðum að líkjast fyrir Davíð. Connelly rennur stundum út í klisjur og yrði á köflum hallærislegur ef hann afgreiddi ekki klisjurnar á sinn snjalla hátt. Jón Óttar er ekki kominn á sama stað og Connelly og sumt virkar því klaufalegt. En bókin er skemmtileg og ég bíð spenntur eftir boðuðum lokum þessa þríleiks.

SVARTHVÍTIR DAGAR –

JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR

Jóhanna Kristjónsdóttir er stórmerkileg kjarnorkukona og annáluð fyrir stílfimi sína. Hún er líka móðir eins besta vinar míns þannig að ég þóttist eiga von á góðu þegar ég byrjaði á Svarthvítum dögum. En samt, hversu spennandi getur uppvaxtarsaga konu frá Reykjavík 1940-1955 verið, með fullri virðingu fyrir Jóhönnu? Svarið er einfalt. Mjög spennandi og áhugaverð. Það býr einhver galdur í þessari æviminningabók. Frábærar persónulýsingar standa upp úr en svipmyndir af tíðarandanum eru líka eftirminnilegar. Stíllinn er fallegur og hlýr og húmorinn leynir á sér. Eftir lesturinn getur kaldrifjaður lesandi bara hugsað: Þessu fólki var gaman að kynnast. Takk!

33


Kippir sér lítið upp við gagnrýni Sölvi Blöndal venti kvæði sínu í kross eftir farsælan tónlistarferil og hóf nám í hagfræði rúmlega þrítugur að aldri. Nú sinnir hann starfi sjóðsstjóra hjá Gamma og hefur gríðarlegan áhuga á fasteignamarkaðnum. Marta Goðadóttir ræddi við hann um umdeild fasteignaviðskipti Gamma, Quarashi og áfallið þegar hann hryggbrotnaði í fyrra. Texti: Marta Goðadóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Sölvi er næstyngstur í fjögurra systkinahópi. Magga Stína, eldri systir hans, starfar við tónlist, yngri systir hans, Elsa, er lærður fatahönnuður og sjálfur starfaði hann sem tónlistarmaður í rúman áratug. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann úr hverju þessi listræna sprettur. „Ég held að hún hljóti að eiga rætur sínar að rekja í uppeldi okkar sem var að mörgu leyti óvanalegt. Við hlutum íhaldssamt en að sama skapi frjálslynt uppeldi. Mamma mín hefur alltaf verið laus við þá þörf fyrir að setja sig í sama form og aðrir. Hún er fordómalaus og opin kona sem lagði ríka áherslu á að við fengjum að vera eins og við erum. Við vorum til dæmis aldrei klædd í madrósaföt fyrir pródúseraðar myndatökur sem börn,“ segir Sölvi og hlær. „Slíkar uppstilltar myndir héngu uppi af öllum barnabörnum ömmu og afa nema af okkur systkinunum. Við fengum að vera nákvæmlega eins og við vildum vera. Þegar ég byrjaði í sex ára bekk var ég til dæmis klæddur í rauða kápu sem stakk verulega í stúf. Einhverjir krakkar reyndu að stríða mér en einhvern veginn var mér slétt sama. Þessi arfur hefur smitast í eigið uppeldi á syni mínum. Ég reyni að ala hann upp á þennan sama fordómalausan hátt og sem dæmi er mér nákvæmlega sama hvernig litum hann klæðist. Pabbi er aftur á móti íhaldssamari, hálfsænskur og vinstrimaður. Hann er mikill Svíi í sér; rútíneraður, agaður og ávallt með markmið. Ég held að þau hafi veitt okkur gott uppeldi í sameiningu.“ Sölvi fór hina hefðbundnu leið Vesturbæings að eigin sögn. Hóf námsferilinn á Tjarnarborg, gekk svo í Melaskóla, Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Að menntaskóla loknum tók líf hans aftur á móti óvænta stefnu. „Upphaflega ætlaði ég sömu línulega leið og áður og halda beint í háskóla að menntaskóla loknum. Ég hafði verið í nokkrum ólíkum hljómsveitum, tekið þátt í Músíktilraunum sem hann vann reyndar með hljómsveitinni Stjörnukisa. Það var aldrei í kortunum að starfa sem tónlistarmaður í fullu starfi en það þróaðist í þá átt. Fljótlega þreyttist ég þó á þessu hljómsveitarformi. Satt best að segja var ég orðinn þreyttur á svokölluðu hljómsveitarlýðræði sem fól í sér að hlusta stöðugt á sjónarmið allra meðlima hverja hljómsveitaræfinguna á fætur annarri. Ég stofnaði því hljómsveitina Quarashi árið 1996 af nokkurs konar slysni. Þá var ég að prófa nýja tækni og gera tónlist á tölvu með aðstoð hljóðgervla. Það gerði ég einn í mínu horni og líkaði vel. Fyrsta Quarashi-platan kom út árið 1997 og við urðum nokkuð vinsælir. En þegar vinsældirnar fóru dalandi myndaðist ákveðið tómarúm. Mig langaði að gera meiri tónlist en andinn er misjafn í hljómsveitum og strákarnir í bandinu voru ekki beint að drífa þetta áfram. Ég nennti ekki að

34

keyra þá í gang, ákvað um að snúa mér að öðru og sótti um vinnu vorið 1999. Sem betur fer fékk ég ekki starfið því við það tvíefldist ég og kýldi á að gera aðra plötu. Hálfu ári síðar vorum við allir fluttir til New York. Eftir þetta ferli trúi ég því að okkur er ætlað að framkvæma ákveðnar hugmyndir. Jafnvel þótt við streitumst sjálf á móti þeim er okkur ýtt út í að framkvæma þær. Þetta kenndi mér líka nauðsyn þess að hlusta á skilaboð úr umhverfinu og taka þau inn, jafnvel þótt mann langi að gera annað.“ Útlandaævintýri Quarashi var Sölva og félögum mikil upplifun. „Milljónum dollara og mörg hundruð tónleikum síðar var ég bæði reynslunni ríkari á góðan og slæman hátt. Samstarfið var skemmtilegt en líka átakasamt og erfitt á tímabili þar sem bandið samanstóð af ólíkum einstaklingum.“ Sölvi hætti í Quarashi eftir rúman áratug í tónlistarbransanum. Þá venti hann kvæði sínu í kross, settist á skólabekk og hóf nám í hagfræði við Háskóla Íslands. „Þegar ég byrjaði fyrst að skapa tónlist varð ég fyrir andlegri vakningu. Tónlistarheimurinn þróaðist, það gekk vel framan af hjá mér og gekk svo upp og ofan. Í kringum 2003 og 2004 fékk ég sterka tilfinningu fyrir því að tónlistarferli mínum væri lokið. Ég var orðinn hugmyndasnauður auk þess sem ég sá að plötubransinn var að hrynja innan frá. Ég hafði engan áhuga á að spila á tónleikum svo landslagið var orðið óspennandi fyrir mig sem tónlistarmann. Ég tók þá útreiknaða ákvörðun um að hætta þessu og fór í nám. Mig langaði ekki í verkfræði því svo mikill pappakassi er ég ekki. Hagfræði fól í sér bæði abstrakt hugsun og raungreinanálgun. Það var líka eitthvað að gerjast í hausnum á mér þar sem ég hafði orðið markaðssinnaðri með árunum. Mig langaði til að læra skipulögð vinnubrögð og finna mér nýjar áskoranir. Hagfræðin lá því beinast við.“ Sölva fannst óneitanlega einkennileg upplifun að byrja í háskóla og mæta í stærðfræðitíma með mun yngri krökkum. „Í þessum litla tónlistarheimi á Íslandi var ég búinn að búa til ákveðna mynd af sjálfum mér. Við tónlistarmenn erum flestir með egó og ég er eflaust með stærra egó en margir, ég viðurkenni það hiklaust. En þarna sat ég allt í einu í hópi mun yngri krakka á nýjum vettvangi. Ég var einu sinni spurður hvort ég væri ekki gaurinn í Skítamóral, þá sauð á mér og man að ég hugsaði mér: ó nei, en hló innra með mér. Þetta var engu að síður frábær reynsla fyrir mig og þegar öllu er á botninn hvolft hafði ég gott af henni.“ Samhliða námi starfaði Sölvi í greiningardeild Kaupþings. „Þar opnaðist fyrir


" Við tónlistarmenn erum flestir með egó og ég er eflaust með stærra egó en margir, ég viðurkenni það hiklaust."

35


" Ég er aldrei ánægður. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ég er svona erfiður." mér nýr heimur sem einkenndist af dálítilli sportstemningu. Þar störfuðu margir gaurar úr handbolta og fótbolta en ég hef engan áhuga á boltaíþróttum. Ég var því mjög glaður þegar ég kynntist Ásgeiri Jónssyni sem starfar einnig hjá Gamma í dag. Hann hafði ekki hugmynd um hver ég var og við vorum einu gaurarnir í öllu fyrirtækinu sem horfðum ekki á úrslitaleiki í HM í handbolta. Við náðum strax vel saman.“ Eftir tiltölulega stutta dvöl í Kaupþingi ákvað Sölvi að flytja til Stokkhólms haustið 2008 og hefja þar meistaranám í hagfræði. „Ég var nú ekki svo framsýnn að sjá fyrir bankahrun. Mér fannst ég á þeim tíma einfaldlega ekki nógu góður í hagfræði og vildi ná betri tökum á tölfræði og stærðfræði. Ég sé ekki eina sekúndu eftir því að hafa sagt upp og farið út, enda hrundu bankarnir mánuði síðar. Ég hafði líka aldrei haft áhuga á að tryggja mér öruggan sess inni á þeirri skrifstofu og langaði að breyta til.“ Sölvi segir vissulega ólíku saman að jafna að vinna á skrifstofu átta tíma á dag og vinna tónlist í stúdíói. „Í lok dags snýst þetta samt í prinsippinu um sama hlutinn, að helga sig ákveðnu verkefni og klára það með stæl. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hafa gaman af eigin starfi en ég tel skemmtanagildi starfa stundum ofmetið.“ Hann svalar tónlistarþörf sinni við og við með því að semja tónlist og spila á tónleikum. Hann stofnaði nýverið hljómsveitina Halleluwah ásamt vinkonu sinni, Rakel Mjöll, en þau stefna að því að gefa út plötu næsta vor. „Mér finnst grasið oft grænna hinum megin. Ég þarf stundum að minna sjálfan mig á hvernig mér leið einu sinni þegar ég var í þá mund að stíga á svið með Quarashi, fyrir framan 30 þúsund manns og Eminem var næstur á svið eftir okkur. Þá hugsaði ég hvað mig langaði að vera annars staðar þá stundina. Ég er aldrei ánægður. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ég er svona erfiður. Eins og Magga Stína systir mín segir oft við mig í gríni, „Það er erfitt að vera þú, Sölvi“. Ég er víst Tígrisdýr í austrænni stjörnuspeki og Steingeit í vestrænni, það ku vera einstaklega erfið blanda og skapa togstreitu. En á sama tíma hef ég gríðarlegt drif. Ég er keppnismaður, tapsár og get verið hörundsár. Ég hef nú reyndar þroskast hvað það varðar. Ég hef svo oft farið fram úr mér að ég finn samstundis þegar ég geng of langt og biðst strax afsökunar. Ég átti það til að fara klaufalega að við að ná markmiðum mínum.“ Nú hafa tveir ólíkir heimar mæst á leið Sölva í gegnum lífið, tónlist og svo hagfræði og fjármálageiri. Fyrsta orðið sem kemur upp í hugann er togstreita. Forvitnilegt er því að vita hverjar pólitísku skoðanir hans eru? „Eini stjórnmálamaðurinn sem ég hef raunverulega stutt er Jón Gnarr. Hann er líka nokkurs konar anarkisti líkt og ég. Svipað og með marga var ég vinstrisinnaður í menntaskóla en líf mitt breyttist þegar ég ákvað að læra hagfræði í Háskóla Íslands. Annaðhvort þarf viðkomandi að hafa tekið illa eftir í tímum eða verið hreinlega ósammála þeim hagfræðiskóla sem þar er kenndur ef hann kemur úr því námi, vinstrisinnaðar. Líf mitt breyttist við að lesa Adam Smith og rit hans Auðlegð þjóðanna. Auk þess er fræg bók eftir John Maynard Keynes, General Theory einnig sterkur áhrifavaldur á mína lífssýn. Ég hef aldrei verið flokkspólitískur en lít á mig sem frjálshyggjumann og markaðssinna. Mér finnst nauðsynlegt að setja vöxt hins opinbera skorður enda sýnir reynslan að ríki hafi frekar tilhneigingu til að þenjast heldur en smækka. Til dæmis er frekar óhugnanlegt hvernig umræðan um listir og menningu á Íslandi snýst í síauknum mæli um fjárveitingar hins opinbera. Ég er ekki endilega á móti öllum styrkjum en trúi fyrst og fremst á frumkvæði einstaklinga við sköpun. Ég vil sem mest af listum og menningu en tel okkur vera komin í ógöngur hér á landi þar sem sköpun dans, tónlistar, leikhúss og annarra lista er yfirleitt háð

36

fjárveitingu frá hinu opinbera. Kraftur einstaklinganna er lykilatriði í sköpun, hann er í raun fegurðin í henni. Það á heldur ekki við rök að styðjast að 30 prósent tíma listamanna fari í styrkumsóknagerð. Ég er hlynntari því að lækka skatta á listsköpun. Í stað þess að innheimta og láta listamenn hafa fjármunina, vil ég frekar leyfa þeim, auk annarra, að borga lægri skatta. Hið opinbera hefur tilhneigingu til að fara stöðugt meira og meira inn á okkar daglega líf, það tel ég vera neikvæða þróun.“

Hryggbrotnaði í brekkunni Þann 19. janúar síðastliðinn lenti Sölvi í alvarlegu slysi þegar hann hryggbrotnaði í snjóbrettaferð fyrir norðan ásamt félögum sínum. „Ég á mér fá áhugamál og


" Ég er hlynntari því að lækka skatta á listsköpun. Í stað þess að innheimta og láta listamenn hafa fjármunina, vil ég frekar leyfa þeim, auk annarra, að borga lægri skatta." stunda hvorki golf né veiði. Aftur á móti elska ég að vera á fjöllum. Þegar ég horfi á fjöllin og snjóinn er eins og allt hljóðni innra með mér og mér finnst ég sitja á toppi lífs míns. Þegar slysið átti sér stað var ég að njóta eins slíks augnabliks ásamt félögum mínum í fjallinu. Augnabliki síðar flaug ég fjóra til fimm metra niður af syllu á snjóbretti. Ég missti jafnvægi í loftinu og lenti illa á bakinu. Það fór ekki á milli mála að eitthvað alvarlegt hafði gerst,“ segir Sölvi hugsi. „Það er erfitt að útskýra slys fyrir öðrum. Það er sérstök upplifun að fyllast vanmætti og bjargarleysi. Fólk sem lendir í alvarlegu slysi er væntanlega að upplifa sinn versta dag yfir ævina. Svo koma pollrólegir sjúkraflutningamenn og læknar á vettvang. Þarna mætast miklar andstæður, manneskja í áfalli og yfirvegunin uppmáluð. Sjúkraflutningamaðurinn sem mætti fyrstur á stað spurði mig samstundis hvort ég fylgdist með boltanum, þar sem ég lá, hélt að ég væri að deyja og efaðist um

að ganga nokkurn tíma framar. Að sjálfsögðu spurði hann að þessu af yfirlögðu ráði en það er merkilegt að upplifa þessar andstæður á augnablikinu.“ Í ljós kom að Sölvi var hryggbrotinn. Lífi hans var bjargað með aðgerð sem hann ber 25 sentímetra langt ör eftir. Batinn reyndist honum erfiður bæði líkamlega og andlega og hann var nokkra mánuði að jafna sig. „Þetta var erfið lífsreynsla og spítalalegan reyndi á mig. Ég man eftir eldri konu sem tók fram úr mér á göngugrindinni og ég var spúlaður af sjúkraliðum. Reynsla sem ég vil síður upplifa aftur. Ég var margar vikur í áfalli yfir að hafa lent í slysi, liggja í sjúkrarúmi og sjá fólk horfa á mig með ótta í augum. Ég hef verið heppinn í gegnum tíðina og alltaf haft ofurtrú á eigin lukku. Fyrir vikið reyndist mér erfitt að trúa því að ég hefði lent í þessu slysi. Ég tel mig hafa unnið ágætlega úr áfallinu og ég upplifði þakklæti í bataferlinu þegar ég hugsaði til þess að það væri tölfræðilega

37


" Ég viðurkenni þó fúslega að föðurhlutverkið er mér frekar óeðlislægt og mikil áskorun."

ómögulegt að komast klakklaust í gegnum fyrstu 40 ár lífsins. Læknirinn minn, Halldór Jónsson, er mikill öndvegismaður og studdi vel við mig í bataferlinu. Hann ráðlagði mér að fara sem fyrst aftur út í lífið, sama hve erfitt það kynni að vera. Ég fór að hans ráðum, fór í vinnu, sótti tónleika og hitti fólk. Það gekk illa til að byrja með en alltaf betur og betur. Líkamlega er ég nánast kominn til baka en ég finn enn fyrir kvíða þegar ég hugsa um slysið. Fyrir hálfu ári síðan var ég kokhraustur og ætlaði aftur á snjóbretti innan árs. Ég hef hins vegar ákveðið að fresta því í bili. Áhugamál mín eru fá og ég verð að snúa aftur í brekkuna. Ég geri það einhvern tíma þegar ég er tilbúinn.“

Enginn Instagram-pabbi Sölvi á lítinn þriggja ára strák. „Það breyttist margt í lífi mínu þegar ég varð pabbi, þar sem það kom óvænt upp. Sumir karlmenn í kringum mig eru miklir barnakarlar, ólíkt mér. Ég hef aldrei verið það. Þegar í ljós kom að við áttum von á barni vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að haga mér. Svo leit ég í kringum mig og sá vini mína tækla þetta hlutverk og tók þá ákvörðun um taka þessu barni fagnandi. Að undanförnu, eftir því sem sonur minn eldist, hef ég fundið laun erfiðisins. Ég verð að viðurkenna að ég fann ekki tenginguna við son minn strax. Nú er hann að verða þriggja ára og við erum alltaf að tengjast betur. Stundum heyrir maður, „þegar barnið mitt fæddist var eins og nýjar dyr hafi opnast að hjarta mínu. Þannig var það alls ekki hjá mér. Af minni reynslu að dæma er þetta ferli og tengingin næst ekki á einu augabragði. Engu að síður ákvað ég að fagna föðurhlutverkinu, fara inn í það heils hugar og ákvað að verða ekki bara instagram-pabbi. Það þýðir ekki að standa til hliðar og ætlast til tengingin komi til manns, það þarf að ganga inn í hlutverkið þó að það geti verið erfitt. Tengingin kemur í gegnum umönnunina, þegar lesið er fyrir börnin og jólaskemmtanirnar sem maður sækir. Ég viðurkenni þó fúslega að föðurhlutverkið er mér frekar óeðlislægt og mikil áskorun.“ Sölvi vann við greiningu á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Reykjavík hjá greiningardeild Kaupþings áður en hann hélt til Stokkhólms í frekara nám. Þar lagði hann stund á meistaranám í hagfræði og var byrjaður í doktorsnámi, fjármögnuðu meðal annars af Sveriges Riksbank, þar sem hann stundaði rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Hvaðan ætli þessi beislandi áhugi á fasteignamörkuðum komi? „Ásgeir Jónsson, dósent í Háskóla Íslands, vakti upphaflegan áhuga minn fyrir fasteignahagfræði. Ég komst fljótt að því að hún er ávanabindandi. Ég skrifaði meistararitgerð um opinberar skuldir, hef mikinn áhuga á fjármálakreppum og hef reynt að sérhæfa mig í þeim. Þar að auki hef ég verið að sýsla með fjárfestingar og eignastýringu á fasteignamörkuðum.“

Kippir sér lítið upp við gagnrýni Síðastliðin fjögur ár hefur Sölvi starfað hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. Þar stýrir hann sjóðunum GAMMA Centrum og GAMMA Eclipse, lokuðum fagfjárfestasjóðum sem fjárfesta fyrst og fremst í íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. „Árið 2011 var ég beðinn um að skrifa skýrslu um fasteignamarkaðinn ásamt Ásgeiri Jónssyni, efnahagsráðgjafa GAMMA og dósent í HÍ. Þá var talað um að offramboð væri af tómum íbúðum. Við ákváðum að greina þetta betur og kortleggja markaðinn. Niðurstöður skýrslunnar leiddu í ljós fyrirsjáanlegan skort á húsnæði og því myndaðist tækifæri til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Það gerðum

38

við fyrir hönd okkar viðskiptavina í gegnum sjóði sem stýrt er hjá GAMMA. Fasteignaverð var hagstætt eftir mikla lækkun árið 2009. Margir sátu fastir í yfirskuldsettum eignum og ekkert var byggt þar sem markaðsverð endurspeglaði ekki byggingarkostnað. Þarna hófst endurreisn fasteignamarkaðarins sem hefur að mörgu leyti haft jákvæð áhrif á efnahag heimila og uppbygging er komin á fullt.“ Flestar íbúðir sem sjóðurinn hefur fest kaup á eru um 70-100 fm að stærð, miðsvæðis í Reykjavík. Telur þú að fjárfestingar sjóðsins á íbúðarhúsnæði hafi lagt stein í götu ungs fólks og hindrað aðgang þeirra að fasteigna- og leigumarkaðnum? „Stutta svarið er nei, alls ekki. Í fyrsta lagi eru fimm hundruð kaupsamningum þinglýst í hverjum mánuði. Við höfum fjárfest í um þrjú hundruð íbúðum á undanförnum tveimur árum og því keypt að jafnaði nokkrar á mánuði. Verðið er fest af markaðsaðilum, við höfum engin áhrif á verðið og af tölunum að dæma eru flestir kaupendur og seljendur fasteigna einstaklingar. Árin 2011 og 2012 var kvartað mest yfir að húsnæði fjölmargra fjölskyldna var yfirskuldsett. Það voru því góðar fréttir fyrir þær fjölskyldur að sjá íbúðaverð hækka. Loks gat fólk sem sat uppi með yfirskuldsett húsnæði selt. Í öðru lagi er mikilvægt að minna á að við settum 300 til 400 eignir á leigumarkaðinn sem voru áður í séreign. Þar með fjölguðum við leiguíbúðum, stuðluðum að lægra leiguverði og gátum boðið leigjendum upp á langtímaleigu í öruggu húsnæði. Við höfðum orðið varir við eftirspurn eftir þeim kosti. Það má vel vera að leiguverðið sé hátt. Persónulega finnst mér það líka en mér finnst osturinn minn og matarkarfan í heild sinni líka allt of dýr. Við viljum öll hafa það betra en það hefur ekki beint með Gamma að gera. Í þriðja lagi þá er airbnb, íbúðaleiguvefurinn, raunverulega langstærsti orsakavaldurinn að hækkandi leiguverði miðsvæðis í Reykjavík. Nánast allir sem vettlingi geta valdið eru að leigja út til ferðamanna. Það er mikilvægt að átta sig á því að jafnvel þó að GAMMA reki stærsta einkarekna leigufélag landsins og umsvifin séu sannarlega mikil, þá er félagið ekki markaðsráðandi aðili af neinu tagi, hvorki í fasteignaviðskipum né á leigumarkaði. En auðvitað er það okkar hlutverk að skila fjárfestum okkar ávöxtun.“ Þið hafið verið gagnrýndir harðlega, til dæmis af Svani Guðmundssyni, formanni Félags löggiltra leigumiðlara, sem sagði orðrétt í Fréttatímanum „Þeir eru að búa til bólu sem springur út eins og graftarkýli á unglingi.“ Hvernig kom sú gagnrýni við þig? „Svani má auðvitað finnast þetta. Oftast myndast slíkar skoðanir út frá persónulegum hagsmunum fólks og það er mannlegt. Ég kippi mér því lítið upp við svona tal. Aftur á móti styður fyrirtækið við ýmis uppbyggileg verkefni, menningu og listir, líkt og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara og fleiri. Núna erum við að taka þátt í opnun nýs kaffihúss, Reykjavík Roasters, í Brautarholti sem er staðsett í einni eigna okkar þar og Laugavegur 77 er annað dæmi um jákvætt verkefni á okkar á vegum.“ Líkt og fram hefur komið á Sölvi fjölbreyttan feril tónlistar og viðskipta að baki. Miðað við ferilinn er ómögulegt að giska á framtíðarplön hans. „Ég hef aldrei leynt því að í náinni framtíð langar mig að sameina bakgrunn minn í listum og viðskiptum. Undanfarin tíu ár hefur til dæmis stórmerkileg þróun átt sér stað í tónlist. Sá geiri þróaðist hratt úr því að vera hálaunabransi yfir í að vera fátækrabransi. Það felst því spennandi áskorun í að búa til tekjumódel fyrir tónlist, bíó og sjónvarp þar sem bylting hefur orðið á streymi á mynd og hljóði. Annars stefni ég að því að leita uppi enn fleiri spennandi áskoranir í framtíðinni.“


" Það má vel vera að leiguverðið sé hátt. Persónulega finnst mér það líka en mér finnst osturinn minn og matarkarfan í heild sinni líka allt of dýr. Við viljum öll hafa það betra en það hefur ekki beint með Gamma að gera." 39


Heimasmíðuð

hjól

Það sem heillar mig við reiðhjól er einfaldleikinn. Hjólin sem ég set saman eru eins einföld og hugsast getur, engir gírar, engin fjöðrun, bara stórt tannhjól sem drífur minna tannhjól, tengdu við afturhjólið, og stýri, bremsur og hnakkur til að sitja á. Þar sem það eru engir gírar á hjólinu, snýst keðjan mjúklega og hljóðlega og það er lítill núningur við tannhjólin. Það þýðir líka að hjólið er mjög létt, aðeins um sjö kíló. Umsjón: Rafael Pinho Myndir: Rafael Pinho

S

vona hjól voru mjög vinsæl í London þegar ég flutti þaðan fyrir fimm árum, sérstaklega á meðal hjólasendla sem kusu einfalda, hraðskreiða og áreiðanlega fararskjóta til að komast leiðar sinnar. Vegna umferðarþungans í borginni eru reiðhjól oft fljótlegri ferðamáti en einkabílar og fara jafnvel hraðar yfir en vélhjól. Stýrin eru stytt til þess að hjólreiðamennirnir geti smokrað sér á milli bílanna og almennar umferðarreglur eru að mestu virtar að vettugi. Ég hreifst af einfaldri fagurfræði þessara hjóla en þetta eru

40

yfirleitt gömul götu- eða keppnishjól úr stáli sem hafa verið gerð upp með nýjum léttari pörtum. Ég ákvað að setja sjálfur saman hjól og fór að leita að stelli á eBay. Ég fann síðan handsmíðað, enskt Claud Butlerhjól frá 1953 og breytti því í eingíra hjól með aðstoð Davids hjá Kría hjól. Ég hafði svo mikla ánægju af smíðinni að ég keypti strax annað stell, Peugeot frá 9. áratugnum, og byrjaði upp á nýtt en varð þá að setja upp talíu í litlu geymslunni minni til að geta hengt hjólin upp í loft. Ég hefði kannski látið staðar numið þarna ef ég hefði ekki

flutt í nýja íbúð með stærri geymslu. Ég var líka kominn með bakteríuna og það leið ekki á löngu þar til ég fann annað hjól í Góða hirðinum. Þetta var illa farið, gamalt, franskt götuhjól sem kostaði mig 2.000 krónur. Fjórða hjólið kom upp í hendurnar á mér þegar ég fór í Sorpu að henda jólatré. Í þetta sinn gamalt, ryðgað, kanadískt stell með mjög flottum, upprunalegum Shimanopörtum. Það veitir mér ómælda gleði að sjá ónýtt, ryðgað hjól eignast nýtt líf eftir að hafa verið sandblásið, pólýhúðað, bónað og endurgert og verða jafnvel betra en nýtt.

Ég verð að játa að Reykjavík er ekki besti staðurinn fyrir hjól af þessu tagi og þeir dagar sem hægt er að nota þau eru kannski ekki margir. En ég geri þau ekki upp af praktískum ástæðum. Ég geri þetta af því að mér finnst hjólin flott og gaman að hjóla á þeim. Í dag fleygir tækninni svo hratt fram að það eru fáir hlutir eftir sem ég raunverulega skil hvernig virka. Þá finnst mér mjög gaman að hafa eitthvað sem ég þekki inn og út, eitthvað einfalt sem samanstendur af stáli, áli, gúmmíi og legum.


græjan mín

Það veitir mér ómælda gleði að sjá ónýtt, ryðgað hjól eignast nýtt líf eftir að hafa verið sandblásið, pólýhúðað, bónað og endurgert og verða jafnvel betra en nýtt.

41


HINN FORNI FJANDI BONDS

SNÝR AFTUR Ian Fleming kynnti James Bond, njósnara hennar hátignar númer 007, til sögunnar árið 1952 í skáldsögunni Casino Royale. Tíu árum síðar, 1962, holdgerðist þessi útvörður hins frjálsa heims í Sean Connery í fyrstu Bond-myndinni, Dr. No. Bond hefur staðið vörð allar götur síðan og haldið aftur af Sovétmönnum, hryðjuverkagengjum, fíkniefnabarónum og alls konar geðsjúklingum sem hafa einsett sér ýmist að leggja heiminn undir sig eða rústa honum.

ARFTAKINN Daniel Craig og Connery eiga það sameiginlegt að í meðförum þeirra er Bond eitilharður og líkastur þeim Bond sem birtist í bókum Ian Flemings. Bondarnir þeirra mega ekkert vera að því að djóka neitt. Þeir ganga hreint til verks, ískaldir og miskunnarlausir, þannig að SPECTRE má fara að vara sig.

Á þessari rúmu hálfu öld sem liðin er síðan Connery kveikti í fyrsta vindlingnum, kynnti sig sem „Bond, James Bond“ og pantaði sinn fyrsta Vodka Martini, hristan en ekki hrærðan, hefur Bond lagt að velli skúrka eins og Goldfinger, manninn með gylltu byssuna, sjálfan Scaramanga, Mr. Big og skósveinana Oddjob, stálkjaftinn Jaws, komið í veg fyrir nokkrar heimsstyrjaldir og stöku heimsenda. Af öllum þeim andskotum sem Bond hefur mætt hefur enginn verið skæðari og erfiðari viðureignar en glæpasamtökin SPECTRE.

Verðugur andstæðingur

KOLKRABBINN SPECTRE eru alvörusamtök með sitt eigið lógó og stjórnarmeðlimir ganga undir einföldum númerum en ekki eiginnöfnum. Aðalgæinn er númer 1, síðan kemur 2 og svo koll af kolli. SPECTRE teygir anga sína víða og fæst meðal annars við fíkniefnasmygl, morð, fjárkúganir, hryðjuverk og stefnir af og til að heimsyfirráðum.

Þessi skelfilegu samtök eru þess eðlis að venjulega rennur fólki kalt vatn milli skinns og hörunds þegar það heyrir þau nefnd á nafn, enda stendur skammstöfunin fyrir Special Executive for Counter-intelligence, Terrorism, Revenge and Extortion. Minna má það ekki vera en á íslensku má útleggja þetta sem alþjóðleg samtök á sviði gagnnjósna, hryðjuverka, hefndar og kúgunar. Og það versta við SPECTRE er að þau standa vel undir þessu öllu saman. Samt sem áður fór nostalgískur sæluhrollur um ótal Bond-aðdáendur

ÓVINUR NÚMER 1 Ofurskúrkurinn Ernst Stavro Blofeld er samkvæmt bókum Ian Flemings fæddur þann 28. maí 1908 í Póllandi og deilir afmælisdegi með Fleming. Hann er stofnandi SPECTRE sem hann stjórnar með harðri hendi sem Númer 1. Blofeld er ofurgreindur og fyrir Bond er hann það sama og prófessor Moriarty fyrir Sherlock Holmes. Blofeld kemur við sögu í þremur

42

skáldsögum Flemings, Thunderball, On Her Majesty’s Secret Service og You Only Live Twice, og sex Bondmyndum, From Russia with Love, Thunderball, You Only Live Twice, On Her Majesty’s Secret Service, Diamonds Are Forever og For Your Eyes Only. Hann skýtur svo einnig upp kollinum í hinni sjálfstæðu Never Say Never Again sem byggði á sama handriti og Thunderball.

úti um allan heim nýlega þegar framleiðendur Bond-myndanna létu þau boð út ganga að næsta Bond-mynd, sem verður númer 24 í röðinni, muni bera titilinn SPECTRE. Loksins, loksins! Og af hverju var ekki löngu búið að gera þetta? Svarið við því er þó samt sennilega, sem betur fer, að ekki var búið að gera þetta vegna þess að núna er akkúrat rétti tíminn fyrir SPECTRE að teygja sína ótal arma illsku og eyðileggingar um heimsbyggðina. Slagkrafturinn í SPECTRE og erkióvini Bonds, stofnanda samtakanna, Ernst Stavro Blofeld, er nefnilega magnaður ef haft er í huga að samtökin koma aðeins við sögu í sex Bond-myndum af þeim 23 sem gerðar hafa verið og þannig hafa Roger Moore, Timothy Dalton, Pierce Brosnan og, hingað til, ekki heldur Daniel Craig tekist á við SPECTRE. Samtökin voru hins vegar andstæðingur Sean Connery í öllum Bond-myndum hans, nema Goldfinger. George Lazenby lenti illa í SPECTRE og Blofeld í sinni einu mynd, On Her Majesty’s Secret Service, og þar sem Connery og Craig eru óumdeilt hörðustu og bestu Bondarnir þá er SPECTRE verðugur andstæðingur Craigs og tímabært að hann mæti samtökunum í sinni fjórðu Bond-mynd.

Framan af var andlit Blofelds ekki sýnt á tjaldinu en hann var jafnan sýndur strjúka hvítum angóraketti sem varð helsta einkenni hans. Blofeld hefur verið margstældur sem fyrirmynd að ofurskúrki en eftirminnilegasta skrumskælingin á honum er vitaskuld Dr. Evil í Austin Powers-myndunum. Nokkrir leikarar hafa túlkað Blofeld í gegnum tíðina. Hann sýndi fyrst andlit sitt í You Only Live Twice þar sem Donald Pleasence lék hann með tilþrifum. Þar heldur hann til ofan í eldfjalli í Japan og ætlar sér að koma

SPECTRE er þrumufleygur

Bond-bálkurinn var endurræstur með miklum stæl 2006 þegar Craig tók við hlutverkinu og horfið var til upprunans, bókstaflega, með því að kvikmynda loks fyrstu bók Flemings um Bond, Casino Royale. Maskínan hökti aðeins í næstu mynd, Quantum of Solace, en þar voru þó kynnt til sögunnar samtök sem minntu glettilega á SPECTRE. Síðasta Bond-mynd, Skyfall, var dásamleg veisla fyrir harða Bond-aðdáendur, stútfull af vísunum í eldri myndir og þá voru loks kynnt til sögunnar M og Monneypenny í anda gömlu myndanna. Það er því rökrétt framhald að SPECTRE mæti í öllu sínu veldi í næstu mynd. SPECTRE kemur fyrst við sögu í Bond-bókunum 1961 í Thunderball. Þetta var áttunda bókin um Bond en hann hafði áður helst glímt við Rússagrýluna, KGB og undirdeild þeirrar leynisþjónustu, SMERSH, sem einbeitti sér að því að uppræta njósnara vestrænna ríkja. Fleming hafði á tilfinningunni að kalda stríðið væri að klárast eða yrði í það minnsta búið þegar Thunderball yrði kvikmynduð og Rússarnir því að renna út sem óvinir Bonds. Hann kokkaði því upp SPECTRE, frjáls og óháð samtök sem spiluðu á bæði stórveldin og höfðu ekki aðra pólitík en þá að auðgast og valda glundroða í leiðinni. Bond er vitaskuld í grunninn kalda stríðshetjan og Fleming skóp hann ekki síst til þess að reyna að efla sjálfsálit Breta sem var nokkuð dældað

af stað heimsstyrjöld. Ofan í gígnum fær hann kjörið tækifæri til þess að losa sig við Bond í eitt skipti fyrir öll en gerir þau sígildu mistök að þurfa fyrst að grobba sig yfir stórkostlegum plönum sínum. Bond biður um að fá að reykja síðustu sígarettuna við það tækifæri. „Já, látiði hann fá sígaretturnar sínar. Það verður ekki nikótínið sem drepur þig, herra Bond.“ Rettan er auðvitað leynivopn frá Q og Bond bjargar sér á þeim hvimleiða ósið sem reykingar eru. Kojack-leikarinn Telly Savalas lék Blofeld í næstu mynd, On Her


að lokinni seinni heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu vissulega sigur með bandamönnum en nú blasti við gerbreytt heimsmynd og Stóra-Bretland var ekki lengur heimsveldi, heldur peð á taflborði nýju stórveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þá var nú ekki ónýtt að fá fram þennan sjarmerandi stórreykingamann, flagara og drykkjurút sem brunaði á flottum Bentley, sængaði hjá fögrum fljóðum og lumbraði þess á milli á kommaskrílnum. Bond var einfaldlega bestur og þurfti oftar en ekki að koma CIA til hjálpar í baráttunni við kommalufsurnar. Blofeld lýsir SPECTRE ágætlega í From Russia with Love-myndinni þegar hann etur saman þremur bardagafiskum í búri á skrifstofu sinni. Tveir byrja strax með stærilæti að berjast upp á líf og dauða á meðan gáfaði fiskurinn heldur sig til hlés og fylgist með. Blofeld segir hann bíða þar til hinir séu orðnir vígamóðir, þá lætur hann til skarar skríða. Þannig er SPECTRE og hinir tveir eru að sjálfsögðu ígildi stórveldanna tveggja.

Blofeld og Bond

SPECTRE voru í upphafi lítil klíka illmenna úr röðum helstu fautahópa heims: Gestapó, mafíunni, SMERSH og leynilögreglu Títós. Samtökunum vex þó hratt ásmeginn og þau ógna ítrekað heimsfriði og jafnvægi efnahags heimsbyggðarinnar í Bond-myndunum. Blofeld hefur orð á því að samtök þessi líði ekki mistök og meðlimum er refsað grimmilega fyrir svik og mistök en fyrir slíkt gjalda meðlimir með lífi sínu. Og þar sem enginn úr röðum SPECTRE hefur við Bond þarf Blofeld oftar en ekki að lóga sínu eigin fólki fyrir það eitt að standast 007 ekki snúning.

Majesty’s Secret Service, en þá hafði skúrkurinn hreiðrað um sig í svissnesku Ölpunum. Í arnarhreiðri sínu þar hafði hann smalað saman fegurðardrottningum frá öllum heimshornum með það fyrir augum að gera þær út með vírus sem ætlað er að rústa öllum landbúnaði í heiminum. Bond tekst bæði að sænga hjá flestum konunum og koma í veg fyrir áform Blofelds en geldur fyrir það dýru verði þar sem afskipti hans kosta hann eiginkonuna. Charles Gray tók við hlutverki Blofelds í Diamonds Are Forever

SPECTRE og Blofeld koma mest við sögu í þremur bóka Flemings: Thunderball, On Her Majesty’s Secret Service og You Only Live Twice. Þessi þrenna sem oft er kölluð Blofeldtrílógían er býsna mögnuð og þær eru með tilfinningaríkari bókum Flemings um Bond. Í Thunderball kemur Bond í veg fyrir stórkostleg fjárkúgunaráform SPECTRE sem hafa rænt tveimur bandarískum kjarnorkusprengjum sem Blofeld hugðist sprengja í tveimur stórborgum ef ekki yrði orðið við kröfum hans. Erkifjendunum lýstur svo harkalega saman í On Her Majesty’s Secret Service sem lýkur með þeim ósköpum að Blofeld og illkvendið Irma Bunt drepa Tracy, eiginkonu Bonds, á brúðkaupsdaginn. Bond hyggur vitaskuld á hefndir og hefur uppi á Blofeld í Japan í You Only Live Twice. SPECTRE eru þá orðin hálftannlaus og Bond gerir endanlega upp við Blofeld þar. Djöfulgangurinn í endataflinu er slíkur að Bond stendur eftir minnislaus og lifir um stund sem japanskur fiskimaður þangað til hann ranglar til Sovétríkjanna í leit að fortíð sinni. Þaðan snýr hann aftur heilaþveginn í The Man with the Golden Gun en það er önnur saga. Dr. Julius No, vinnur sín myrkraverk á Jamaíka á vegum SPECTRE þannig að samtökin stimpla sig strax inn í fyrstu Bond-myndinni, Dr. No, og verða aðalviðfang Seans Connery í myndunum sex sem hann lék í. Í næstu mynd, From Russia With Love, sést í fyrsta skipti í Blofeld þótt andlit hans sé aldrei sýnt. Í myndinni setur SPECTRE heilmikla áætlun í gang sem gengur út á að komast yfir dulmálsvél Sovétmanna og hefna sín á Bond í leiðinni fyrir tjónið sem hann olli samtökunum í Dr. No. Í bók Flemings stendur SMERSH á bak við plottið en í kvikmyndunum

en hann hafði áður leikið breskan leyniþjónustumann í You Only Live Twice. Blofeld hefur breytt útliti sínu með lýtaaðgerðum og einnig látið setja nýja andlitið á fleiri menn þannig að úr vöndu er að ráða fyrir Bond sem gengur illa að kála hinum eina rétta Blofeld. Þegar hér er komið við sögu stendur Blofeld í stórfenglegu demantabraski sem er vitaskuld liður í nýjustu kúgunaráformum hans. Rannsókn Bonds á demantasmyglinu leiðir hann enn eina ferðina til fundar við sinn forna fjanda.

BOND, JAMES BOND Sean Connery var fyrsti Bondinn í bíó. Hann kynnti sig til leiks í Dr. No 1962 og þurfti þá strax að takast á við SPECTRE.

hefur SPECTRE yfirtekið hlutverk SMERSH. SPECTRE sat síðan hjá í þriðju myndinni, Goldfinger, en kemur inn af fullum krafti í Thunderball þar sem samtökin ræna tveimur kjarnorkusprengjum og setja allt í uppnám. Bond kemur að sjálfsögðu í veg fyrir að plön Blofelds gangi eftir og hann heldur áfram að leggja samtökin í einelti í You Only Live Twice. Þar hefur Blofeld komið sér fyrir í eldfjallsgíg í Japan og rænir á víxl bandarískum og sovéskum geimförum þar til spennan milli stórveldanna er orðin slík að heimsstyrjöld er á næsta leyti. En sem fyrr eru það Bretar, með Bond í fararbroddi, sem bjarga málunum. Eftir You Only Live Twice var Connery kominn með upp í kok af Bond og hætti. George Lazenby tók þá við hlutverkinu og tókst á við SPECTRE í On Her Majesty’s Secret Service, einni bestu og vanmetnustu Bondmyndinni. Þetta er ein dramatískasta saga Flemings en í henni verður Bond ástfanginn og kvænist sinni heittelskuðu Tracy. Hjónabandssælan verður þó stutt þar sem Blofeld og samstarfskona hans, Irma Bunt, drepa Tracy á brúðkaupsdaginn.

Sænski öndvegisleikarinn Max von Sydow tók að sér hlutverk Blofelds í sjálfstæðu Bond-myndinni Never Say Never Again 1983 þegar Sean Connery setti upp hárkollu og lét tilleiðast að leika Bond einu sinni enn. Myndin var gerð í óþökk EON, sem framleiðir Bond-myndirnar, en þar sem Fleming sat ekki einn að höfundarrétti Thunderball myndaðist þessi glufa til þess að gera Bond-mynd utan seríunnar. Hér er sögð sama sagan og í Thunderball þar sem SPECTRE rænir tveimur kjarnorkuflaugum sem Bond verður að finna áður en Blofeld sprengir þær.

Lazenby stóð sig ekki sem skyldi og Connery var því kallaður til og hélt enn á ný til atlögu við SPECTRE í Diamonds Are Forever. Þar kemur Bond til leiks í hefndarhug og í byrjun myndarinnar eltist hann við Blofeld út um allan heim og telur sig ná að drepa hann áður en atburðarásin hefst fyrir alvöru. En ófeigum verður ekki í hel komið og Blofeld skýtur upp sínum fúla kolli og nú með tvífara með sér þannig að Bond er í stökustu vandræðum með að kála hinum eina sanna. Eftir Diamonds Are Forever hætti Connery endanlega og um leið skildu leiðir með Bond og SPECTRE. Roger Moore tók við og í næstu myndum er eins og Blofeld og SPECTRE hafi aldrei verið til. Moore fékk þó að kveðja Blofeld endanlega þegar hann lét hann falla í hjólastól af þyrlu ofan í verksmiðjuturn í upphafsatriði For Your Eyes Only. Síðan þá hefur ekkert spurst til SPECTRE og Blofeld fyrr en nú og engin hætta er á öðru en að endurfundir Bonds og SPECTRE verði einn af hápunktum bíóársins 2015.

Sá frábæri leikari Christoph Waltz mun fara með hlutverk aðalillmennisins í næstu Bond-mynd sem ber þann volduga titil SPECTRE. Fyrir liggur að persóna Waltz heiti Oberhauser en dyggir aðdáendur Bonds og Blofelds halda í vonina um að hér sé um dulnefni að ræða og Waltz sé í raun sjálfur Ernst Starvo Blofeld. Það yrði auðvitað frábært, enda vandfundinn betri leikari til þess að túlka illsku Blofelds en einmitt Christoph Waltz.

43


Leki

leggur stjórnmálamann -Eftir Jón Stefánsson

Eitt sinn er Gunnar Thoroddsen var spurður um mannkosti Geirs Hallgrímssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, svaraði Gunnar: ,,Ég þekkti Hallgrím föður hans vel og mætari, heilsteyptari og heiðarlegri manni hef ég aldrei kynnst. Einkennilegt hvað þeir feðgar eru ólíkir!” Þetta svar varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Gunnars Thoroddsen, lýsir með skýrum hætti þeim djúpstæða ágreiningi sem var innan flokksins á öllum áttunda áratugnum sem endaði með ríkisstjórnarmyndun Gunnars og klofningi flokksins í nær heilt kjörtímabil. Saga samskipta formanna og varaformanna Sjálfstæðisflokksins hefur nær alla tíð verið saga gagnkvæms trausts, samvinnu og vináttu, þótt vissulega hafi hvesst og ágreiningur stundum skotið upp kollinum eins og gengur og gerist þar sem sterkir og skapstórir einstaklingar starfa náið saman. Samskipti og langvarandi vantraust Gunnars og Geirs er undantekning ef frá eru talin þau rúmu tvö ár sem Davíð Oddsson sat sem varaformaður Þorsteins Pálssonar. Í raun reyndi aldrei á samstarf þeirra allt þar til Davíð, með stuttum fyrirvara, bauð sig fram gegn Þorsteini og vann hann á landsfundinum fyrir alþingiskosningarnar 1991. Eftir hinn sögulega landsfund 18.-20. nóvember 2011 þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni, og tapaði ríkti eins konar ,,vopnaður friður” í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Langur stjórnarandstöðutími virtist vera í uppsiglingu og alls óvíst hvort Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti tapaða stöðu eftir efnahagshrunið 2008. Hanna Birna var alls ekki sátt við niðurstöðuna, enda hafði hún reiknað með sigri í formannskjörinu. Stuðningsmenn hennar voru sigurvissir á fundinum. Þeir áttuðu sig greinilega ekki á því hve vel liðsmenn Bjarna voru undirbúnir. Bjarni var í rólegheitunum búinn að ná yfirhöndinni meðal landsfundarfulltrúa um miðjan laugardaginn, en kosið var á sunnudeginum. 44

Þegar farið var að líða að lokum síðasta kjörtímabils og alþingiskosningarnar 2013 voru í augsýn höfðu sjálfstæðismenn miklar og vaxandi áhyggjur af stöðu flokksins í skoðanakönnunum. Fylgið hreyfðist lítið þrátt fyrir miklar óvinsældir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og villikatta hennar. Það var eins og Bjarni Benediktsson og þingflokkurinn í heild sinni næði ekki áttum, kæmi sjónarmiðum sínum ekki á framfæri eða stæði undir merkjum sem málsvari borgaralegra afla í landinu. Afhroð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2010 undir forystu þáverandi borgarstjóra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hafði líka lamandi áhrif á innra starf flokksins. Stjórnarandstaðan í borginni var afar máttlítil, enda hafði Hanna Birna tekið við embætti forseta borgarstjórnar undir nýjum

meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins. Hún gat ekki haldið uppi öflugri stjórnarandstöðu á sama tíma og hún gegndi slíku trúnaðarstarfi fyrir ráðandi meirihluta. Nýtt og óútreiknanlegt stjórnmálaafl undir forystu Jóns Gnarr tók Hönnu Birnu úr sambandi. Á endanum sá Hanna Birna að þetta samstarf gat ekki gengið upp og sleit því en þá höfðu Jón Gnarr og félagar náð sínu fram. Stjórnmálafræðingurinn var skák og mát í taflinu við grínistann! Því kom það mörgum sjálfstæðismönnum á óvart þegar gagnrýnisraddir fóru að heyrast frá Hönnu Birnu og stuðningsmönnum hennar um vonlausa stjórnarandstöðu Bjarna Benediktssonar í landsmálunum. Á útmánuðum 2012 brá svo við að fylgi flokksins fór að hjarna við í skoðanakönnunum á landsvísu en borgarstjórnarflokkur Hönnu Birnu náði engu flugi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins töluðust reyndar ekki við eftir harkalegt prófkjör haustið 2009. Borgarstjórnarflokkurinn var því lamaður og hugur Hönnu Birnu var tekinn að snúast um landsmálin. 
 Þegar leið á vorið 2012 urðu raddir enn háværari úr röðum stuðningsmanna Hönnu Birnu, þess efnis að úrslit síðasta landsfundar flokksins, þ.e. fundarins haustið 2011, hefðu verið mistök. Svipað væri komið fyrir flokknum og haustið 1988 þegar Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hemannsson hentu Þorsteini Pálssyni og Sjálfstæðisflokknum út úr ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson væri að vísu góður drengur en

skorti forystuhæfileika til að rífa fylgið upp og mynda ríkisstjórn. Ólöf Nordal hafði starfað náið með Bjarna og naut almenns stuðnings í Sjálfstæðisflokknum. Hún þótti hafa staðið sig vel á mjög erfiðum tímum flokksins og því ljóst að ekki var pláss fyrir Hönnu Birnu í forystunni. Ef Hanna Birna færi í framboð á móti Ólöfu myndi hún einfaldlega tapa þar sem ljóst mátti vera, aðenginn vilji væri á meðal sjálfstæðismanna að skipta um varaformann. Fleyg ummæli Gunnars Thoroddsen áttu ekki við undir þessum kringumstæðum, en hann sagði eitt sinn í hæðnistón um stöðu Geirs Hallgrímssonar sem formanns og gagnrýni stuðningsmanna Geirs á hann sem varaformann: ,,Nú stendur formaðurinn sig illa og skal þá skipta um varaformann!” En skjótt skipast veður í lofti. Vegna fjölskylduástæðna tilkynnti Ólöf Nordal brottför sína úr íslenskri pólitík og opnaði þar með dyrnar að varaformannsstólnum fyrir Hönnu Birnu og um leið útgönguleið úr borgarmálunum.

Hanna Birna heggur í annað sinn

Eftir sigur Hönnu Birnu í prófkjörinu vegna alþingiskosninganna í Reykjavík 24. nóvember 2012 var hún komin í forystusveitina í landsmálunum og leið hennar í varaformanninn galopin. Innsti kjarni stuðningsmanna hennar var sammála um að ekki væri hyggilegt að hjóla aftur í Bjarna á landsfundi flokksins, sem haldinn var 18.-20. febrúar 2013, heldur væri klókara að láta hann og þá sem


" Stuðningsmenn hennar voru sigurvissir á fundinum og áttuðu sig greinilega ekki á því hve vel liðsmenn Bjarna voru undirbúnir."

börðust fyrir hann á landsfundinum haustið 2011 sitja uppi með ábyrgðina af líklegum ósigri í komandi þingkosningum og stjórnarandstöðu á nýju körtímabili. Ef pólitísk örlög Bjarna færu á þann veg, að flokkurinn yrði áhrifalaus í landsmálunum, yrði afsögn hans óumflýjanleg. Hanna Birna yrði þá formaður Sjálfstæðisflokksins fyrr en seinna. Sjálfstraust stuðningsmanna Hönnu Birnu var í hámarki og glöddust þeir mjög yfir árangri hennar í prófkjörinu haustið 2012 sem og á landsfundinum í febrúar 2013, þegar hún var kjörin varaformaður flokksins. Fundurinn markaði upphaf kosningabaráttunnar fyrir alþingiskosningarnar í apríl það ár. Sögulegur kosningaósigur hennar í borgarstjórnarkosningunum 2010, vandræðagangurinn vegna setu hennar í forsetastóli borgarstjórnar í skjóli Jóns Gnarr og ósigur hennar gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundinum 2011 var allt að baki. Framtíðin blasti við henni sem væntanlegs leiðtoga flokksins að mati stuðningsmanna hennar. 
 En nú fóru undarlegir hlutir að gerast. Þegar að loknum landsfundi fór af stað orðrómur innan flokksins í þá veru að góð útkoma væri því aðeins möguleg í alþingiskosningunum ef Hanna Birna tæki við flokksformennskunni af Bjarna Benediktssyni. Slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum sýndi að það væri nánast útilokað að mynda ríkisstjórn undir forystu Bjarna . Vafamál væri hvort flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yfirhöfuð. Skoðanakannanir birtust í Viðskiptablaðinu sem renndu

stoðum undir þennan orðróm. Grunsemdir vöknuðu strax meðal stuðningsmanna Bjarna þess efnis að skoðanakannanirnar væru keyptar af stuðningsmönnum Hönnu Birnu, enda voru þær framsettar af Gísla Frey Valdórssyni, blaðamanni og einum dyggasta stuðningsmanni hennar. Niðurstöðurnar bentu til betra gengis flokksins undir hennar formennsku. Mikill meirihluti aðspurðra taldi að flokknum myndi vegna betur með hana í formannsstóli. Stuðningsmenn Bjarna höfðu miklar efasemdir um framkvæmd þessara skoðanakannana og flokkuðu þær sem lítt dulinn áróður gegn honum. Engar sambærilegar kannanir voru gerðar á vinsældum varaformanna hinna stjórnmálaflokkanna né á pólitískri getu þeirra umfram formenn þeirra til að leiða viðkomandi flokka. 
 Kosningabaráttan í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í apríl 2013 þótti máttlaus með eindæmum. Öllu púðrinu virtist eytt í að styrkja stöðu Hönnu Birnu innan flokksins, m.a. með framangreindum skoðanakönnunum Viðskiptablaðsins. Í stað þess að berjast út á við einkenndist baráttan af baktali um formanninn og einstaka þingmenn sem þóttu hallir undir hann. Í marsmánuði voru árásirnar á Bjarna orðnar það alvarlegar að stuðningsmenn hans fundu sig knúna að greina honum frá því af hvaða rót þær væru runnar og hver tilgangurinn væri. Níðhöggin dundu á honum og það sem meira var, fjölmargir sjálfstæðismenn voru farnir að trúa því að ef til vill væri best að skipta

um forystu í miðri á til að lágmarka óumflýjanlegt tap í kosningunum. Aðspurð um traustsyfirlýsingu handa Bjarna í þessari þröngu stöðu sagði Hanna Birna aðeins eitthvað á þá leið, að hún myndi ,,styðja þá ákvörðun sem Bjarni tæki varðandi setu sína í formannsstóli flokksins”. Annað var það nú ekki. Aldrei fundu nánustu bandamenn Bjarna fyrir neinu frumkvæði af hennar hálfu um að koma formanninum til varnar, hvorki pólitískt né persónulega.

Formaður á barmi hengiflugs

Þegar rúmur mánuður var til kosninga var látið sverfa til stáls. Stanslaus fréttaflutningur af vinsældum Hönnu Birnu og skipulegar hringingar ýmissa áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins í Bjarna, þar sem hann var hvattur til að segja af sér, fóru að hafa áhrif. Steininn tók úr þegar kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi (Kraganum), Friðrik Friðriksson, hvatti Bjarna opinberlega til afsagnar. Í fjölmörgum einkaviðtölum í kosningabaráttunni hafði hann gagnrýnt formanninn og hæfileika hans til forystustarfa. Ekki bætti úr skák að eiginkona hans, Elín Hirst, var í fimmta sæti listans í kjördæmi Bjarna. Mátti ljóst vera að

öfl handgengin Hönnu Birnu hefðu ákveðið að ganga á milli bols og höfuðs á formanninum í pólitískum skilningi. Friðrik Friðriksson kosningastjóri er þekktur innan Sjálfstæðisflokksins sem liðsmaður gamla flokkskjarnans sem réð ríkjum á Davíðstímanum. Friðrik, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Björn Bjarnason og Kjartan Gunnarsson eru í hópi áhrifamestu stuðningsmanna Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson horfðist í augu við tvo kosti, þ.e. að víkja fyrir Hönnu Birnu og trúa því að hún myndi leiða flokkinn til betri kosningaúrslita eða klára slaginn og taka afleiðingunum. 
 Enginn veit, nema Bjarni Benediktsson og hans nánustu, hvernig honum leið eða hvaða ákvörðun hann hafði tekið um sína pólitísku framtíð þegar hann mætti í kosningaþátt RÚV að kvöldi fimmtudagsins 11. apríl 2013. Framkoma Bjarna og svör mörkuðu tímamót í hans pólitíska lífi. Þjóðin, sem orðið hafði vitni að einu grófasta pólitíska tilræði við nokkurn stjórnmálamann í langan tíma, varð að fá að vita hvort Bjarni Benediktsson ætlaði að klára kosningarnar eða láta Hönnu Birnu það eftir. Í þættinum sagðist Bjarni vera að íhuga stöðu sína

45


" Hún gat ekki haldið uppi öflugri stjórnarandstöðu á sama tíma og hún gegndi slíku trúnaðarstarfi fyrir ráðandi meirihluta."

og til greina kæmi að stíga til hliðar. Einlægni hans vakti mikla athygli og kallaði fram viðbrögð. Grasrótin í Sjálfstæðisflokknum fór af stað, hinn almenni sjálfstæðismaður til sjávar og sveita lét til sín heyra. Hvað var að gerast? Ætluðu menn virkilega að kála formanninum rétt fyrir kosningar? Hvaða ,,record” hafði Hanna Birna í almennum kosningum og hvernig skildi hún við borgarstjórnarhópinn í Ráðhúsinu? Var það eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Hafði henni ekki verið hafnað sem formanni aðeins örfáum misserum áður? Grasrótin, þá sérstaklega í Reykjavík, vildi Bjarna fremur en Hönnu Birnu. Forystumenn hverfafélaganna og þeir fjölmörgu sjálfstæðismenn sem höfðu árum saman starfað fyrir flokkinn í Reykjavík, þ.e. þeir sem þekktu best til vinnubragða hennar í gegnum tíðina, sögðu hingað og ekki lengra. Allir símar glóðu í Valhöll og heimsóknir flokksmanna þangað jukust til muna þessa örlagaríku daga.

Grasrótin til varnar Bjarna Ben

Í Kraganum varð allt vitlaust vegna vinnubragða kosningastjórans. Nokkrir málsmetandi sjálfstæðismenn í kjördæminu tóku það upp hjá sér að hringja beint í Friðrik Friðriksson og krefjast afsagnar hans. Þegar Jónmundur Guðmarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, fékk veður af þessum hringingum, lét hann það út ganga að þessi krafa í Kraganum væri með velþóknun Bjarna. Allt fór þá af 46

stað og Friðrik var knúinn til afsagnar. Gagnsókn stuðningsmanna Bjarna Benediktssonar var hafin. 
Hinn almenni sjálfstæðismaður hafði fengið nóg og sló skjaldborg um formann sinn á ögurstundu. Bjarni, auðmjúkur í viðtalinu í kosningasjónvarpi RÚV, kominn að hinu pólitíska hengiflugi, ákvað að taka slaginn og axla þá pólitísku ábyrgð sem beið hans. Á einu augabragði fór samúðarbylgja um landið og daginn eftir hið fræga sjónvarpsviðtal var allt annar tónn í sjálfstæðismönnum um allt land. Laugardaginn 13. apríl 2013 mættu um 800 manns á stuðningsfund fyrir Bjarna í FG í Garðabæ, heimabæ Bjarna, þar sem hann var hylltur sem leiðtogi. Varaformaðurinn var dreginn upp á svið til að lýsa stuðningi við formanninn. Aðalinntakið í ræðu Hönnu Birnu á þessum fundi var að óska eftir svigrúmi til að sinna varaformannsembættinu! Skilaboð fundarins voru á hinn bóginn skýr; fyrst formaðurinn ætlaði að berjast þá skyldu menn ekki gefast upp fyrr enn í fulla hnefana. 
 Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur féll með brauki og bramli í kosningunum 2013 og tveggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var augljós kostur í stöðunni. Reiði fjölda sjálfstæðismanna vegna framkomu Hönnu Birnu við Bjarna kraumaði undir niðri, enda niðurstöður kosninganna í hennar kjördæmi ekkert til að hrópa húrra fyrir. Einnig var tekið eftir því að Bjarni Benediktsson, sem strax hafði hafið

stjórnarmyndunarviðræður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, hélt Hönnu Birnu algerlega fyrir utan viðræðurnar allt til myndunar ríkisstjórnarinnar í júní 2013. Hún kvartaði sáran yfir þessu við stuðningsmenn sína og mun Þórey Vilhjálmsdóttir hafa komið þeim skilaboðum til þáverandi tengdamóður sinnar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, síðar formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 
 Ekki varð umflúið að varaformaðurinn, Hanna Birna, yrði ráðherra en það þótti sæta tíðindum í Valhöll þegar tilkynnt var úr innanríkisráðuneytinu hver yrði hennar persónulegi aðstoðarmaður. Var þar kominn Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaðurinn á Viðskiptablaðinu; einn af þeim mönnum sem stjórnað höfðu hinni pólitísku aðför að Bjarna Benediktssyni í aðdraganda kosninganna. Þórey Vilhjálmsdóttir var sjálfsagður fylgifiskur úr Ráðhúsinu þar sem hún hafði þjónað Hönnu Birnu sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins. Í kjölfarið sat Hanna Birna Kristjánsdóttir einangruð í ríkisstjórn með aðstoðarmenn sem áttu fjölda óvina innan og utan flokksins; óvina sem nú biðu afreka Hönnu Birnu í stóru og flóknu ráðuneyti.

Klíku- og klækjastjórnmál

Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við lyklavöldunum í hinu nýja

innanríkisráðuneyti var kominn nokkuð sérstakur stjórnmálamaður í þann ráðherrastól. Stjórnunarstíll Hönnu Birnu er ekki hinn opni, lýðræðislegi stjórnunarstíll ,,samræðu og sátta” sem hún og stuðningsmenn hennar hafa haldið á lofti. Hún er stjórnmálamaður af gamla skólanum sem sækir völd sín og áhrif til þeirra sem áður höfðu völdin og vilja viðhalda þeim í gegnum nýja aðila. Þannig hefur leið Hönnu Birnu til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum verið valin og varin af sumum af fyrrum valdamestu mönnum Sjálfstæðisflokksins. Hún hóf störf í Valhöll skömmu eftir að hún lauk MA prófi í alþjóðastjórnmálum frá háskólanum í Edinborg og hún var lengi aðstoðarmaður þáverandi framkvæmdastjóra flokksins, Kjartans Gunnarssonar. Í öllum prófkjörum Björns Bjarnasonar var hún fremst meðal jafningja og starfaði þar við hlið Ásdísar Höllu Bragadóttur og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar en þau eru jafnframt nánustu ráðgjafar hennar. 
 Aldrei reyndi á kjörþokka Hönnu Birnu fyrr en í borgarstjórnarkosningunum 2010 þar sem Sjálfstæðisflokkurinn galt sögulegt afhroð. Henni var hafnað sem borgarstjóra eftir tveggja ára setu í þeim stóli. Árið 2002 fékk hún borgarfulltrúasæti í uppstillingu og var tekin fram fyrir mun reynsluríkara fólk í borgarmálunum. Flokkurinn reið ekki feitum hesti frá þeim kosningum undir forystu Björns Bjarnasonar. Í prófkjörinu 2005 var hún eina konan sem gat gert


" Grunsemdir vöknuðu strax meðal stuðningsmanna Bjarna þess efnis að skoðanakannanirnar væru keyptar af stuðningsmönnum Hönnu Birnu, enda voru þær framsettar af Gísla Frey Valdórssyni, blaðamanni og einum dyggasta stuðningsmanni hennar."

tilkall til annars sætisins, enda stóð prófkjörsbarátta hennar algerlega í skugga toppslagsins á milli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Gísla Marteins Baldurssonar en bæði framboðin studdu hana. Sem sitjandi borgarstjóri hlaut hún síðan yfirburðakosningu í borgarstjórnarprófkörinu 2010. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2012 sigldi hún auðveldlega í fyrsta sætið þar sem framboð þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Illuga Gunnarssonar voru löskuð eftir annars vegar styrkjamál og hins vegar vegna málefna Sjóðs 9. Guðlaugur Þór gerði ekki einu sinni tilkall til fyrsta sætisins og sleppti Hönnu Birnu við harðan slag þar. Hanna Birna Kristjánsdóttir fór því aldrei í prófkjör þar sem hún þurfti að etja kappi við öflugan mótframbjóðanda um forystuna. 
 Sumir þeirra sem starfað hafa með Hönnu Birnu í stjórnmálum eða störfum tengdum stjórnmálastarfi eru mjög gagnrýnir á skapgerð hennar og stjórnunarstíl. Í Reykjavík þótti hún fælin til ákvarðanatöku. Í hennar tíð sem formanns skipulagsráðs borgarinnar hrönnuðust t.d. upp erfið mál þannig að samstarfsmenn og samherjar þurftu oft að grípa inn í ákvarðanatökuferlið. Spurður um samstarfið við Hönnu Birnu sagði þáverandi skipulagsstjóri borgarinnar, Birgir H. Sigurðsson, eitt sinn: ,,Ég þurfti að drekka mikið ,,latte’’ með henni!’’ 
 Sem borgarstjóri var hún fjarlæg og lítt gefin fyrir að blanda geði við samstarfsfólk sitt. Viðtalstímar borgarstjóra urðu færri en áður

þekktist og samskipti hennar við borgarfulltrúa voru stopul ef þeir voru ekki í hennar liði. Gísli Marteinn og Þorbjörg Helga höfðu greiðan aðgang að henni en þau Vilhjálmur Þ., Júlíus Vífill, Kjartan Magnússon og Jórunn Frímannsdóttir voru ekki í nánum samskiptum við borgarstjórann.

Bakland á bak og burt Ekkert er eins dýrmætt og traust bakland í stjórnmálum. Með traustu baklandi er átt við að stjórnmálamaður hafi fjölda traustra vina og trúnaðarmanna sem ganga í gegnum eld og brennistein og verja hann í hvívetna.

Hanna Birna hafði í upphafi stjórnmálaferils síns mjög almennan og víðtækan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þetta breyttist eftir hið margumtalaða REI-mál þar sem hún, án vitneskju þáverandi borgarstjóra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, boðaði til fundar með þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Geir H. Haarde, með hinum sex borgarfulltrúunum. Þar gagnrýndi hún borgarstjórann en hann fékk ekki tækifæri til að verja hendur sínar á fundinum. Þessi framkoma gagnvart sitjandi borgarstjóra var forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Um leið og hún kvartaði undan vinnubrögðun stjórnar Orkuveitunnar í REI-málinu og sagðist geta myndað nýjan meirihluta í borginni með Svandísi Svavarsdóttur í VG var meirhlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks

og Framsóknarflokks lokið í borginni. En um leið var stuðningi fjölda sjálfstæðismanna í borginni við Hönnu Birnu lokið. Í lok borgarstjóraferils hennar og síðar oddvita í minnihluta var ljóst, að mikilvægir stuðningsmenn hennar, þau Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, höfðu einnig yfirgefið hana. Þegar á reyndi höfðu þau hvorugt stuðning hennar í prófkjörum; ekki í prófkjörinu 2010 þegar þau bæði sóttust eftir öðru sæti framboðslistans þar sem þau kepptu við Júlíus Vífil og Kjartan Magnússon og ekki í prófkjörinu í nóvember 2013 þar sem hún studdi Halldór Halldórsson gegn Júlíusi Vífli og Þorbjörgu Helgu í oddvitasæti listans.

Stjörnuhrap og pólitísk örlög

Þeim sem þekkja til framangreindra vinnubragða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan Sjálfstæðisflokksins kom því málflutningur hennar í kjölfar lekamálsins ekki á óvart. Fyrst var reynt að þræta fyrir tilurð minnisskjalsins og síðan var reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins með tíðum fundum ráðherra með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Á rúmum eins árs líftíma lekamálsins sýndi Hanna Birna engin merki þess að koma hreint fram við þjóðina, þingið eða samflokksmenn sína í þingliðinu. Öðru nær. Það var ekki fyrr en fokið var í flest skjól og eftir afsögn síns nánasta pólitíska ráðgjafa að afsögn hennar varð

óumflýjanleg. Neitun hennar að taka ábyrgð á gjörðum aðstoðarmanns síns og á vinnubrögðum innanríkisráðuneytisins vakti hneykslan þorra fólks og skapaði flokkssystkinun hennar margvísleg pólitísk óþægindi. Sú staðreynd að engir fundir voru haldnir henni til stuðnings á vegum flokksfélaganna í Reykjavík segir mikið um veika stöðu hennar meðal hinna almennu flokksmanna í dag. Hún tók sér frí frá stjórnmálaafskiptum og segist ætla að snúa til þeirra starfa í ársbyrjun 2015 en það er allt eins viðbúið að frí hennar frá stjórnmálum verði lengra þegar endanlegt álit Umboðsmanns Alþingis á afskiptum hennar af lögreglurannsókninni á brotum aðstoðarmannsins liggur fyrir í janúar. Forystukreppa Sjálfstæðisflokksins er staðreynd sem ekki verður leyst nema með afsögn Hönnu Birnu sem varaformanns. Ólöf Nordal sneri óvænt aftur í stjórnmálin og hefur tekið við ráðuneyti Hönnu Birnu sem nú bíður örlaga sinna í pólitíkinni. Öll kurl eru ekki enn komin til grafar í lekamálinu og því vafasamt að hún geti gegnt hlutverki staðgengils Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns flokksins, þegar hún snýr til baka úr sjálfskipaðri útlegð í kjölfar afsagnar hennar sem innanríkisráðherra í nóvember sl. Sögulegt stjörnuhrap hennar úr æðstu metorðum er staðreynd. Hún virðist á endanum hafa fallið á eigin bragði. Stærsta lexían af falli Hönnu Birnu er því kannski sú, að klækjastjórnmál án klókinda séu dæmd til að mislukkast.

47


DBNNÓSIK N A HERRAMA NS H

Að strauja skyrtu

Krumpaðar og illa farnar skyrtur eru klárlega ekki málið. Þær bera þess vitni að umræddur maður sé frekar óskipulagður, latur og almennt ekki með’etta. Straujaðu bara hreinar skyrtur, ef þú ert að reyna að bjarga stefnumóti kvöldsins með því að strauja óhreina skyrtu er hætta á að þú festir bletti í skyrtuna. Engar aulareddingar! Vertu með vatn í spreibrúsa við höndina og þér eru allar leiðir færar í þessu verkefni. Umsjón: Dóra Lind Vigfúsdóttir Myndir:

Rakel Ósk Sigurðardóttir

Skref 1: Settu vatn í straujárnið og stingdu í samband. Hafðu breiðari enda strauborðsins hægra megin við þig, ef þú ert rétthentur. Þegar straujárnið er orðið heitt er kominn tími til að byrja. Skref 2: Leggðu hægri framhlið skyrtunnar á borðið, láttu hálsmálið nema við mjóasta enda borðsins. Sléttu eins og hægt er úr skyrtunni og strjúktu svo yfir með heitu járninu. Passaðu að slétta vel úr í kringum tölurnar. Spreiaðu vatni yfir ef þörf er á. Skref 3: Láttu straujaða partinn hanga fram af brettinu og einbeittu þér að bakinu á skyrtunni. Þetta er fyrirferðarmesti hluti skyrtunnar. Reyndu að koma bakhliðinni sem best fyrir á brettinu og renndu yfir með straujárninu.

Skref 4: Vinstri hlið skyrtunnar fer nú á brettið og hálsmálið við mjóasta enda brettisins. Spreiaðu vatni ef þörf er á. Skref 5 : Ermarnar geta verið erfiðar við að eiga og geta reynt á þolinmæðina. Best er að slétta úr ermunum, taka í axlarstykkið og kippa í ermina þannig að hún leggist eðlilega á borðið. Renndu járninu svo niður að ermalíningunni. Þegar þangað er komið geturðu annaðhvort hneppt frá og rennt yfir eða haft hneppt fyrir og straujað í gamalt far.

Skref 6: Settu kragann upp og renndu yfir hann beggja vegna. Þetta er líklega auðveldasti hlutinn! Smelltu honum svo aftur niður.

Nokkrir punktar um straujun

☛ Passaðu bara að hafa alltaf nóg vatn í straujárninu, vertu með vatn í spreibrúsa við höndina, skelltu hressandi tónlist á fóninn og láttu verkið flæða náttúrulega! ☛ Sumum finnst best að vatnsúða skyrtur alveg í spað, það er persónubundið og menn finna hvað henta þeim best eftir nokkur skipti. ☛ Tiltölulega breið viðarherðatré eru það sem skyrturnar þínar eiga skilið, skyrturnar liggja letilega á getnaðarlegum, mjúkum

48

og ávölum viðnum og fara mun betur en ef þú treður þeim á vírherðatré sem stingast út í axlirnar á skyrtunum. Ekki vera Nenni níski, kauptu þér skikkanleg herðatré! ☛ Ef þú átt ekki strauborð, má redda sér með því að brjóta saman handklæði, leggja það á borð og leggja hreint lak yfir og strauja svo á því. ☛ Karlmanns- og kvenmannsskyrtur hneppast mismunandi. Tölur á karlmannsskyrtum eru hægra megin

„kauptu þér skikkanleg herðatré“

en vinstra megin á kvenmannsskyrtum. Ástæðan fyrir þessu er talin eiga rætur að rekja aftur til þess tíma þegar konur fengu aðstoð frá þjónustustúlkum við að klæða sig og því var auðveldara fyrir þann sem hneppti að hafa þetta svona. ☛ Því hefur þó einnig verið kastað fram að ástæðan fyrir þessu sé sú að það sé auðveldara fyrir fólk að afklæða hvort annað með þessu móti … en við seljum það þó ekki dýrara en við keyptum það!


• Þekking • Gæði • Þjónusta

Háaleitisbraut 58-60 • Sími: 553 1380


Kynning

Opel

selur nú bíla vegna gæða og hönnunar

Í heimsókn til höfuðstöðva Opel sannfærðust blaðamenn um að Opel væri nú orðið gæðamerki og hefði tekið flugið aftur. Bílabúð Benna hefur tekið yfir þýska bílamerkið Opel frá BL og hefur nú þegar hafið sölu þeirra. Í tilefni af þessum umskiptum var nokkrum blaðamönnum boðið til höfuðstöðva Opel í Rüsselsheim í Þýskalandi í sumar til að kynna sér fyrirtækið og reynsluaka öllum fólksbílagerðum Opel. Ekki er hægt að fjalla um þessa heimsókn nema að minnast sérstaklega á ótrúlega gestrisni starfsfólks Opel og hve það lagði sig í líma við að láta okkur finnast við velkomin og var það ekki gert með neinni væmni, heldur af hreinræktaðri hjartahlýju af mjög svo hæfu fólki. Það er reyndar reynsla greinarskrifara að það starfsfólk sem vinnur hjá þýskum bílaframleiðendum er sérdeilis hæft fólk en aldrei hef ég kynnst annarri eins hlýju og tók við okkur í Rüsselsheim.

Opel hefur tekið flugið Opel merkið er á mikilli uppleið í Evrópu, sala og markaðshlutdeild hefur aukist, bílar Opel hafa komist nær öðrum þýskum

50

lúxusbílaframleiðendum og Opel bílar hafa sópað að sér hönnunar- og gæðaverðlaunun að undanförnu. Opel menn vinna nú eftir plani sem þeir nefna „The Opel Comeback“ og þar virðast þeir á réttri leið ef marka má síðustu sölutölur og gæði bíla þeirra. Opel seldi um 1.050.000 bíla í fyrra og sú tala verður nokkru hærri í ár. „The Opel Comeback“ virðist einnig eiga ágætlega við hér á landi þar sem Bílabúð Benna hefur tekið yfir söluumboð Opel á Íslandi af BL.

Koma sífellt betur út í könnunum Opel hefur á undanförnum misserum tekist að færa merkið hratt upp gæðaskalann og nálgast önnur lúxusbílamerki Þýskalands. Að þeirra sögn selur Opel bíla nú ekki út á merkið, heldur vegna gæða bílanna. Lögð hefur verið höfuðáhersla á gæðin og fallega hönnun. Opel bílar koma sífellt betur út í gæðakönnunum og það hefur leitt til aukinnar sölu bíla Opel. Það kemur því kannski ekki á óvart að Opel mun fjárfesta fyrir 4 milljarða

evra fram til ársins 2016 við þróun nýrra bílgerða. Þar er áherslan sem stendur, ekki á magn bíla.

Hönnunardeildin opnuð Í heimsókninni í höfuðstöðvar Opel voru dyrnar galopnaðar fyrir blaðamönnum í hönnunardeild Opel og er það nánast einsdæmi þar sem þar er allajafna sköpuð framtíð Opel merkisins sem fyrirtækinu er annt um að spyrjist ekki út of snemma. Heppni var með okkur blaðamönnum frá Íslandi því verið var að halda upp á 50 ára afmæli hönnunardeildarinnar og dyrnar opnaðar af því tilefni. Þar gafst okkur færi á því að komast inn að skinni á því hæfileikafólki sem þar starfar. Við fengum að sjá aðeins inn í framtíðina í hönnun Opel bíla og í deildinni var fullvaxið eintak af tilraunabílnum Opel Monza sem vakið hefur gríðarlega athygli á bílasýningum fyrir hrikalega flott útlit. Á einni hæðinni hafði verið komið fyrir frægum eldri gerðum Opel bíla, m.a. Opel GT frá 1963 og var hönnuður hans á staðnum, ríflega


90 ára heldri maður sem gaman var að tala við. Þarna sást glögglega hve stóran hlut Opel á í bílasögu heimsins og hvers er að vænta frá Opel í framtíðinni.

Gömlum Opel bílum reynsluekið Fyrir utan hönnunardeildina, sem reyndar er í risastóru aðskildu húsi, stóðu fjölmargar eldri gerðir Opel bíla og gat fátt nú glatt undirritaðan meira en að það bauðst að taka í þá alla. Færðist þá svo stórt bros yfir andlit hans að það tók viku að má það af. Ekki var beðið boðanna og hver bíllinn á fætur öðrum fékk að finna fyrir bensínfætinum og það aldeilis ekki leiðinlegir bílar, heldur margir þeirra algerar skruggukerrur. Það voru allt frá keppnisbílnum „Svörtu ekkjunni“ til eldgamalla og virðulegra Opel bíla. Einna skemmtilegast var að aka Opel Speedster Turbo sem er hrikalega lág og lítil spyrnukerra. Svo mikið afl var í bílnum að gæsahúðin ætlaði aldrei af. Engu að síður er þessi bíll kominn til ára sinna. Það vakti athygli vegfarenda í Rüsselsheim þegar við ókum um göturnar á eldgömlum blæjubílum, svo virðulegum að líkt var að þar færu um forríkir óðalseigendur. Alls ekki leiðinleg upplifun það. Þessi dagur í Rüsselsheim er einn

eftirminnilegasti dagur sem greinarskrifari hefur upplifað síðan hann hóf að skrifa um bíla.

Eykur markaðshlutdeild sína í Evrópu Opel hefur að undanförnu aukið við markaðshlutdeild bíla sinna í Evrópu og er nú með tæplega 6% hlutdeild, eftir að hafa tapað nokkurri hlutdeild á árunum fyrir nýjan uppgang fyrirtækisins. Stefna Opel er hins vegar að ná 8% hlutdeild í Evrópu árið 2020. Í heimsókninni til Opel fengu blaðamenn að reyna allar framleiðslugerðir fólksbíla Opel og þar sannaðist að þar fara gæðabílar. Nýir og spennandi bílar eins og Opel Adam og jepplingurinn Mokka reyndust afar skemmtilegir bílar, Adam mjög fallegur smábíll sem hrikalega gaman var að aka í borgarumferðinni og litli jepplingurinn Mokka bæði lipur í borgarumferð og fær um að fara ótroðnari slóðir. Báðir þessir bílar koma nú til landsins fyrsta sinni þrátt fyrir að hafa verið á markaði á meginlandi Evrópu í rúmt ár í tilviki Adam og tvö ár í tilviki Mokka.

Opel Insignia er ferðabíllinn Opel Insignia, sem selst hefur eins og heitar lummur í Evrópu, er enn einn ágætra bíla frá

Opel og ekki skemmdi fyrir að fá að reyna OPC gerð hans með 325 hestafla vél. Þar er á ferð ein skemmtilegasta skruggukerra sem frá Þýskalandi kemur. Auk þess að vera ofuröflugur er hann einstaklega fallegur bíll sem sankað hefur að sér verðlaunum fyrir útlit sitt og gæði. Hann er að auki afar mjög rúmgóður bíll sem heppilegur er til ferðalaga. Greinarritari hefur einnig reynslu af aflminni dísilútgáfu bílsins eftir að hafa tvisvar leigt slíkan bíl af bílaleigum. Var lítið mál að koma fjögurra manna fjölskyldu fyrir á leið á skíði með allan skíðabúnað og fór einkar vel um alla þrátt fyrir mikinn farangur. Einnig er minnisstæður 730 km akstur til Ítalíu á slíkum bíl sem tekinn var í einum rykk frá München og var merkilegt hvað farþegar voru lítið þreyttir á áfangastað og þessi stóri bíll eyddi rétt um 6 lítrum á hverja 100 kílómetra á þeirri leið þrátt fyrir frísklegan akstur.

Alls 8 fólksbílar og 3 gerðir sendibíla Fleiri fólksbílagerðir en Adam, Mokka og Insignia verða til sölu hjá Bílabúð Benna. Nýjar kynslóðir af Corsa, Astra, Meriva og Zafira, auk rafmagnsbílsins Ampera, munu standa íslenskum kaupendum til boða. Allir voru þessir bílar reyndir í Rüsselsheim og allir áttu þeir það sameiginlegt

51


Kynning

Opel byrjaði sem saumavélaframleiðandi

að koma skemmtilega á óvart og virtust allir góð smíð. Zafira er nú gerbreyttur bíll frá fyrri gerð, notkunarmöguleikar hans nánast endalausir og er hann nú 7 manna. Hann er með liprari bílum þessarar gerðar bíla.

Corsa og Astra nú gerbreyttir bílar Minni bílarnir, Corsa og Astra, reyndust frábærir í akstri og himinn og haf frá þeim bílum sömu gerða sem seldust í skipsförmum hér á árum áður. Þeir eru nú af allt öðrum gæðum og akstursreynslan eftir því. Einnig verða í boði þrjár gerðir sendibíla af misjafnri stærð. Þeir heita Combo, Vivaro og Movano og sá stærsti síðastnefndur og sá minnsti fyrstnefndur. Þessa sendibíla hefur Opel þróað í samstarfi við Fiat og Renault og því hefur verið hægt að leggja meira í þróun þeirra fyrir vikið og útkoman betri bílar.

Allar bílagerðir teknar til kostanna Alls ekki reyndist leiðinlegt að hendast á milli allra þessara bílagerða Opel við höfuðstöðvarnar og voru sprettir teknir á þeim öllum á sveitavegum, hraðbrautum og í borgarumferðinni í Rüsselsheim. Líklega hefur undirritaður aldrei ekið eins mörgum bílum frá sama merki á eins skömmum tíma en við höfðum hálfan dag til verksins. Í leiðinni var tækifærið notað til að taka upp aksturinn fyrir þáttinn Á fullu gazi á Stöð 2 sem greinarskrifari hefur umsjón með. Því má sjá heimsókn okkar í þættinum nú í haust. Til verksins höfðum við Opel Cascada blæjubíl sem taka mátti úr undir beru lofti. Ekki að spyrja að

52

huggulegheitum Opel manna til að gerir okkur starfið sem auðveldast. Opel Cascada er ein fárra bílagerða sem ekki mun fást hér á landi, enda eiga blæjubílar frekar lítið erindi á okkar blautu, köldu og vindasömu eyju. Til að toppa liðlegheitin útvegaði Opel kvikmyndatökumann sem slóst í lið með greinarskrifara í liðlega þrjár klukkustundir og voru þær vel nýttar.

Fjögur bílamerki, dekk og bílaleiga Bílabúð Benna á sér 39 ára sögu og hefur verið í stöðugum vexti alveg frá stofnun. Fyrir um 10 árum síðan fékk fyrirtækið umboð fyrir Chevrolet. Bílum Chevrolet hefur verið tekið afar vel á Íslandi, enda hefur markaðshlutdeild þeirra aukist jafn og þétt frá ári til árs. Eins og flestir vita er Bílabúð Benna einnig með umboð fyrir þýsku lúxusbílana Porsche og standa þeir bílar í sérstökum sýningarsal. Þá eru ekki öll bílamerkin upptalin því nýlega hófst aftur innflutningur SsangYong bíla og eru bílamerkin því fjögur. Dekkjasala hefur einnig verið mjög vaxandi hjá Bílabúð Benna og Toyo harðskeljadekk þar í forgrunni og nýlega bættist Pirelli merkið við. Bílabúð Benna rekur Nesdekk hjólbarðaverkstæðin og opnaði nýtt dekkjaverkstæði á Grjóthálsi og í haust opnar enn nýtt í Garðabæ. Bílaleigan Sixt er hluti af Bílabúð Benna og hefur hún vaxið mjög hratt, samhliða stórauknum straumi ferðafólks hingað til lands. Nú starfa um 130 manns í öllum rekstrardeildum Bílabúðar Benna.

Saga Opel nær allt aftur til ársins 1862 en þá hóf stofnandi þess, Adam Opel, að framleiða saumavélar í gamalli hlöðu í Rüsselsheim. Þær þóttu frábærlega vel úr garði gerðar og fyrirtækið óx hratt og það flutti úr hlöðunni í stærra og betra húsnæði árið 1888. Tveimur árum áður hóf Adam Opel tilraunaframleiðslu á reiðhjólum og sú framleiðsla gekk jafn vel og við fráfall Adams var Opel stærsti framleiðandinn á bæði saumavélum og reiðhjólum í Þýskalandi. Synir hans tóku við framleiðslunni og fyrsti bíllinn sem þeir framleiddu kom fram árið 1899 og var hann framleiddur í samstarfi við Friedrich Lutzmann. Samstarf þeirra dugði þó ekki nema til tveggja ára og til nýs samstarfs við Automobiles Darracq í Frakklandi var stofnað og framleiddir bílar undir nafninu Opel Darracq, en það entist jafnstutt. Fyrsti bíllinn sem hannaður var og smíðaður eingöngu af Opel kom fram árið 1902 á bílasýningu í Hamborg. Fjöldaframleiðsla á honum hófst þó ekki fyrr en árið 1906. Bílar Opel voru talsvert ódýrari en bílar keppinautanna og seldust vel. Árið 1911 brann bílaverksmiðja Opel og reist var ný og enn þá stærri og búin meiri tækni en áður hafði sést í bílaverksmiðjum í Þýskalandi. Strax árið 1914 var Opel orðinn stærsti bílaframleiðandi í Þýskalandi.



Texti: Vala Ósk Bergsveinsdóttir Myndir: Getty Images

Istanbúl

Skemmtileg en skrítin og stundum þreytandi!

Ég rumska þar sem ég ligg í sófanum í stofunni. Úti ómar fyrsta bænakall sólarhringsins, klukkan er hálf sex að morgni. En það er ekki þess vegna sem ég rumska því mér finnst bænaköllin skapa róandi og þægilega stemmningu. Nei, ég get ekki sofið vegna hita. Það er júlí í Istanbúl og það er alveg rosalega heitt, það er ógeðslega heitt! Ég hef flutt svefnherbergið í stofuna, sef með viftuna yfir mér og hef sem flesta glugga opna.

Þar sem austrið og vestrið mætast

Burtséð frá þessum ógurlega sumarhita er gott að búa í Istanbúl. Það er skemmtilegt en skrítið og stundum örlítið þreytandi. Tyrkland er afskaplega ólíkt litla Íslandi að svo mörgu leyti og á hverjum degi læri ég eitthvað nýtt um land og þjóð. Það getur samt verið þreytandi að búa í þessari stóru og mannmörgu borg. Á Íslandi er auðveldlega hægt að útrétta tíu hluti á dag en hér í Istanbúl kemst maður kannski yfir tvennt ef umferðin er viðráðanleg. Samgöngur eru skrautlegar og því tekur yfirleitt langan 54

tíma að komast á milli staða. Maður skreppur ekki mikið hérna. Eins og margir eflaust vita tilheyrir Istanbúl bæði Evrópu og Asíu en borgin er byggð beggja megin við Bosporussund. Ég bý Asíumegin og þar líður mér best. Hverfið mitt, Kadiköy, er líkara smáborg en stórborg og fullt af lífi. Kaupmaðurinn á horninu lifir enn góðu lífi í þessum heimshluta og hér er mikið af litlum fjölskyldureknum búðum úti um allt. Ég hef minn eigin kaupmann á jarðhæðinni í húsinu sem ég bý í, Umut og fjölskylduna hans. Hann heimsæki ég næstum því daglega til

að kaupa smotterí eins og brauð og vatn. Langflestir hér taka manni vel og ég hef einstaklega góðar sögu að segja af heimafólki. Fæstir tala ensku og þó svo ég hafi búið hér í næstum því ár er tyrkneskukunnáttan mín enn mjög takmörkuð. Einfaldir hlutir eins og að versla geta því stundum reynst áskorun en í sameiningu reynum við að skilja hvert annað.

Ákvað að stökkva

En hvað í ósköpunum er ég svo að gera hérna í Istanbúl? Það er ekki nema von að fólk spyrji því það er eflaust ekki á hverjum degi sem Íslendingar ákveða að flytja til Tyrklands. Eftir tveggja ára starf sem enskukennari á Íslandi langaði mig að prófa að kenna í útlöndum. Ég hafði komið áður til Istanbúl og varð strax heilluð af borginni og tyrkneskri menningu. Það var því ekki erfitt að stökkva þegar mér var boðið starf í Istanbúl á enskukennararáðstefnu í Brighton í Englandi vorið 2011.

Síðan í september hef ég því kennt ensku í Özyegin Universitesi. Í Tyrklandi er fjöldi einkaháskóla og sumir þeirra kenna að mestu leyti eða alfarið á ensku og þar sem enskukunnátta er almennt ekki góð hér þurfa flestir að fara í undirbúningsnám (e. preparatory programme) í tungumálinu áður en þeir hefja nám í sinni deild. Þar starfa ég ásamt mörgum, bæði innlendum og erlendum kennurum.

Matur, matur, matur

Ekki líður sá dagur í vinnunni að við samkennararnir ræðum ekki um eitthvert tyrkneskt góðgæti. Já, matur og matargerð er MJÖG stór hluti af tyrkneskri menningu. Og Tyrkir hafa ekki bara gaman af því að borða og elda heldur líka að tala um mat! Sem mikil mataráhugamanneskja tek ég fullan þátt í umræðunni og læt stundum vaða í eldhúsinu og elda einhvern tyrkneskan rétt. Ég veit þó ekki hvort ég myndi þora að bjóða


Kryddmarkaðurinn, Spice Market. Öfugt við það sem margir halda er þjóðardrykkur Tyrkja ekki kaffi heldur te, eða cay. Það er borið fram í túlípanalöguðum glösum og oftast drukkið með sykri en án mjólkur.

Á The Grand Bazaar.

Hagia Sophia-moskan, sem Justinian keisari byggði árið 537.

Mínir uppáhaldsstaðir Bláa moskan, sú stærsta í borginni.

heimafólki upp á afrakstur tilrauna minna því ég væri í samkeppni við tyrkneskar mæður sem auðvitað eru allar heimsklassakokkar. Kebab og köfte (hakkaðar lambakjöts-„bollur”) er mjög algengt hér ásamt ýmsum grænmetis- og baunaréttum og auðvitað er borin fram jógúrt og brauð með öllum mat. Eggaldin er afar vinsælt og mér skilst að það séu til yfir 40 mismunandi uppskriftir af eggaldinréttum! Svo má auðvitað ekki gleyma tyrkneska teinu og öllum eftirréttunum. Það er fátt skemmtilegra en að eyða kvöldinu í hópi vina og fara saman út að borða meze, raki og balik. Meze samanstendur af mörgum litlum forréttum sem settir eru á borðið fyrir alla að smakka. Af gómsætum meze-réttum má nefna melónu og ost, jógúrt með myntu og hvítlauk, eggaldin með heimagerðri tómatsósu og þistilhjörtu. Eftir meze kemur balik sem er tyrkneska orðið fyrir fisk. Það er mikið af ferskum og góðum fisk að

fá hér og grillaður eða bakaður fiskur er vinsæll. Einnig er algengt að fá sér ofnbakaðar rækjur eða kalamari. Með þessum dýrðlega mat er hefð að drekka raki sem er sterkt áfengi með anísbragði blandað með vatni. Raki er ekki allra, sumir segja það vont en aðrir vont sem venst. Ég viðurkenni alveg að þegar ég smakkaði raki fyrst fannst mér það afskaplega vont en núna er það miklu betra á bragðið og er algjörlega ómissandi hluti af máltíðinni. Það er auðvitað ógrynni af forrétta- og fiskstöðum í Istanbúl en einn af mínum uppáhaldsstöðum heitir Savoy Balik og er í Cihangirhverfinu í Evrópuhluta borgarinnar, nálægt hinu þekkta Taksim-torgi.

Reynslunni ríkari

Mér finnst oft skrítið að hugsa til þess að ég búi hér í þessari mögnuðu borg þar sem austrið mætir vestrinu. Og þó svo að sjóðandi heitir sumarmánuðirnir fái mig til að langa heim í fallega íslenska sumarið er

ég ánægð með að hafa stokkið til og flutt hingað til Istanbúl. Hversu lengi sem ég verð hér er alveg á hreinu að ég mun búa að þessari reynslu ævilangt. Það er mikilvægt að kynnast ólíkum menningarheimum og fólki með aðra sýn á lífið og sú reynsla hefur kennt mér heilmikið. Hér eru að minnsta kosti fimm skóárstíðir í skóbúðum, alltaf nýjar og nýjar sendingar eftir veðri! Þó svo að það séu hárgreiðslustofur á hverju götuhorni er nánast bókað mál að þú færð aldrei það sem þú biður um. Hér búa pör yfirleitt ekki saman fyrr en eftir giftingu og hér eignast fólk ekki börn utan hjónabands. Enn í dag bera unglingar ótrúlega mikla virðingu fyrir Atatürk, stofnanda og fyrsta forseta lýðveldisins Tyrklands, sem dó árið 1938. Ég hef aldrei áður séð ungt fólk bera eins mikla virðingu fyrir einum manni. Já, ég á örugglega eftir að skrifa einn daginn bók um allt það sem ég hef lært og kynnst hér í þessu magnaða landi.

Savoy Balik Frábær forréttaog fiskstaður í Cihangirhverfinu í Evrópuhluta Istanbúl. Cihangir Mh., Siraselviler Caddesi 29, 80090 Istanbul. Ciya Þrír staðir í eigu sama eiganda, allir staðsettir í sömu götu í hverfinu mínu, Kadiköy! Einn býður upp á fjölbreytta rétti alls staðar að úr Tyrklandi á meðan hinir eru kebabstaðir. www.ciya.com.tr Spice Bazaar (Misir Carsi) Minni útgáfan af hinum þekkta Grand Bazaar. Þarna fæst alls konar krydd, þurrkaðir ávextir, hnetur og ýmis smávara. Nógu lítill til að njóta og nógu stór til að versla í. Er staðsettur í Eminönuhverfinu. Pera Palace Hotel Hótel (og lítið safn) í Beyoglu-hverfinu, byggt árið 1892. Á meðal frægra gesta má nefna Atatürk og Agöthu Christie og geta ferðamenn fengið að skoða herbergið sem Atatürk gisti alltaf í. Eins og að ferðast aftur í tímann! Nardis Jazz Club Einn helsti djassklúbbur borgarinnar og yfirleitt alltaf eitthvað spennandi um að vera. Hann er staðsettur nálægt Galataturninum, syðst í Beyogluhverfinu.

55


Klaufabárðar í knattspyrnu Ætli það hafi einhvern tímann gerst að markvörður hafi þurft að leggja skóna á hilluna eftir að hafa verið tæklaður af hundi á knattspyrnuvellinum? Eða að leikmaður hafi farið út að skokka og lent í árekstri við elg með þeim afleiðingum að hann þurfti að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla? Því miður fyrir hina lítt þekktu leikmenn, Chic Brodie og Svein Gröndalen, er svarið við spurningunum, já. Eftir Kolbein Tuma Daðason Myndir: Getty Images

Hugað að Steve Morrow eftir að hann féll af öxlum Tony Adams í fagnaðarlátunum.

S

tuðningsmenn enska landsliðsins fögnuðu ógurlega heima í stofu þegar Alan Shearer kom liðinu yfir í undanúrslitum EM á Wembley sumarið 1996. Fögnuður tveggja stuðningsmanna var slíkur að þeir hefðu betur hitað upp með léttu skokki og tilheyrandi teygjum. Þegar skalli Shearer lá í netinu stukku þeir úr hægindastólum sínum með þvílíkum látum að þeir brutu í sér bein. Annar í ofanverðum sköflungnum en hinn í hælnum. Það gerist ekki oft að meiðsli stuðningsmanna rati í fréttirnar en þeim mun algengari eru meiðsli leikmannanna sjálfra sem sum eiga sér ótrúlega sögu.

Átakamikið öskur

Þegar Manchester United hóf leik í efstu deild á nýjan leik haustið 1975 var Alex Stepney einn eftir úr Evrópumeistaraliði félagsins 1968. Í leik gegn Birmingham leist honum illa á tilburði varnarmanna sinna og lét þá heyra það. Fyrr í leiknum hafði Stepney lent í samstuði við framherja Birmingham með þeim afleiðingum að kjálki hans bólgnaði. Ógurlegu öskrin hjá Stepney urðu til þess að kjálkinn hreinlega gaf sig, fór úr lið, og Stepney þurfti að fara af velli. Fjarvera Stepney hafði reyndar jákvæð áhrif á lið United. Með varnarmanninn Brian Greenhoff í markinu skoraði liðið tvö mörk og tryggði sér sigur.

56

Sparaði sér dýrmætar sekúndur Varnarmaðurinn Kirk Broadfoot, sem skoraði fyrra mark Skotlands gegn Íslandi haustið 2008, fylgdist líklega ekki vel með í heimilisfræði í grunnskóla. Í það minnsta ákvað hann tæpu ári eftir Íslandsreisuna að spara sér tíma við matreiðsluna. Hann smellti tveimur eggjum í skál með vatni og hitaði í örbylgjuofni í stað þess að sjóða á hefðbundinn hátt. Að nokkrum tíma liðnum opnaði hann örbylgjuofninn en þá vildi ekki betur til en svo að annað eggið sprakk og Broadfott fékk brennandi heitt vatn framan í sig. Bakvörðurinn var færður á spítala þar sem gert var að brunasárum hans.

Steve Morrow – með FA Cupverðlaunin. Hann var í fatla nokkrum vikum síðar þegar Arsenal bætti öðrum titli í safnið eftir sigur á Sheffield Wednesday, já, aftur, í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

Fyrir framan sjónvarpið

Það er með ólíkindum hversu margir knattspyrnumenn hafa slasað sig í rólegheitum fyrir framan sjónvarpið. Robbie Keane og Carlo Cudicini meiddu sig á hné, David James tognaði í baki og David Seaman braut á óskiljanlegan hátt bein í hönd sinni við það eitt að teygja sig eftir sjónvarpsfjarstýringunni. Rio Ferdinand slasaði sig einnig á hné vegna langtímasetu fyrir framan skjáinn með fótlegginn uppi á sófaborðinu.

Hörkuskalli

Perry Groves var fyrsti leikmaðurinn sem George Graham keypti til Arsenal.

Einn með öllu

Steve Morrow þurfti aðeins einn leik til þess að skrá sig í sögubækur Arsenal. Enski miðjumaðurinn lék aðeins 85 leiki fyrir félagið á tíu árum en valdi vel tilefnið til þess að skora. Sigurmarkið í úrslitaleik enska deildabikarsins vorið 1993. Stór stund fyrir varaskeifuna og Tony Adams, fyrirliða Arsenal, fannst lágmark að taka hetjuna á háhest. Því miður fyrir Morrow var göngulag Adams í fagnaðarlátunum ekki öruggara en svo að hann missti hann með þeim afleiðingum að Morrow viðbeinsbrotnaði og var frá út tímabilið.


Reglur eru fyrir aumingja

Richard Wright var líkt og fleiri talinn framtíðarmarkvörður enska landsliðsins. Ferill hans náði þó aldrei þeim hæðum sem reiknað var með þökk sé töluverðum klaufagangi á milli stanganna. Eitt sinn var Wright að gera sig kláran í upphitun með Everton á Stamford Bridge. Ástand vallarins var slæmt og höfðu vallarstarfsmenn því sett upp skilti í vítateigunum þar sem markverðirnir voru beðnir um að hita ekki upp þar. „Sénsinn,“ gæti Wright hafa hugsað og færði skiltið inn í markið og hóf upphitun í teignum. Skömmu síðar varði hann skot með því að slá boltann yfir markið en var ekki betur meðvitaður um staðsetningu sína en svo að hann lenti á skiltinu. Hann sneri sig á ökkla, gat ekki spilað leikinn og var frá keppni í nokkrar vikur. Deila má um hvort atvikið hafi verið vandræðalegra en þegar hann féll niður um opinn hlera á háalofti sínu í leit að ferðatösku.

„ Kantmaðurinn rauðhærði vann nokkra titla með Lundúnarliðinu en var þó yfirleitt í hlutverki varamanns. Eitt sinn sem oftar sat hann á bekknum þegar vinstri bakvörðurinn Nigel Winterburn skoraði sjaldséð mark er allt stefndi í markalaust jafntefli. „Allir stukku út á völlinn til þess að fagna markinu en ég hoppaði hins vegar beint upp. Ég áttaði mig ekki á því að varamannaskýlið var byggt fyrir dverga! Þegar ég stökk upp skallaði ég skýlið og rotaðist. Ég fékk kúlu á hausinn eins og maður sér bara í Tomma og Jennateiknimyndum,“ sagði Groves um atvikið.

Heimaskurðlækningar

Framherjinn Darius Vassell var eitt spurningamerki þegar honum var vísað út af hótelinu sem hann bjó á í Ankara í Tyrklandi. Félagið hans hafði ekki gengið frá reikningnum og starfsmenn hótelsins voru ekki til viðræðu. Vassell var vísað á dyr. Englendingurinn trúrækni sá hins vegar alfarið sjálfur um að mála sig út í vandræðalegt horn nokkrum árum fyrr. Vassell hafði fengið væna blöðru á tána og ákvað að losa um þrýstinginn. Heppilegt verkfæri? Nú auðvitað rafmagnsborvél. Framherjinn fékk slæma sýkingu í tána og missti af nokkrum leikjum með Aston Villa fyrir vikið. M

Richard Wright studdur af velli einu sinni sem oftar.

Dave Beasant fagnar einum óvæntasta sigri sögunnar í enska bikarnum þegar „klikkaða gengið“ úr Wimbledon-hverfi Lundúna lagði stórlið Liverpool í úrslitaleiknum.

Þá hljóp Henry út að hornfánanum og kýldi hann í gleðivímu. Hann var hins vegar ekki betur að sér í eðlisfræði en svo að hann var ekki undir það búinn þegar hornfáninn sveiflaðist til baka í andlitið á honum. Óvæntur andstæðingur

Thierry Henry leið hvergi betur á farsælum ferli en á frímerkinu, betur þekkt sem Highbury-leikvangurinn í Lundúnum. Upp úr aldamótum virtist Henry geta skorað að vild og fagnaði mörkunum ýmist með miklum látum og skælbrosandi eða af mikilli yfirvegun með því sem næst fýlusvip. Vera má að fögnuður þegar hann skoraði í leik gegn Chelsea árið 2000 hafi haft eitthvað að segja um að Henry ákvað að fara sér hægar í fagnaðarlátum. Þá hljóp Henry út að hornfánanum og kýldi hann í gleðivímu. Hann var hins vegar ekki betur að sér í eðlisfræði en svo að hann var ekki undir það búinn þegar hornfáninn sveiflaðist til baka í andlitið á honum. Hlúa þurfti að Henry sem kom þó aftur inn á skömmu síðar og lauk leiknum. Thierry Henry tókst betur upp þegar hann boxaði út í loftið en þegar hann slóst við hornfánann.

Dýrmæt salatdressing

Markvörðurinn Dave Beasant var á allra vörum vorið 1988 þegar hann varð fyrstur til þess að verja vítaspyrnu í sögu ensku bikarkeppninnar er Wimbledon vann óvæntan sigur á Liverpool í úrslitaleiknum. Honum voru hins vegar mislagðar hendur í eldhúsinu nokkrum árum síðar þegar hann rak sig í glerflösku með salatdressingu. „Ég var með báðar hendur fullar svo ég rak út fótinn til þess að koma í veg fyrir að flaskan brotnaði á gólfinu,“ sagði Beasant. Flaskan brotnaði hins vegar á fæti hans, svo illa að hann var frá keppni í tíu vikur. Meiðslin reyndust þau alvarlegustu sem Beasant hlaut á farsælum ferli.

57


Haus Drengirnir þrír sem myrtir voru í West Memphis.

Texti: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Myndir: Getty Images og úr safni

Þremenningarnir í West Memphis losna aldrei undan glæp sem þeir frömdu ekki:

BLÓRABÖGGLAR – Í ÁTJÁN ÁR Þrír átta ára drengir voru myrtir á hrottafenginn hátt í maí árið 1993 í West Memphis í Arkansas í Bandaríkjunum. Þrír unglingspiltar, Damien Echols, Jason Baldwin og Jessie Misskelley Jr. voru handteknir fyrir morðin. Allir trúðu á sekt þeirra, töldu þá djöfla í mannsmynd. Þeir sátu í fangelsi í átján ár og 78 daga – saklausir. Þeir væru eflaust enn þá í fangelsi eða verra, dánir, ef lítið kvikmyndatökulið frá HBO hefði ekki fest atburðarrásina á filmu. Þetta er þeirra saga.

M West Memphis Three eins og þeir líta út í dag.

58

iðvikudagurinn 5. maí árið 1993 hófst á hefðbundinn hátt í West Memphis í Arkansas. Fólk fór til vinnu, börn fóru í skólann. Þrír átta ára drengir, Stevie Branch, Michael Moore og Christopher Byers, skiluðu sér ekki heim eftir skólann. Þá fór hrollur um þetta friðsæla samfélag. Stjúpfaðir Christophers, John Mark Byers, tilkynnti um hvarf drengjanna um klukkan sjö um kvöldið. Leit lögreglunnar það kvöld var takmörkuð en vinir og nágrannar drengjanna hjálpuðu til við að leita að þeim. Yfirgripsmeiri leit lögreglunnar hófst um klukkan átta næsta morgun. Leitarhópar einbeittu sér helst að svæði sem kallað er Robin Hood-hæðir þar sem drengirnir sáust síðast. Rétt eftir hádegi fannst svartur skór á floti í læk og í kjölfarið fundust drengirnir þrír í skurði. Drengirnir voru látnir, naktir og búið var að binda ökkla þeirra og úlnliði saman fyrir aftan bak – rétt eins og veiðimaður bindur bráð sína. Föt þeirra fundust í læknum fyrir utan nærföt tveggja drengjanna sem fundust aldrei. Allir drengirnir höfðu verið lamdir illilega og búið var að fjarlægja getnaðarlim Christophers.


west memphis three Haus

HNÚTUR DJÖFULSINS

Kvikmyndin Devil’s Knot er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári en hún er byggð á metsölubókinni Devil’s Knot: The True Story of the West Memphis Three eftir rannsóknarblaðakonuna Möru Leveritt sem kom út árið 2002. Leikstjórn er í höndum egypska leikstjórans Atom Egoyan og stórstjörnur á borð við Reese Witherspoon, Colin Firth, Stephen Moyer og Mireille Enos fara með aðalhlutverkin. Myndin fjallar um mál þremenninganna; Damien, Jessie og Jason og nú er bara að vona að Hollywood fari ekki yfir strikið í dramatík og tárarunki því þessi saga stendur alveg fyrir sínu. Engu að síður verður áhugavert að sjá hvernig sagan verður túlkuð á hvíta tjaldinu. NÝ HEIMILDARMYND West of Memphis er heimildarmynd sem framleidd er af leikstjóranum Peter Jackson og Damien Echols og leikstýrt af Amy J. Berg. Hún tekur upp þráðinn úr Paradise Lost-myndunum frá HBO og grefur dýpra í mál þremenninganna í West Memphis. Í myndinni er einblínt á Terry Hobbs, stjúpföður Stevie Branch, sem hugsanlegan morðingja drengjanna þriggja. Það sem styður þetta eru sönnunargögn, yfirlýsingar fyrrverandi eiginkonu hans og frásögn litla frænda hans sem segir að Terry hafi játað á sig morðin við hann. Myndin var frumsýnd í janúar á þessu ári en áætlaður almennur frumsýningardagur er 28. desember næstkomandi.

Hinir ólánsömu Jason, Damien og Jessie.

Sítt hár + svört föt = djöfladýrkendur

Lögreglan í West Memphis var strax sannfærð um að morðin væru hluti af athöfn djöfladýrkenda, eins konar lifandi fórn til djöfulsins. Þá beindust spjótin að Damien Echols, átján ára unglingspilti sem skar sig úr. Var með sítt hár, klæddi sig í svart og hlustaði á þungarokk. Damien var yfirheyrður en neitaði sök. Mánuður leið og lögreglu varð lítið ágengt í málinu. Hún fann fyrir þrýstingi frá samfélaginu sem syrgði þrjá litla drengi sem höfðu ekkert gert rangt. Lögreglan sneri sér að Jessie Misskelley Jr. sem var með greindarvísitöluna 72. Hann var á mörkum þess að vera þroskaheftur en var yfirheyrður einn þó að hann væri bara sautján ára. Jessie var yfirheyrður í um það bil tólf klukkutíma en aðeins 46 mínútur voru teknar upp á segulband. Mínúturnar þar sem Jessie játaði á sig morðin og tengdi bestu vinina, Damien Echols og Jason Baldwin, sextán ára, við glæpinn. Jessie dró játninguna fljótt til baka og sagði að lögreglan hefði hótað sér og knúið sig til að játa. Hæstiréttur í Arkansas tók það ekki gilt. Réttað yrði yfir drengjunum þremur og ef þeir yrðu fundnir sekir biði þeirra ævilangt fangelsi eða dauðarefsing.

Engin sönnunargögn tengdu drengina við morðin. Það eina sem lögreglan hafði í höndunum var samhengislaus játning Jessie og staðreyndin að Damien skar sig úr. Var álitinn furðufugl. Það stöðvaði ekki lögregluna og saksóknara. Þeir fundu ástæðu fyrir morðunum – djöfladýrkun. Þetta var ekki svo galið árið 1993. Almenningur í Bandaríkjunum var mjög hræddur við djöfladýrkendur á þessum tíma. Fólk í þessum guðhrædda bæ tók því trúanlega að þessir þrír unglingspiltar hefðu slátrað drengjunum þremur og fært djöflinum þá. Þeir voru málaðir sem svartir að innan – sérstaklega Damien. Mikil örvænting greip um sig í West Memphis.

Bjargvættirnir frá HBO

Málið fékk ekki mikla athygli. Sunnudaginn eftir að Jessie var handtekinn birtist örlítil grein í dagblaðinu The New York Times. Innihald hennar var að þrír unglingspiltar, djöfladýrkendur, hefðu drepið og limlest þrjá litla drengi á hrottafenginn hátt. Damien, Jason og Jessie, sem fengu nafnið The West Memphis Three (WM3), eða þremenningarnir í West Memphis, voru málaðir sem geðbilaðir og siðblindir. Morðingjar. Sheila Nevins, framleiðandi

hjá sjónvarpsstöðinni HBO, las greinina tvisvar og kveikti á perunni. Þetta mál hefur allt. Djöfulinn, þrjá saklausa drengi sem voru myrtir og þrjá unglingsmorðingja. Þetta gæti verið fínasta bíómynd. Hún eyddi engum tíma og sendi tvo unga kvikmyndagerðarmenn, Joe Berlinger og Bruce Sinofsky, til West Memphis. Þeir mynduðu réttarhöldin og tóku viðtöl við aðstandendur fórnarlambanna og þremenninganna. Þeir töluðu líka við lögfræðinga beggja hliða. Þegar upp var staðið voru þeir með dínamískt efni í höndunum. Þeir fóru til West Memphis til að gera heimildarmynd um illa innrætta unglinga, en myndin þeirra, Paradise Lost: The Child Murders at Robin Hood Hills, fjallaði um þrjá saklausa unglinga og hvernig þeir voru ofsóttir af yfirvöldum. Þremenningarnir í West Memphis voru fundnir sekir um morðin. Damien fékk dauðarefsinguna og Jason og Jessie lífstíðardóma. En heimildarmyndin breytti málinu gjörsamlega. Hún vakti upp reiði, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Flestir sem sáu myndina trúðu því að þremenningarnir væru saklausir og Damien hefur sjálfur sagt að hann væri eflaust undir grænni torfu ef kvikmyndagerðarmennirnir hefðu ekki mætt strax á staðinn.

59


Haus

Stjúpfaðir undir grun

Meðal þeirra fyrstu sem sáu myndina, áður en hún var frumsýnd í júní árið 1996, var Kathy Bakken kvikmyndaplakatahönnuður. Hún sýndi vinum sínum, Burk Sauls handritshöfundi og Grove Pashley ljósmyndara, hana. Myndin snerti þau. Þau skrifuðu þremenningunum í fangelsið. Síðan hringdu þau í þá og loks fóru þau til Arkansas til að heimsækja þá og lögfræðinga þeirra. Þegar þau komu aftur heim stofnuðu þau stuðningssjóðinn Free the West Memphis Three Support Fund, wm3.org. Í fyrstu var þetta bara vefsíða sem vakti litla athygli. En þegar HBO ákvað að gera aðra heimildarmynd um málið, Paradise Lost 2: Revelations, voru stofnendur sjóðsins beðnir um að vera í forgrunni. Rödd áhorfandans. Myndin var frumsýnd í mars árið 2000 á HBO. Það kvöld komu átta þúsund tölvupóstar inn á WM3-síðuna. Allir frá æstum stuðningsmönnum. Seinna bættust frægar stjörnur á borð við Eddie Vedder og Johnny Depp í hópinn. Peningum var safnað og fleiri rannsóknaraðilar ráðnir. Ný vitni gáfu sig fram, þar á meðal þrjú sem sáu drengina þrjá með Terry Hobbs, stjúpföður Stevie Branch, stuttu áður en tilkynnt var um hvarf þeirra. Útlitið var gott.

Sekir. En samt saklausir

Lögfræðingar Damien héldu

blaðamannafund árið 2007 og rifu upprunalegu saksóknarana í sig. Í þeirra gögnum kom fram að morðinginn hefði örugglega þekkt fórnarlömbin og verið mjög ofbeldishneigður sem útilokaði nánast að þremenningarnir hefðu framið glæpinn. DNA-próf sýndu líka að hár sem fannst í reipi sem var notað til að binda Michael Moore

Terry Hobbs, stjúpfaðir Stevie Branch og hugsanlegur morðingi drengjanna þriggja.

gæti hafa tilheyrt Terry Hobbs og hár sem fannst nálægt líkunum passaði við besta vin hans. Engin DNA-sýni hjá staðnum þar sem líkin fundust pössuðu við Damien, Jason eða Jessie. Þetta var ekki nóg til að sýkna þremenningana en þessi nýju gögn gerðu það að verkum að lögfræðingar þeirra gátu kynnt ýmis önnur ný sönnunargögn fyrir dómara. Stuttu síðar snerist heppnin enn á sveif með þremenningunum. Dómarinn David Burnett, sem hafði neitað öllum áfrýjunum síðan árið 1994, var kosinn á þing í Arkansas. Nýr dómari, David Laser, tók við af honum og búist var við að hann myndi taka málið upp að nýju. En það skipti engu máli. Þann 19. ágúst 2011 gaf David Laser út að enginn kviðdómur myndi finna drengina seka í ljósi nýrra sönnunargagna. Í kjölfarið tóku þremenningarnir svokölluðum „Alford plea-samningi“ sem tíðkast í dómskerfinu vestra, þar sem sakborningur viðurkennir að kviðdómur og/eða dómari geti fundið hann sekan byggt á sönnunargögnum sem til eru, en gengst um leið ekki við glæpnum og lýsir yfir sakleysi sínu. David Laser mat það svo að þeir væru búnir að afplána dóm sinn og Damien, Jason og Jessie voru frjálsir menn

neita samningnum því hann gilti bara ef allir þrír myndu segja já. Jason kyngdi stoltinu og réttlætiskenndinni og tók samningnum – fyrir vini sína. Hann játaði á sig glæp sem nánast allir vissu að hann hefði ekki framið. Jason flutti á vesturströndina daginn eftir að hann varð frjáls og fjórum dögum seinna fékk hann byggingarvinnu. Hann tók ökuprófið í október. Hann þurfti að læra að panta mat á veitingastöðum. Stundum pantar hann bara það sem maðurinn á næsta borði pantar eða eitthvað með tómötum. Hann elskar tómata. Þegar hann er búinn að safna nægum pening ætlar hann að næla sér í háskólagráðu og fara

eftir rúmlega átján ár í fangelsi.

Ætlar í lögfræðinám

Jason vildi ekki taka þessum samningi. Hann var viss um að hann yrði sýknaður ef málið yrði tekið upp aftur. Sextíu prósent af lífi hans höfðu verið tekin af honum og hann vildi þau aftur. Aðeins fjórum dögum eftir að hann var handtekinn átti hann að byrja í fyrstu vinnunni sinni í matvöruverslun í West Memphis. Í staðinn var fyrsta vinnan hans á bak við lás og slá við að reita arfa. Sautján árum seinna fékk hann vinnu í fangelsisskólanum. En það var nær ómögulegt fyrir Jason að

síðan í lögfræðinám.

TÍMALÍNA 4. febrúar – Kviðdómur dæmir Jessie í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Michael Moore og tvisvar sinnum 25 ára fangelsisvist fyrir morðin á Stevie Branch og Cristopher Byers. 18. mars – Kviðdómur í Jonesboro finnur Damien og Jason seka um morð á drengjunum þremur. 19. mars – Dómarinn David Burnett dæmir Damien til dauða með hjálp banvænnar sprautu og Jason í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

1993

1994

1995

27. maí – Hæstiréttur Bandaríkjanna neitar Damien um reynslulausn án athugasemda.

1996

5. maí – Lögreglan í West Memphis fær tilkynningu um hvarf þriggja átta ára drengja; Stevie Branch, Christopher Byers og Michael Moore. 6. maí – Lögreglan finnur illa farin lík drengjanna í skurði á svæði sem þekkt er sem Robin Hood-hæðir. 7. maí – Lögreglan yfirheyrir Damien Echols, átján ára, vegna glæpsins. 9. maí – Lögreglan yfirheyrir Damien aftur ásamt þáverandi kærustu hans, Domini Teer, og Jason Baldwin. 10. maí – Lögreglan yfirheyrir Damien enn einu sinni. 3. júní – Jessie Misskelley tengir sig, Damien og Jason við morðin eftir yfirheyrslu hjá lögreglunni. Þremenningarnir eru handteknir. Jessie dregur játningu sína til baka. 4. ágúst – Þremenningarnir lýsa yfir sakleysi sínu við fyrirtöku málsins.

60

1997

17. júní – Dómarinn David Burnett tekur rök Damien ekki gild um að lögfræðiteymi hans hafi verið ómarkvisst í upprunalegu réttarhöldunum og neitar beiðni hans um áfrýjun. 3. desember – Damien kvænist Lorri Davis í fangelsinu Varner Unit í Arkansas.

1998

1999

30. október – Hæstiréttur í Arkansas neitar beiðni Damien um áfrýjun.

2000

19. febrúar - Hæstiréttur í Arkansas neitar beiðni um að fella dóm Jessie úr gildi. 22. júní - Heimildarmyndin Paradise Lost: The Child Murders at Robin Hood Hills er sýnd á HBO. Alþjóðlegur áhugi kviknar á málinu og fleiri sannfærast um að þremenningarnir séu saklausir. 23. desember – Hæstiréttur í Arkansas neitar beiðni um að fella dóma Damien og Jason úr gildi.

2001

22. júní – Paradise Lost 2: Revelations er sýnd á HBO. Í henni er mikið fjallað um samtökin Free the WM3 og ný sönnunargögn í málinu.

2002

2003


west memphis three Haus

Vandist fangelsiskaffinu

Jessie vandist fangelsinu betur en hinir. Hann drakk fangelsiskaffið úr könnu úr ódýru plasti en þegar hann losnaði tók hann könnuna með sér og líka pakka af fangelsiskaffi. Vont kaffi en eftir rúmlega átján ár var Jessie búinn að venjast bragðinu. Hann tók líka fangelsisbuxurnar með sér – hvítar með teygju í mittið. Hann hringdi í pabba sinn, Big Jessie, á hverjum föstudegi þessi átján ár. Kvöldið sem þremenningarnir voru látnir lausir var haldið partí á þaki hótels í Tennessee. Jessie vissi ekki af því og það skipti hann engu máli. Hann vildi bara komast heim til pabba síns. Heim í hjólhýsagarðinn í Marion þar sem lögreglan hafði náð í hann árið 1993. Þetta kvöld var grillveisla í Marion honum til heiðurs. Jessie vildi ekki vera þar. Í hjólhýsagarðinum var mikið um síbrotamenn og eiturlyfjaneytendur, en hann vildi forðast að umgangast þá og flutti því til vinkonu sinnar, Miss Stephanie, sem bjó í fallegu húsi í West Memphis.

eða svo gott sem. Árið 1999 kvæntist hann landslagsarkitektinum Lorri Davis sem byrjaði að skrifa honum eftir að hún sá fyrstu HBO-heimildarmyndina. Bréfin breyttust í símtöl, símtölin breyttust í heimsóknir. Þau eru enn saman og fara nánast daglega út að hlaupa saman.

Enginn friður í West Memphis

Nú er ljóst að yfirvöld í West Memphis rannsökuðu morðin á drengjunum þremur ekki nógu vel. Fáir voru yfirheyrðir og þrír saklausir unglingspiltar voru sakfelldir án sönnunargagna. Þeir voru öðruvísi. Þeir voru fátækir. Fjölskyldur þeirra höfðu ekki efni á að verja þá. Þeir fengu óreynda lögfræðinga sem höfðu enga reynslu af málum sem þessu. En raunverulegu fórnarlömbin eru foreldrar drengjanna þriggja sem voru myrtir þetta miðvikudagskvöld. Morðingi þeirra gengur enn þá laus. Þangað til hann finnst verður ekki ró í West Memphis. En eitt er víst. Þremenningarnir í West Memphis og stuðningsmenn þeirra munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ljúka þessu máli – í eitt skipti fyrir öll.

FRÆGIR STUÐNINGSMENN

Johnny Depp leikari Eddie Vedder tónlistarmaður Natalie Maines tónlistarkona Peter Jackson leikstjóri Metallica hljómsveit Henry Rollins tónlistarmaður Trey Parker, annar stofnandi South Park Patti Smith tónlistarkona Winona Ryder leikkona Margaret Cho athafnakona Ben Harper tónlistarmaður Donal Logue leikari Mandy Moore, leik- og söngkona

Leikkonan Winona Ryder á sýningu til styrktar þremenningunum.

Ástarsaga í fangelsinu

Damien hafði það verst í fangelsinu. Hann var vistaður í fangelsi í litla bænum Grady í Arkansas við mestu öryggisgæslu. Hann þurfti að eyða 23 tímum á dag í agnarsmáum klefa. Hann mátti fara út í einn klukkutíma fimm daga vikunnar og var meira að segja í handjárnum þegar hann borðaði og fór í sturtu. Sjón hans hrakaði mikið í fangelsinu og hann þolir illa sólarljós. Hann þurfti að læra að ganga aftur eftir að hafa verið í fótajárnum öll þessi ár og þurfti að læra að nota gaffal því þeir eru ekki leyfðir á dauðadeildinni. En Damien fann líka ástina í fangelsinu –

Tökuliðið og Damien.

Damien og konan hans, sem hann kynntist á meðan hann sat inni.

19. júlí – Lögreglan í West Memphis yfirheyrir móður og stjúpföður Stevie Branch, Terry Hobbs. Terry segir lögregluna hafa yfirheyrt sig vegna nýrra DNA-prófa sem sýndu DNA hans á líkunum. Terry segist ekki láta þetta angra sig og lýsir yfir sakleysi sínu. 18. desember – Stuðningsmenn þremenninganna gefa ríkisstjóranum Mike Beebe hundruð póstkorta frá stuðningsmönnum um heim allan sem grátbiðja stjórnvöld um að láta Damien, Jason og Jessie lausa. Ríkisstjórinn segist ekki ætla að sýkna þá.

2004

2005 24. febrúar – Hæstiréttur í Arkansas neitar beiðni Damien um ný réttarhöld.

2006

2007

20. janúar – Dómarinn David Burnett neitar beiðni Jason og Jessie um ný réttarhöld. 28. ágúst – Stuðningsmenn þremenninganna halda tónleika í Little Rock þeim til stuðnings. Eddie Vedder, Natalie Maines, Patti Smith, Ben Harper og Johnny Depp koma fram. 30. september – Hæstiréttur í Arkansas hlustar á munnlegan málflutning til að ákveða hvort kynna eigi ný sönnunargögn fyrir ný réttarhöld. 4. nóvember – Hæstiréttur samþykkir samhljóða ný réttarhöld til að kynna ný sönnungargögn í málinu. Ekki aðeins DNA-sönnungargögn heldur allt annað sem gæti nýst í málinu.

2008

10. september – Dómarinn David Burnett neitar beiðni um ný réttarhöld fyrir Damien og neitar að hafa ný réttarhöld til að kynna ný DNA-sönnunargögn í málinu.

2009

2010

2011

2012

18. febrúar – Lögfræðingar þremenninganna leggja fram sönnungargögn og vitnisburði sem styðja það að blása eigi til nýrra réttarhalda fyrir Damien, Jason og Jessie. Þeir biðja um ný DNA-próf á fötum og húð fórnarlambanna og vilja kalla föður eins fórnarlambsins og vin hans í vitnastúkuna. 17. mars – Dómarinn David Laser í Jonesboro dagsetur ný réttarhöld þann 1. október. 19. ágúst – Damien, Jason og Jessie taka svokölluðum „Alford plea-samningi“ sem er sjaldan notaður. Þeir lýsa yfir sekt sinni en halda samt fram sakleysi sínu. David Laser veitir þeim lausn úr fangelsi. 11. september – Paradise Lost 3: Purgatory, þriðja HBO-heimildarmyndin um þremenningana, er frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár sem besta heimildamyndin en vann ekki.

61


Farðu í hnút! DBNNÓSIK N A HERRAMA NS H

Í allri þeirri mergð bindishnúta sem til eru, er allt of auðvelt að falla í sama farið og halda sig við eina tegund. Bindi eru skemmtilegur aukahlutur sem getur gert mikið fyrir heildarútlitið og því tilvalið að kunna fleiri en eina gerð af hnút. Mannlíf sýnir hér þrjá grunnhnúta! Athugið að hnútarnir sem sýndir eru gera ráð fyrir að viðkomandi sé rétthentur og þegar þeir eru tilbúnir ætti bindið að nema við buxnastrenginn. Umsjón: Dóra Lind Vigfúsdóttir Myndir:

Rakel Ósk Sigurðardóttir

Venjulegur bindishnútur – fínn fyrir vinnuna!

Lítill og léttur hnútur sem hentar breiðum bindum úr þykkara efni og skyrtum með venjulegum kraga.

Hálfur Windsor hnútur – örlítið glæsilegri en þessi venjulegi! Hentar breiðari bindum úr léttari efnum og skyrtum með örlítið víðara kragabili, svo að hnúturinn kremjist ekki eða týnist í kraganum.

Tvöfaldur Windsor hnútur – ef þú vilt toppa Pál Magnússon! Þessi krefst örlítið lengra bindis og mikils sjálfsöryggis. Skyrtukraginn verður að vera með góðu bili til að rúma hnútinn.

62


Við smíðum þínar innréttingar

ARGH 0114

Í yfir 20 ár hefur Fagus sérhæft sig í smíði glæsilegra og fjölbreyttra innréttinga og innihurða. Innréttingar frá Fagus eru allt í senn fallegar, hlaðnar þægindum og frábær vinnuaðstaða. Njóttu þess að vera í umhverfi sem er sérsniðið fyrir þig. Við smíðum þínar innréttingar.

Unubakka 20 | 815 Þorlákshöfn Sími: 483 3900 | Fax 483 3901 fagus@fagus.is | www.fagus.is


Spariplokkfiskur

64


matur

Önnur uppskrift sem er að mínu mati fljótleg og auðveld er hinn rammíslenski plokkfiskur. Hver veit hvað þessar víkingakonur voru að gera fyrir hádegi, en þessi réttur samanstendur af besta fáanlega hráefninu frá nálægum slóðum; kartöflum og ferskum fiski. Hér er endurbætt útgáfa mín með keim af Miðjarðarhafinu. Umsjón: Nicola Girolami Myndir: Karl Petersson

Spariplokkfiskur

Gott ráð!

Ef þú vilt hafa kartöflurnar í efsta lagi stökkar, er gott að skola sneiðarnar með vatni og þerra með eldhúsrúllubréfi. Þær eru þá hreinar af sterkjunni sem losnar þegar þær eru skornar. Fylgið svo uppskriftinni til enda.

Fyrir fjóra

8 msk. extra virgin ólífuolía 6-7 stórar kartöflur í þunnum sneiðum (2-3 mm) 400 g fiskur að eigin vali 4 sólþurrkaðir tómatar 4 tsk. capers sléttblaða steinselja til skreytingar nýmalað salt og pipar Takið ofnplötu og leggið bökunarpappír á hana, myndið fjóra hringi með kartöflunum, kryddið með salti og pipar og skvettið ólífuolíunni á. Búið til annað eins lag og setjið fiskinn efst í miðju. Blandið svo saman söxuðum, sólþurrkuðum tómötum, capers, 2 matskeiðum af ólífuolíu, salti og pipar. Hægt er að nota hvaða fisk sem er; ýsu, lax, þorsk, skötusel, hörpudisk, tígrisrækjur eða jafnvel humar. Ég mæli þó með mildum hvítum fiski, svo sem þorski, karfa eða ýsu, út af því hve seiðandi bragðsamsetningin af capers og sólþurrkuðu tómötunum er. Setjið tvö lög af kartöflum ofan á fiskinn og munið að krydda á milli laga og bæta smávegis af ólífuolíu við. Hráefnin tilbúin Forhitið ofninn á 200°C og bakið í 20 mínútur eða þar til kartöflurnar til eldunar. byrja að taka lit. Klippið steinselju ofan á til skreytingar og bætið ögn af ólífuolíu við að lokum. Berið svo fiskinn fram með kirsuberjatómötum og klettasalati, ásamt salti, ólífuolíu og steinselju.

Saltið...

...og setjið örlitla extra virgin ólívuolíu á hvert lag.

Þegar tvær umferðir af kartöflum eru tilbúnar, leggið þá fiskinn í miðjuna ofan á þær og setjið niðurskorna sólþurrkaða tómata og capers á hann. Einnig smá salt og olíu.

Þekið með tveimur kartöflulögum til viðbótar...

... og stráið skorinni, ferskri steinselju á milli tveggja efstu laganna.

65


Merkilegir viðburðir ársins

Janúar

• Héraðsdómur Reykjavíkur verður undirlagður

í verðtryggingarmálunum. Ráðgefandi álit EFTAdómstólsins verða þá til meðferðar. • HM í handbolta karla fer fram í Katar. • 50 ár verða liðin frá andláti Winston Churchills. • Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent.

Febrúar

• Kínverskt ár geitarinnar byrjar. • Almennar þingkosningar verða í fjölmennasta ríki Afríku, Nígeríu. • Kvikmyndin „Fifty Shades of Gray“ verður frumsýnd.

Mars

• Sólmyrkvi verður 20. mars. Tunglið skyggir þá á 97%

yfirborðs sólar í Reykjavík. • Alþjóðlegur „dagur ljóðsins“ verður haldinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. • Jarðneskar leifar Ríkarðs III verða grafnar öðru sinni í Dómkirkjunni í Leicester. Þær fundust undir bílastæði í borginni árið 2012 og DNA-rannsóknir staðfestu að um bein konungsins væri að ræða.

Apríl

• 75 ár verða liðin frá því er Þjóðverjar hernámu

Danmörku og Noreg. • Tvö hundruð ár verða liðin frá fæðingu Otto von Bismarcks, fyrsta kanslara sameinaðs Þýskalands, sem stundum er kallaður „járnkanslarinn“ og „faðir velferðarríkisins“. • 150 ár verða liðin frá uppgjöf suðurríkjamanna í borgarastríði Bandaríkjanna og einnig frá því er Abraham Lincoln var myrtur sex dögum eftir lok átakanna. • Sjöunda ríkjaráðstefna allra Ameríkuríkja verður haldin í Panama.

66

Maí

• 75 ár verða liðin frá því er Bretar hernámu Ísland. • Expo 2015 opnar í Mílanó. • Almennar þingkosningar verða í Bretlandi. • Listahátíð verður haldin í Reykjavík en 45 ár verða þá liðin frá því hún var fyrst haldin.

Júní

• 100 ár verða liðin frá því er íslenskar konur fengu kosningarétt.

• Leiðtogar ríkustu ríkja heims funda, undir forsæti Angelu

Ágúst

• Heimsleikarnir í frjálsum íþróttum verða haldnir í Peking.

September

• EM í körfubolta verður haldið í Þýskalandi. • Elísabet drottning slær met langalangömmu sinnar, Viktoríu, og nær því takmarki að hafa gegnt embætti lengur en nokkur annar forveri hennar. • Þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík.

Október

Merkel, í Schloss Elmau í Bæjaralandi. Þessir árlegu fundir eru nefndir G 8 en nú G 7 þar sem Valdimar Putin er ekki boðið. • Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Íslandi. • Fyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku í Aserbaijan en fulltrúar 49 ríkja taka þátt í öllum keppnisgreinum Ólympíuleikanna. • HM kvenna í knattspyrnu hefst í Kanada. • Alþjóðlegt mót skáta verður haldið í Japan. 800 ár verða liðin frá því Magna Carta var undirrituð í Runnymede á Englandi og afmarkaði réttindi þegnanna gagnvart konungsvaldinu. • Almennar þingkosningar í Tyrklandi.

• Almennar þingkosningar verða haldnar í Kanada. • Fundur AMG – Alþjóðagjaldeyrissjóðsins – og

Júlí

þrælahalds í Bandaríkjunum.

• NASA-geimfarið New Horizons kemur til Plútó eftir níu ára ferðalag.

Alþjóðabankans verður haldinn í Lima í Perú.

Nóvember

• Fundur leiðtoga 20 stærstu iðnríkjanna verður haldinn í Tyrklandi.

• Alþjóðlegur leiðtogafundur verður haldinn í París um hlýnun jarðar.

Desember

• HM í handbolta kvenna fer fram í Danmörku. • Almennar þingkosningar verða á Spáni. • Haldið verður upp á að 150 ár verða liðin frá afnámi




Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.