Þriðjudagur 30. apríl, 2024
7.8 C
Reykjavik

Inga Sæland varð Íslandsmeistari í Karókí árið 1991 – „Var strítt í æsku en setti þá klærnar út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það vita það kannski ekki allir en Inga Sæland, formaður Flokks fólksins hampaði Íslandsmeistaratitlinum í þeirri fornfrægu keppni, Karókí, fyrir þrjátíu árum síðan. Varð hún þar með fyrsti Íslandsmeistarinn í Karókí.

Inga segist ekki stunda „greinina“ mikið í dag; af og til kemur fram gamla stuðið tengt karókíinu og þá brýst hún í söng á „litla sviðinu“ sem er bílskúrinn hennar.

Inga er góður gítarleikari.
Inga Sæland er góður gítarleikari.

Hún Inga er fjölhæf kona og einhverjir kunna að muna eftir henni í raunveruleikaþáttunum X-Factor fyrir fimmtán árum síðan:

„Ég er rokkari; það versta var að ég klippti framan af fingri í þessu X-Factor-ævintýri“ og „það hefur verið mér fjötur um fót á kassagítarinn; ég er liðtæk á hann og finnst gaman að spila.“

Í dag eiga þó störf Ingu sem alþingismaður hug hennar allan og segist hún alltaf hafa verið mikil baráttukona.

„Pabbi sagði að ég hefði fyrst flutt að heiman þegar ég var 3ja ára gömul; hann var eitthvað að atast í mér“ segir Inga og bætir við: „Ég tók kistilinn minn með dótinu mínu í og klöngraðist með hann og ætlaði ekkert að vera þarna lengur; ég hef alltaf verið baráttukona en var hlédræg og feimin þegar ég var lítil; ég er lögblind“ segir Inga og að það hafi alltaf verið gert grín að henni vegna þess. Baráttukonan Inga segir þó málið einfalt: „Annaðhvort skríður maður inn í skelina eða setur klærnar út; ég gerði það.“

- Auglýsing -

Heimild: mbl.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -