Bjarndýr virðist hafa banað konu

Grábjörn.
Grábjörn. Ljósmynd/Colourbox

Bjarndýr virðist hafa banað konu í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum í gær.

Yfirvöld í Montana-ríki greindu frá því að spor grábjarnar hafi fundist nærri líki konunnar. Málið er nú í rannsókn og er svæðið sem líkið fannst á því lokað almenningi. 

Grábirnir finnast í Montana og hefur þeim fjölgað á síðustu árum. Útivistarfólki í ríkinu er því beðið um að vera á varðbergi vegna bjarndýranna. 

ABC News greinir frá því að í júní banaði björn 66 ára gömlum karlmanni í Arizona-ríki. Maðurinn var að byggja sér sumarhús er björninn réðst á hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert