Tengsl verkjalyfja og ofvirkni barna

Ófrísk. Lyf geta haft áhrif á fóstur.
Ófrísk. Lyf geta haft áhrif á fóstur. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ný rannsókn bendir til þess að möguleg tengsl séu á milli þess að nota verkjalyfið paracetamol á meðgöngu og hegðunarvandamála, til dæmis ofvirkni, hjá börnum.

Rannsóknin var birt í læknatímaritinu JAMA þann 15. ágúst síðastliðinn og var unnin af þremur læknum við læknadeild háskólans í Bristol og sálfræði- og taugadeild háskólans í Cardiff.

Acetaminophen eða paracetamol er notað af stórum hluta kvenna á meðgöngu en yfir 50% ófrískra kvenna í Bandaríkjunum nota paracetamol á meðgöngu og 50-60% kvenna í Evrópu. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem náði til verðandi foreldra og barna, benda til þess að börn sem verða fyrir áhrifum lyfsins í móðurkviði eiga á hættu að greinast með hegðunarvandamál þar sem lyfið getur leitt til óeðlilegrar þróunar í taugakerfi fóstra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert