Kosningu um sameiningu lokið

Patreksfjörður og Tálknafjörður. Kosið var um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar …
Patreksfjörður og Tálknafjörður. Kosið var um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag. Samsett mynd/mbl.is/Guðlaugur

Íbúakosningu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar lauk klukkan sex í dag og hefst talning atkvæða klukkan 20.00 kvöld. 

Til að sameining gangi eftir þarf meirihluta íbúa beggja sveitarfélaga að vera samþykkur henni. 1.005 manns eru á kjörskrá – 200 í Tálknafirði og 805 í Vesturbyggð.

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, og Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri …
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, og Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, verða viðstödd talninguna í kvöld. mbl.is/Hermann

Talning atkvæða fer fram fyrir opnum dyrum svo almenningi gefist kostur á að vera viðstaddur eftir því sem húsrúm leyfir. Viðstöddum er gert að hlíta fyrirmælum kjörstjórnar og starfsfólks hennar á talningarstað.

Niðurstöður verða lesnar upp og sendar út í gegnum Facebook-síður sveitarfélaganna kl. 22:00 í kvöld.

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. mbl.is/Guðlaugur
Tálknafjörður.
Tálknafjörður. mbl.is/Guðlaugur



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert