Erlent

Litarefni auka líkur á ofvirkni

Talið er að tilbúin litarefni og Benzoate rotvarnarefni í mat auki líkurnar á ofvirkni hjá ungum börnum. Sú er niðurstaða rannsóknar á hegðun 277 forskólabarna sem Dr. John O. Warner frá Southampton General Hospital í Bretlandi stjórnaði. Þetta kemur fram í grein í júníhefti tímaritsins Archives of Disease in Childhood og Reuters News hefur einnig greint frá rannsókninni. Áhrifin þóttu marktæk en nánari rannsókna er þó þörf áður en farið verður fram á að viðkomandi efni verði tekin af lista yfir viðurkennd efni til notkunar í matvælavinnslu. Áætlað er að gera aðra rannsókn og 4 - 9 ára börnum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×