Saturday, September 29, 2012

Garter sleði, fyrsta prufa

Brother 970 og GC 95

 

Ég er búin að eiga þessa vél Brother KH970 í 2 ár og  GC 95 sleðan eitthvað svipað. Ég reyndi að prjóna með honum fyrir löngu síðan og ekkert gekk, ég bara fékk ekki sleðan til að prjóna, hann hreyfði sig eftir borðinu en að prjóna vildi hann ekki. Í gær var ég inni á netinu og þar var ein að spyrja hvort einhver ætti eins vél og sleða og hún, henni langaði svo að prjóna með sleðanum sínum.  Svo ég ákvað í gærkveldi að reyna og viti menn allt gekk eins og í sögu. Ég ætla að prjóna aftur í kvöld og prufa þá að taka videó af processnum, til að pósta hérna inn. 

Tuesday, September 25, 2012

Litunar námskeið

 Fór í vor á alveg frábært litunarnámskeið hjá heimilisiðnaðarfélaginu. Þessi mynd er frá lokadeginum sem var í Árbæjarsafni og erum við að ganga frá litunarprufunum í möppu.
 Hérna er ég að prufa að lita, eitthvað er úr njóla og eitthvað úr rabbabara. Ég var ekki alveg nógu fókuseruð í byrjun og skrifaði ekki niður það sem ég var að gera.




Upphlutur

 Við hjónakornin ákváðum að gifta okku í haust og ákváðum að vera í 19. aldar búningin. Ég saumaði búning á dóttur mína á námskeiði 2007, Þegar ég var að klára hennar ákvað ég að byrjað á búningi handa mér en aldrei komið því í verk að klára hann svo nú þurfti ég að fara að draga hann fram til að klára. Ég átti eftir að sauma saman upphlutinn og sauma millurnar á. Ég átti líka eftir að sauma pilisið. Ég var búin að sauma svuntuna. Einnig átti ég eftir að sauma skyrtuna og prjóna skotthúfuna.

 Hérna er ég að þræða fyrir fellingunum á pilsinu.

 Hérna er hann Sesar að hjálpa mér við að sauma upphlutinn. Hann var alveg einstaklega áhugasamur.


Hér er svo mynd af mér í búningnum þegar hann var tilbúin. Ég er mjög ánægð með útkomuna.  Svo vantaði tilvonandi eiginmanninum líka búning. Ég hafði samband við þjóðdansafélagið og fengum við lánað hjá þeim buxur, sokka, húfu, klút, sauðskinnskó en skyrtu og vesti vantaði, svo ég varð að gera eitthvað í því. Ég keypti skyrtuefni og fóður og bakið í vestið ásamt tölum hjá Heimilisiðnaðarfélaginu svo ákvað ég að prjóna framhliðan á vestinu og bryddinguna úr eingirni og kom það alveg einstaklega vel út. 

Lazykaty

Mamma mín var átti afmæli í febrúar og ég ákvað að prjóna handa henni sjal. Ég átti kunstgarn frá Hjerte og alpaca garn sem ég ákvað að nota í það. mér hafði lengið langað til að prjóna Lazykaty sjalið á prjónavélina svo ég ákvað að prjóna það. Hér er afraksturinn. Punktar. Ég hefði mátt forma sjalið betur og hefði átta að taka upp færri lykkjur í kantinum þá hefði munsturbekkurinn notið sín betur.

Afganga teppi

Ég átti svo mikið af afgöngum af Lanett baby garni í mörgun litum að ég ákvað að búað til barnateppi úr því, ég fann munstur í brother manuelnum sem er innbyggt í prjónavélinni og heklaði síðan kant utan um teppið. Ég er bara mjög ánægð með það.