Skip to main content

Útbreiðsla botndýra (krabbadýra, burstaorma) á Íslandsmiðum

Útbreiðsla botndýra (krabbadýra, burstaorma) á Íslandsmiðum - á vefsíðu Háskóla Íslands

Rannsóknirnar eru unnar í samvinnu við Rannsóknastöðina í Sandgerði og eru hluti af hinu umfangsmikla rannsóknaverkefni Botndýr á Íslandsmiðum. Í rannsóknunum taka þátt þau Jörundur Svavarsson auk erlendra samstarfsaðila.

Nýjasta afurð þeirra rannsókna er lýsing nýrrar tegundar af krabbadýraættbálknum Isopoda (jafnfætlur). Bente Stransky, Háskólanum í Hamborg, og Jörundur Svavarsson fengu nýlega birta lýsingu á tegundinni Astacilla boreaphilis í tímaritinu Zootaxa. Astacilla boreaphilis er áður óþekkt dýrategund, sem fannst fyrir vestan, sunnan og suðaustan landið.