Moldarskjóma (Arthrorhaphis alpina)

Útbreiðsla

Hún er mjög algeng um allt land (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Vistgerðir

Vex á snögggrónum jarðvegi eða mold (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Hrúðurkennd flétta, þalið með skærum, gulgrænum lit og ber svartar askhirslur (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið grængult, gult eða hvítleitt, oft með yfir 1 mm stórar, háar, sjaldan hraufukornlegar hreistrur eða korn (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur milli hreistranna, 0,3-1,5 mm, svartar, fyrst lítillega íhvolfar en síðar sléttar með mjórri brún sem deyr út (Foucard 2001).

Greining

Minnir nokkuð á landfræðiflikru en hún vex á grjóti (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á snögggrónum jarðvegi eða mold (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Moldarskjóma (Arthrorhaphis alpina)