Viðskipti innlent

Kaup Gaums á fasteignum Baugs til skoðunar

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson

Skiptastjóri þrotabú Baugs er með til skoðunar kaup Gaums á fasteignum frá Baugi skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot. Breska dagblaðið The Daily Telegraph greinir frá þessu.

Bæði Gaumur og Baugur eru að stórum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans. Fasteignirnar sem um ræðir eru tvær íbúðir í London, ein í Kaupmannahöfn og skíðaskáli í Frakklandi.

Jón Ásgeir Jóhannesson segir að viðskiptin með þessar fasteignir hafi verið eðlileg og farið fram eftir óháð mat þriðja aðila .







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×